Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 213
211
þátta. Svo virðist sem þessar línur mætist á mörkum fítuflokks 3 og 3+, en skrokkar sem fara í
flokka E3 og E3+ skila mestu til bóndans skv. 1. töflu og þar næst U3 og U3+. Það ber þó að
hafa sterklega í huga að kostnaðurinn á bak við ffamleiðsluna skiptir ekki síður máli. Hafí
miklu verið til kostað að framleiða lambið sem fer í fituflokk 3 eða 3+ verða nettó tekjumar
hugsanlega minni heldur en þegar lögð em inn léttari og fituminni lömb. Auk þess breyta
álagsgreiðslur sláturleyfíshafa á ákveðna flokka dæminu nokkuð, en að því verður vikið nánar
síðar.
1. tafla. Meðalverð á dilk í hveijuin flokki, meðalfallþungi í flokk og hlutfall af heildarframieiðslu í
slátrun september-október 2001. Miðað er við meðalverð nokkurra sláturleyfishafa en fallþunga og
flokkun yftr landið allt (Stefán Vilhjálmsson 2002 óbirt gögn).
m marnm
ste E 4.781 kr 16,0 kg 0,0% 5.328 kr 17,9 kg 0,1% 5.311 kr 19,4 kg 0,1% 4.556 kr 21,0 kg 0,0% 5.060 kr 23,3 kg 0,0%
m V 4.040 kr 13,6 kg 0,0% 4.645 kr 15,6 kg 1,0% 5.089 kr 17,1 kg 3,7% 5.089 kr 18,6 kg 2,8% 4.035 kr 20,4 kg 0,7% 4.418 kr 22,3 kg 0,1%
3.691 kr 13,0 kg 0,2% 4.339 kr 14,9 kg 14,6% 4.470 kr 16,3 kg 24,8% 4.421 kr 18,0 kg 7,4% 3.944 kr 19,9 kg 1,2% 4.245 kr 21,4 kg 0,1%
o : - 2.889 kr 11,8 kg 3,3% 3.899 kr 13,7 kg 28,1% 4.300 kr 15,7 kg 7,9% 4.332 kr 17,7 kg 0,8% 3.842 kr 19,4 kg 0,1% 4.117 kr 20,8 kg 0,0%
■m p ■ 2.519 kr 10,3 kg 2,2% 2.890 kr 11,8 kg 0,8% 3.577 kr 14,6 kg 0,0% 5.390 kr 22,0 kg 0,0%
Meðaldilkverð 4.196 kr Meðal fallþungi 153 kg Meðalverð á kg 274 kr
Almennt má segja að lömb sem hafa arfgerð til meiri þunga fullþroskuð vaxi hraðar og
hafí hærra vöðva- og beinahlutfall og minni fitu en lömb sem hafa arfgerð til minni þunga
fullþroskuð ef samanburður er gerður við sama lífþunga (Searle og Griffiths 1976, Wood o.fl.
1980). Hrútar byrja seinna að safha fitu en gimbrar, en þegar því stigi í þroskaferlinum er náð
bæta bæði kynin við sig fítu álíka hratt (Searle og Griffíths 1976). Almenna reglan er sú eins
og kemur fram í samantekt Sigurgeirs Þorgeirssonar (1987) á rannsóknum sem fóru fram á
Hesti 1977-1979 að við 16-24 vikna aldur er 40% af daglegum vexti fólginn í fitusöfnun. At-
hugunin var gerð á lömbum sem höfðu gengið á óræktaðri mýri ffarn að 16 vikna aldri og á
fóðurkáli í átta vikur eftir það. Ekki má samt gleyma því að allnokkrir bændur eru að ná
góðum tökum á að rækta fé sem getur náð miklum fallþunga og góðri gerð án þess að fitna
óhóflega. Þónokkur bú þar sem meðalfallþungi er á bilinu 16-18 kg hafa fituflokkun á bilinu
5-7 á tölulegum skala EUROP-kerfisins, sem svarar til þess að stór hluti lambanna fari í fitu-
flokk 2. Líklegt er að dijúgur hluti þessara lamba þyldi að fara yfir 20 kg fallþunga án þess að
fara i fituflokk 3+ og yfir (Jón Viðar Jónmundsson 2001).
Þegar skoðuð er flokkun og fallþungi eftir mánuðum má sjá að eftir því sem líður á
haustið má reikna með að sífellt léttari skrokkar fitufalli. Meðalfallþungi í fituflokki 3 í sept-
ember-október 2001 er 16,27 kg, en í nóvember er meðalfallþungi sama fituflokks kominn í
14,74 kg. í ágústslátrun 2001 er meðalvænleiki 14,58 kg og 60% dilka fara í fituflokka 1 og 2.
I september-október fara 50,24% dilka í sömu flokka og meðalvænleiki 15,3 kg en í
nóvember er meðalfallþunginn 14,31 kg og 39,02% dilka fara í fituflokka 1 og 2. í desember
er meðalfallið orðið 15,03 kg og 48,7% dilka fara í fituflokka 1 og 2 (Stefán Vilhjálmsson
2002, óbirt gögn). Hugsanleg skýring á því hve flokkun í desember er mikið betri en í
nóvember er sú að þeir sem lóga í nóvember eru með lömbin á misgóðum haga, en þeir sem