Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 85
83
RAÐUNflUTflfUNDUR 2002
Grænfóðurrækt -
Tilraunaniðurstöður frá Hvanneyri 2000-2001
Ríkharð Brynjólfsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
I erindixiu er fjallaö um niðurstöður grænfóðurtilrauna á Hvanneyri árin 2000 og 2001. Mikill munur er á græn-
fóðurtegundum af grasa- og krossblómaætt og innan ættanna. Bygg og sumarrepja gáfu minnsta uppskeru, allt
að 40 hb (hb = hestburður = 100 kg þe./ha), og nýtingartíma þeirra lauk eftir rúmlega 60 daga. Fyrri sláttur
sumarrýgresis var með svipaðan nýtingartíma en talsvert minni uppskeru (30 hb), en með endurvexti var heildar-
uppskera um 60 hb. Frumvöxt vetrarrýgresis mátti nýta allt að þrem vikum lengur og var uppskera þess þá orðin
um 40-50 hb, en 10-20 hb bættust við í seinni slætti. Vetrarrepja, mergkál og fóðumæpur voru uppskorin eftir
um 120 vaxtardaga, uppskera káltegxmdanna var þá orðin 70-80 hb, en af naspu um 100 hb sem skiptíst nálega
til helminga í kál og næpu. Sumarhafrar voru slegnir samtímis vetrarrýgresi og gáfu þá tmt 50 hb, en vetrarhafrar
sem fengu 110 vaxtardaga nær 90 hb.
Prófiið vom áhrif þess að bera fullan áburðarskammt á rýgresi við sáningu eða hluta hans milli slátta. Tví-
skiptingin leiddi til minni uppskeru í fyrri slætti, en áhrifrn á seinni slátt voru óveruleg. Samanlögð em áhrif
áburðarskiptingar á uppskem neikvæð.
Prófuð vom áhrif misstórra skammta af N, P og K á vetrarrýgresi og vetrarrepju. Áhrifin vom litíl nema
helst að fosfór umfram venjulegan túnskammt gaf nokkum uppskeruauka.
í athugun kom í ljós að grænfóðumæpur með afskomu káli geymdust á þurmrn ffostlausum stað í a.m.k.
þtjá mánuði, en votverkun í útibing tókst alls ekki. Óskomar næpur fóm vel við heilfóðurgerð, en geymslutími í
óvörðum bing eftir upptöku var skammur.
INNGANGUR
Tilraunir með rasktun grænfóðurs hafa verið fastur liður í sumarstarfi Bændaskólans/Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri um langan tíma. Niðurstöður hafa verið birtar jafnharðan í til-
raunaskýrslum skólans þar til allra seinustu ár.
Ræktim, og þá um leið tilraunir í grænfóðurrækt, eru að mörgu leyti frábrugðin túnrækt. í
fyrsta lagi eru þær að sjálfsögðu einærar og lúta því öðrum lögmálum en ræktun fjölærra
tegunda. Tími fyrir vorverk er óviss og getur dregist lengi vegna bleytu eða spirun seinkað
vegna þurrka. Á hveiju ári verður að taka tillit til hugsanlegs illgresisvanda. Meindýr, kál-
fluga, getur valdið stórfelldum skaða í sumum tegundum. Beitardýr geta komist inn á akurinn
og gert mikinn usla á mjög skömmum tíma. Ekki þarf að taka tillit til næsta árs við ákvörðun
um nýtingu. Tegunda- og stofiiaval er miklu fjölbreyttara en í túnræktinni þar sem, a.m.k.
fram til þessa, hefur í raun varla verið nema um einn kost að ræða.
Nýtingin er líka með talsvert öðrum hætti. Ekki hefúr verið litið sérstaklega til kjörtíma-
hrifa nýtingarinnar, en útffá almennri þekkingu má ætla að þau sveiflist milli tegunda frá
mjög miklum (t.d. sumarrepja) og til lítilla (vetrarrepja). Almennt er orkugildið mjög hátt og
efast má um yfirfæranleika okkar venjulegu fóðurgildisgreininga, nema þá helst fyrir úr sér
sprottið grænfóður af grasaætt. Ekki mun þó fjarri lagi að orkugildi káltegunda á brúkhæfú
stigi sé nálægt 1 FEm/kg þe., en grastegunda 0,9 FEm/kg þe., sem sagt orkuríkt fóður.
Þá verður að nefna að þurrefiiismagn grænfóðurs hefúr veruleg áhrif á nýtingarmöguleika
þess. Almennt talað er þurrefhismagn káltegunda um 10-14%, en grastegunda undir 12-15%.
Hvort tveggja er talsvert háð sláttutíma, hækkar eftir því sem á líður. Til viðmiðunar er þurr-
efnismagn mjólkur um 12%, en Malts um 15%. Lágt þurrefnisstig minnkar át og gerir aðra
nýtingu en beit mjög þunga í vöfúm. Við votverkun verður mikið tap vegna frárennslis.