Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 254
252
RflÐUNAUTAfUNDUR 2002
Yrki af einæru rýgresi
Hólmgeir Bjömsson
Rannsóknastofnun landbunaðarins
YFIRLIT
I inngangi er greint frá helstu ræktunareiginleikum einærs rýgresis og ræktun þess og hagnýtingu á Íslandi. Árin
1999-2001 voru gerðar 9 tilraunir á 4 stöðum með samanburð yrkja, 5-6 af sumarrýgresi og 4-5 af vetrarrýgresi í
hverri tilraun. Munur yrkja af sömu deilitegund er að jafnaði lítill. Þó var í tilraununum eitt yrki af sumarrýgresi,
Gipsyl, sem skríður mun fyrr en önnur og ætla má að fóðurgæðin falli að sama skapi fyrr. Lítils háttar munur
fannst á öðrum yrkjum og eru niðurstöðumar gagnlegar við val á yrkjum. Nánar verður greint frá niðurstöðum
síðar, m.a. mælingum á meltanleika. Vegna þess hve mikið ffamboð er af yrkjum á markaði og ný yrki koma ört
ffam má telja eðlilegt að miða leiðbeiningar um val yrkja á Islandi að nokkru leyti við norskar niðurstöður.
INNGANGUR
Ræktun á einæru rýgresi (Lolium multiflorum) hefur öðlast fastan sess í búskap hér á landi. Er
það ýmist verkað sem vetrarfóður í rúllum eða beitt, stundum í blöndu með öðmm tegundum.
Það er að jafnaði nytjað tvisvar enda hægir á sprettu þegar góð slægja er komin, um 30 hkg/ha
af þurrefni eða jafhvel fyrr. Góð beit/sláttur getur jafnvel fengist eftir 2. sl. (beit) ef vaxtar-
tíminn er nýttur vel með því að sá snemma og ekki er dregið of lengi að slá eða beita.
Af einæru rýgresi eru tvær deilitegundir með nokkuð ólíka eiginleika, sumarrýgresi eða
westerwoldiskt (var. westerwoldicum), sem skríður samsumars, og vetrarrýgresi eða ítalskt
(var. italicum) sem skríður að jafnaði ekki fyrr en það hefur lifað af einn vetur. Það gerist
sjaldan hér á landi þótt þess séu dæmi (Matthías Eggertsson og Bjami E. Guðleifsson 1974).
Það er því ekki alls kostar rétt að nefna þessa tegund einært rýgresi. Sumarrýgresi er fljótara
til og skríður snemma og þá tekur meltanleikinn að falla, en vetrareinært skríður lítið og seint
og það heldur fóðurgildi sínu mjög vel. Þó nýtist það betur ef það er nytjað, slegið eða beitt,
a.m.k. tvisvar. Á suðlægari slóðum lifir það af veturinn eins og nafnið bendir til, en ekki er
hægt að reikna með því hér á landi. Einstaka sinnum kemur það þó fyrir og gefur það þá
eflaust ágæta uppskem annað sumar ef það fær tækifæri til. Sumarrýgresi hentar að líkindum
betur þar sem sprettutíminn er
stuttur og óvíst er að nokkur
nytjajurt, nema e.t.v. grænfóður-
hafrar, standist eins vel sam-
keppni við arfa. Rýgresi er við-
kvæmt fyrir þurrki meðan það er
að spíra, ffæið er fremur stórt og
rétt er að fella það aðeins niður.
Rýgresi er gott fóðurgras
Skýringin á hinum miklu gæðum
rýgresis borið saman við aðrar
grastegundir er að fmmuinnihald,
þ.e. efni innan frumuveggja, er
meira en hjá öðmm grasteg-
undum, sjá 1. mynd. Innan
ffumuveggja er bæði próteinríkt
500
6
A \ \
a)
a
ítalskt (vstrarslnatrt) rýgrssi
■D 400 —
\ Ws.
£
c c \ nnN.
a %s^*Ws\Enskt (fjölssrt) rýgrasl
E g 300 — Hávingull ~\Nv
1L ^"•^^Axhnoöapuntur
Vallarfoxgras —
08 o - 7 0*6
Meltanlaikl þurrofnis
1. mynd. Þurrefni innan frumuveggja og breyting þess með auknum þroska og lækkandi meltanleika hjá nokkrum grastegundum (eftir Osboum 1980).