Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 23
21
KOSTNAÐUR VE) NÁMIÐ
Nemandi greiðir fasta upphæð fyrir hveija önn sem hann er í fjamámi við skólann, auk sér-
stakrar greiðslu fyrir hveija námseiningu sem hann tekur. Síðan þarf að kaupa námsbækur og
að koma sér á Hvanneyri við upphaf hverrar annar, greiða fæði og/eða gistingu og að mæta í
verklegar lotur séu þær hluti námsáfangans. Þar fyrir utan greiða nemendur próftökukostnað,
þreyti þeir próf í heimahéraði en komi ekki að Hvanneyri til prófa.
kennsla í fjarnámi
Námstíminn á hverri önn er sá sami í fjamámi og hefðbundnu námi. Að kenna í fjamámi er
hins vegar að mörgu leyti ólíkt því að kenna í bekk. í stað þess að mæta í tíma skv. stunda-
skrá, sest kennarinn við tölvuna og sendir yfirleitt ffá sér vikuleg leiðbeiningabréf. Þar em
fyrirmæli um ffamvindu námsins og vikuleg skilaverkefni. Þar er vísað í kennslubók áfangans
og fjölda stuðningsrita, sem nemendur þurfa að kynna sér í náminu. Leiðbeiningarbréfin þurfa
að vera vel skrifuð því útskýringamar mega ekki vekja fleiri spumingar en þær svara! í leið-
beiningabréfinu hefur kennarinn í raun þjappað saman því sem hann hefði að öðmm kosti
fjallað um í kennslustimdum vikunnar. í bekkjarkennslu er auðvelt fyrir nemendur leita
skýringa hjá kennaranum, en í fjarkennslunni er þetta erfiðara. Þá getur farið mikill tími hjá
kennaranum i einstaklingsaðstoð, en í bekknum má hins vegar oft leysa vandamál nokkurra í
einu. Þó svo að nemendur geti alltaf sent inn fyrirspumir í tölvupósti, þá er það töluvert
þyngra í vöfum heldur en að standa andspænis kennaranum og geta spurt hann og fengið svör
jafn óðum. Margir fjamemar em duglegir að senda inn fyrirspumir og vangaveltur, og góður
kennari reynir eftir föngum að svara jafh harðan.
YFIRLIT YFIR KENNSLUNA í BÚFJÁRRÆKT, BFR 103 Á HAUSTÖNN 2001
Til glöggvunar á skipulagi og ffamkvæmd kennslunnar í fjamáminu skulum við skoða einn
þriggja eininga áfanga sem ég hef kennt, ásamt Sigtryggi J. Bjömssyni. Áfanginn tilheyrir 1.
önn búnaðamámsins og er gmnnáfangi í búfjárrækt.
Námsefnið í áfanganum BFR 103:
• Búfjárrækt I, kennslubók e. Runólf Sigursveinsson og Sverri Heiðar: 62 s.
• Mjaltir og mjólkurgæði, e. Teije Alfsnes og Olav Österaas. Útg. af BÍ, 1997: 113-212.
• Nýtt orku og próteinmat. Útg. af BÍ, 1996: 19 s.
• Bættireru bændahættir, 1968: 91-122.
• Melting nautgripa, lyst og átgeta. Hraustar kýr e. Svein Guðmundsson, 1996: 59-68.
• Fóðumýting og vambarstarfsemi. Freyr 5/96: 212.
• Heyskapur er ferli sem stendur allt árið. Freyr 1/98: 15-16.
• Öflug endurræktun og góð hey fylgjast að. Freyr 1/98: 17-18.
• Notkun heysýna er lykilatriði. Freyr 1/98: 19-20.
• Hve mikið fóður er í rúllunum. Freyr 8/97: 288-289.
• Heyefnagreiningar, 3 stk sýnishom m.a. til nota við fóðurútreikninga.
• Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarfélaganna árið 2000. Freyr 4-5/2001: 13-18.
• Staða og horfur í líffænni ræktun. Freyr 1/2001: 22-24.
• Lífræn mjólkurffamleiðsla. Freyr 12/98: 19-21.
• Þróun ullarverðs og verðmæti ullar. Freyr 11/98: 10-12.
• Fjárskipti vegna riðuveiki 1978-1996. Freyr 1/97: 14-15.
• Úr skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna árið 1999. Freyr 6-7/2001: 20-27.