Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 288
286
Jarðvegssýni voru tekin úr hveijum reit, fjórir tappar úr hveijum þeirra. Sýnin voru síuð
og hluti settur í geijun, en hluti þurrkaður og notaður til efnagreininga, tveir skammtar úr
hveijum reit.
Örveruvirkni var mæld með geijunaraðferð Horwarth og Paul (1994) með hliðsjón af
lýsingu Rowell (1994). Helmingi fersku sýnanna var komið fyrir í þurrkskál til meðhöndlunar
í klóróformi (fumigation) til að drepa allt líf í sýnunum, nema gró örveranna. Bæði fersk og
meðhöndluð sýni voru sett í bauka og þá í loftþéttar krnkkur. Lút í bikarglasi (0,3 M NaOH)
var komið fyrir með sýnunum og þau látin geijast við 22°C i myrkvuðu herbergi. Til viðmið-
unar var sýruþveginn sandur notaður. Jafhffamt vom settir 10 ml af eimuðu vatni í kmkkumar
til að halda raka í þeim. Koltvísýringur sem losnar úr jarðvegssýnunum binst lútnum og er
greindur með títmn. Sjö mælingar á losun CO2 vom gerðar á eins mánaðar tímabili.
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Losun CO2 úr meðhöndluðu sýnunum
er almennt mest i fyrstu mælingunni,
en minnkar heldur eftir því sem frá
líður og verður jafnari. Sauðataðslið-
imir sýna mestu losunina á hveijum
tímabili og eftir því sem magn áborins
köfnunarefnis með tilbúnum áburði
eykst þá minnkar losun á koltvísýringi
í jarðvegi. Niðurstöðumar gefa jákvæð
áhrif sauðataðsins á örvemvirknina því
glöggt til kynna. Meðaltalslosun sjö
mælinga er sýnd í 1. töflu.
Losun CO2 úr jarðvegssýnum við geijun á stofu er mismunandi eftir því hvemig meðferð
liðimir fá. Þegar bomir em saman liðir sem fá búfjáráburð á móti liðum sem einungis fá til-
búinn áburð er munurinn hámarktækur (p<0,001). Þetta er í góðu samræmi við erlendar
athuganir. í tilraun sem Rochette og Gregorich (1998) gerðu á akri, fijórri gljájörð (Orthic
humic Gleysol), kom í ljós að búfjáráburður hafði jákvæð áhrif á losun CO2 úr jarðvegi. Leita
o.fl. (1999) komust að þeirri niðurstöðu að búfjáráburður hefur marktæk áhrif á losun CO2,
losunin er meiri þar sem búfjáráburður er notaður heldur en þar sem einungis er notaður til-
búinn áburður. Tilraunin fór ffam á sendnum jarðvegi við hátt pH. Mælingar á lífrænum
efiium úr langtímatilraun á Ultuna í Svíþjóð sýndu að meiri losun á CO2 verður úr þeirri með-
ferð sem fær meira af lífrænum leifum (Witter og Kanal 1998). Tilraunin var á fijóum
brúnum jarðvegi (Eutric Cambisol). Með búfjáráburði kemur mikið af auðmeltu lífrænu efni
sem nýtist beint sem næring fyrir örverur og við niðurbrot liffænna efiia losnar CO2 (Tate
1995).
Stórum hluta breytileika liða sem fá tilbúinn áburð má lýsa með falli vaxandi köfiiunar-
efiiisgjafar að losun CO2 úr jarðvegssýnum. Neikvætt samband er á milli vaxandi áburðar-
gjafar og losunar CO2 úr jarðvegssýnum. Línan er hámarktæk (p<0,001). Þetta er um-
hugsunarvert þar sem Leita o.fl. (1999) komust að þvi að örverulífmassinn er marktækt meiri
í þeim liðum sem fengið höfðu af köfnunarefni, en hins vegar var losun á CO2 ekki marktækt
meiri. Reyndar var ekki greint frá sýrustigi i þeirri tilraun, en í tilraun 437-77 var pH verulega
lægra í liðum sem fengið höfðu tilbúinn áburð en þeim sem fengu búfjáráburðinn. Það er vel
þekkt að lækkandi sýrustig hefur letjandi áhrif á örvemstarfsemina (Paul og Clark 1996).
Sýmstigið er lægst í þeim liðum sem fengu mest af köfhunarefhi.
1. tafla. Meðaltals losun C02 úr jarðvegssýnum hvers liðar.
Meðhöndluð sýni.
Meðferð
Liður áburður, kg/ha g C02/sólhr./0,lm3
a 60 N + 60 K 6,45
b 100N + 80K 6,22
c 140 N + 100 K 5,84
d 180 N + 120 K 4,32
e 15 tonn sauðatað 7,95
f 15 tonn sauðatað + 40 N 8,25
Staðalskekkja 0,28