Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 161
159
Enda þótt hér séu um ólíkar úrvalsaðferðir að ræða virðast árlegar erfðaframfarir í minni
fitusöfnun á Hesti ekki vera svo ýkja fjarri þessum niðurstöðum, hins vegar eru ffamfarimar í
vöðvavexti a.m.k töluvert meiri í skosku tilraununum.
KYNBÓTAEINKUNN EINSTAKRA HRÚTA
I 6. töflu er sýnt kynbótamat þeirra hrúta sem mesta yfirburði sýna í lítilli fitusöfnun og
miklum vöðvavexti, þannig valdir að þeir hafa kynbótamat yfir 110 í báðum eiginleikum.
Nokkrir þekktir hrútar em rétt undir þessum mörkum og má af sæðingarstöðvahrútum
nefha Dela 90-944, Svaða 94-993, Kela 89-955, sem allir fá vel yfir 110 fyrir fituna en em
nokkuð undir því marki i vöðvanum. Bútur 93-982 og Krákur 87-920 em rétt undir
mörkunum í báðum eiginleikunum. Allir nema Krákur em með kynbótamat vel yfir meðallag
(100) í fallþunga og má nefiia að Deli trónir á toppi Strammaættarinnar með 118 fyrir þennan
eiginleika.
Aðeins tveir hrútar af þessum 24 topphrútum em ekki komnir út af Stamma, en það em
þeir Stubbur 85-869 og Fóli 88-911. Báðir em þeir af s.k. Draugsætt, sem virðist búa yfir
sömu eða svipuðum eiginleikum og Strammaættin. Það sem styður þessa tilgátu enn frekar er
að móðir Hörva er undan Drisli föður Fóla. Jafhffamt er það álit höfundar að þessir arfgerð sé
ekki eingöngu bundin við Hestféð, en hafi fyrst komið þar fram vegna rannsókna á fitu- og
vefjaþroska í hinum nákvæmu afkvæmarannsóknum, heldur leynist hún víða í islenska fjár-
stofninum (og öðmm fjárkynjum ef því er að skifta), eins og ffam hefur komið eftir að kyn-
bótamat á gæðamati var tekið upp.
Nokkuð áberandi er að margir af þessum yfirburðarhrútum em undir meðallagi í kynbóta-
mati fyrir fallþungann, einkum af eldri árgöngunum, og má rekja það til þess að úrvalið fyrir
minni fitu og meiri vöðva var mikið strangara en fyrir fallþunganum, einkum í byijun, en auk
þess er feitara fé yfirleitt þyngra en það magrara, þó það sé ekki algild regla. Eins og ffam
kemur í töflunni þá hefur talsverð skyldleikarækt verið notuð innan Strammaættarinnar og er
hugsanlegt að hún hafi í einhveijum tilfellum hafl einhver áhrif á fallþungann, en um það
verður ekkert fullyrt hér, þar sem til þess þarf sérstaka rannsókn.
Samanburður á yfirburðum þessara hrúta í rauntölum við aðra hrúta af Strammaættinni er
sýndur í 7. töflu.
Niðurstöður þessar sýna skýrt í hvaða eiginleikum yfirburðahrútamir skara ffam úr og
þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að þeir felast í meiri vöðvavexti (A, B, AxB) og
minni fitusöfnun (V; C, J).
Enda þótt hinir hrútamir (Fl.2) hafi ágætan vöðvavöxt er fituþykkt þeirra umtalsvert
meiri, bæði á síðu og baki. Þetta endurspeglast i gæðamati fallanna, en rétt er að benda á að
fleiri föll yfirburðahrútanna flokkast í DII og DIII og stafar það af meiri hor þeirra lamba, sem
ekki ná að þroskast eðlilega.
Hins vegar afsanna yfirburðahrútamir þá kenningu, sem riðið hefúr húsum, bæði hjá
ýmsum vísindamönnum í búfjárrækt og ræktendum, hérlendis sem erlendis, að fé þurfi endi-
lega að vera háfætt til þess að safna ekki fitu, en slíkt fé er jafnan afar vöðvarýrt og beina-
mikið og varla boðlegt neytendum, nema þá sem hakk.
Rannsóknir Á VEFJAHLUTFÖLL
Til þess að rannsaka vefjahlutföll og reyna að staðfesta hvort hér væri um sérstaka arfgerð að
ræða, þar sem stakir eða fáir erfðavísar lægju að baki erföum á fitu- og vöðvavexti, var byrjað
á rannsókn haustið 1991. Tveir hrútar af Strammaætt, sem taldir vom af mismunandi arfgerð,
Krappur 87-885 og Fagur 89-923, og einum lítt skyldum Hestfénu, Spuni 88-883 undan hrút