Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 153
151
og lífshættuleg áhrif hennar á kransæðakerfíð. í kjölfarið fylgdu kröfur neytenda um magrara
dilkakjöt, sem sífellt urðu háværari og hefur ekki linnt enn i dag. Um þetta leyti, og jafhframt
til þess að mæta vaxandi kröfum um magrara kjöt, var kynbótamarkmiðinu breytt og höfuð-
áhersla lögð á að minnka fitusöfiiun og auka vöðvavöxtinn, án þess þó að hið þéttholda
vaxtarlag breyttist. í þessu skyni var gerð samsett kynbótaeinkunn (substitution index) (Ama-
son, TH. og Thorsteinsson, S.S. 1982) eftir höfuðþáttagreiningu (principal components
analysis) á 20 útvortis- og þverskurðarmálum og valdir 7 eiginleikar sem best tengdust settu
kynbótamarkmiði. Þessir eiginleikar voru fituþykkt á síðu (J), flatarmál bakvöðvans
AxB/100, hlutfallið: ummál leggjarins á móti lengd hans (MC/ML), sem aðalþætti og þungi
netju, gæðaflokkun, klofdýpt (F) og dýpt bijóstkassans (TH) sem undirþættir. Höfúðþátta-
greiningin staðfesti að þegar áhrifum fallþungans hafði verið eytt var arfgengur breytileiki,
sem eftir stóð, rakin til mælinga sem best lýsa þroska fitu (J) vöðva (AxB) og beina
(MC/ML). Þar af leiðandi byggðist kynbótaeinkunn hrútanna á þessum þremur þáttum með
mismunandi vægi, J -25%, AxB +50% og MC/ML +25%, auk fallþunga, sem vóg +50% í
heildareinkunn hrútsins. Þessi kynbótaeinkunn var notuð um 10 ára skeið, en vegna ýmissa
orsaka, s.s. breytt kjötmats og síðar spamaðarráðstafana í fjármunum og mannafla, var
ákveðið að leggja hana niður þar til endurskoðun hefði farið fram. í staðinn var tekið upp að
meta kynbótagildi hrútanna m.t.t. kjötgæða eftir reiknuðum vefjahlutföllum skrokksins skv.
líkingum sem byggja á sambandi skrokkmælinga og síðar ómmælingum úr krufhingum við
heildarmagn fitu, vöðva og beina í skrokknum.
Höfúðþáttagreiningin leiddi ennffemur í ljós að innan hjarðarinnar væri að finna þijár
arfgerðir með mismunandi hæfi til vefjavaxtar. í fyrsta lagi snemmþroska fé, þ.e. þær skepnur
sem eru fljótari að ná því þroskastigi þegar skriður til fitusöfnunar er meiri en til vöðva-
söfhunar og einkennast af stuttum og tiltölulega mjóum legg, þ.e. lágfætt fé með ríka eigin-
leika til fitusöfhunar. í öðru lagi, seinþroska fé sem einkennist af löngum og fremur svemm
leggjum, þ.e. háfætt fé sem fitnar seint á vaxtarskeiðinu, og i þriðja lagi tiltölulega seinþroska
fé með stuttum leggjum en sverum, þ.e. lágfætt fé með litla fitusöfiiunareiginleika. Segja má
að þessar niðurstöður séu í fúllu samræmi við kenningar dr Halldórs, sem sýndi fram á að
bæði lögun og lengd ffamfótleggjar skipti höfúðmáli við úrval fyrir þykkholda fé, án þess þó
að hann gerði greinarmun á mismunandi arfgerðum innan lágfætta fjárins til fitu- og vöðva-
söfhunar, enda engin sérstök krafa gerð um vefjasamsetningu kjötsins á þeim tíma.
Augljóst var að siðastnefnda arfgerðin hentaði því kynbótamarkmiði, sem rætt hafði
verið um að taka upp, er kröfúr um fituminna kjöt fóru að gerast háværari, og mæta þeim með
framleiðslu á vöðvaþykkum dilkum með hóflegri fitu. Fyrsti hrúturinn sem sameinaði þessa
kosti og endurspeglaði
þessa arfgerð kom ffarn 1. tafla. Samanburður á afkvæmum Stramma og annarra hrúta í afkvæma-
í afkvæmarannsóknunum rannsókn 1984 við 16,0 kgfallþunga.
1984, en það var hrúturinn
Strammi 83-833 (Hest nr
812) (Thorgeirsson, S. and
Thorsteinsson, S.S. 1989).
Yfirburðir afkvæma hans í
nokkrum eiginleikum, sem
snerta vaxtarlag og fitu- og
vöðvasöfhun, yfir afkvæmi
annarra hrúta í rannsókn-
mni er sýndur í 1. töflu.
Strammi Aðrir hrútar (9) Hlutfallslegur samanburður, %
Tala afkvæma 17 116
Lærastig (0-5) 4,1 3,7 11,2
Legglengd, mm 112 111 0,8
Flatarmál bakvöðva (AXB), cm2 15,6 13,8 13,2
Þykkt síðufitu (J), mm Reiknaðir vefir 8,2 9,6 -11,2
Vöðvi, % 63,3 60,6 4,5
Fita, % 24,9 27,6 -9,7