Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 29
27
hver er framtíðin?
Framtíðin í netvæðingu bænda er ótvirætt sú að hún á eftir að aukast. Símalínur og tengingar
munu batna, sítenging (ADSL) verður víða að veruleika og flutningsgeta verður margföld á
við það sem við þekkjum. Þetta opnar fyrir aukna möguleika i þróun heimasíðna og notkunar
á netinu. Þetta form upplýsingamiðlunar hentar vel fyrir landbúnaðinn og því þarf verulegur
hluti þess fjármagns sem ætlaður er til útgáfu að renna í þennan málaflokk. Gagnvirkni, hag-
ræn not og nýtingu bænda á möguleikum netsins þarf að auka, bæði fljótt og vel. í þessu sam-
bandi má sjá fyrir sér:
• skýrsluhald og skráning mun færast á netið, sbr. Worldfeng,
• gagnagrunnar landbúnaðarins verða opnir á netinu,
• „lifandi“ heimasíður,
• fjamám, endurmenntun,
• bankaþjónustu o.fl. viðskipti,
Hér á eftir ætlum við að koma aðeins nánar inn á þijú fyrst nefiidu atriðin.
SKÝRSLUHALD OG SKRÁNING, OPNIR GAGNAGRUNNAR
I dag geta bændur sinnt mjög takmörkuðum hluta skýrsluhalds búanna á netinu. Uppfletti-
möguleikar á gögnum búanna eru einnig ákaflega takmarkaðir. Undantekningin frá þessu er
Worldfengur, www.worldfengur.com, þar sem notendur geta skráð sig inn og flett upp og
skoðað nýjustu gögn á hveijum tíma. Aðrir gagnagrunnar eru lítt eða ekki aðgengilegir fyrir
bændur/notendur og upplýsingamiðlun háð því að ákveðnar síður/töflur séu uppfærðar af um-
sjónarmönnum síðnanna. Það eru ekki vinnubrögð til framtíðar. Bóndinn/notandinn á að geta
flett upp nýjustu gögnum sínum á hveijum tíma hvenær og hvar sem er í heiminum. Hann á
einnig að geta skráð, leiðrétt eða breytt sinum gögnum. Til þess að ná sem mestum notum út
úr hinum mörgu gagnagrunnum þurfa þeir að vera samtengdir og þar má sjá fyrir sér gagna-
grunna eins og;
• skýrsluhaldsgögn,
• niðurstöður hey-, jarðvegs- og mjólkurefiiagreininga,
• mjólkurvefi mjólkurbúanna,
• niðurstöður kjötmats úr sláturhúsum,
• sjúkdómagreiningar, meðhöndlanir, niðurstöður sýnatöku,
• einstaklingsmerkingar og búfjármörk,
• fasteignamat, landupplýsingakeríi og kortagrunn,
• skipulag j arða og sveitarfélaga,
• og fleira.
Hér er ekki um að ræða tæmandi upptalningu, enda er æskilegast að hún geti aldrei orðið
það, þar sem stöðug þróun á að vera raunin.
„LIFANDT* HEIMASÍÐUR
Heimasiður hafa tekið miklum breytingum í hönnun og uppsetningu síðustu mánuði og
jafnvel vikur. Stöðugt er leitað nýrra leiða til þess að gera þær aðgengilegri og einfaldari í
notkun. í dag er mun minna lagt upp úr glæsilegum forsíðum en áður og megináherslan færð
y& á upplýsingastreymið. Þetta sjáum við t.d. glöggt á fréttasíðum, sbr. www.mbl.is, og
síðum eins og www.bondi.is og www.landbunadur.is, þar sem fréttir og tilkynningar eru
birtar á forsiðu.