Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 246
244
ENN ER HOLLUR HEIMAFENGINN BAGGI
Á seinni árum hefur mikið verið fjallað um áhrif óheftrar markaðshyggju á landbúnað og
sveitabyggðir (28). Fræðimenn og áhugafólk um umhverfísmál benda nú í vaxandi mæli á að
sjálfbær þróun getur ekki dafíiað ef heimsvæðing í viðskiptum, nú undir forystu Heims-
viðskiptastofnunarinnar (WTO), heldur áfram að kynda undir stækkun borga, verksmiðju-
væðingu landbúnaðar og hrömun hefðbundins sveitabúskapar. Umhverfisáhrifin eru gífurleg,
t.d. ffá flutningi fóðurs og matvæla, m.a. vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra
áhrifa á ozonlagið. Sem dæmi má nefna að í Bretlandi var hvert tonn matvæla flutt 123 km að
meðaltali 2001, en sambærileg tala var 82 km 1978. Þá em Bretar að flytja út um 206.000
tonn kindakjöts og inn 194.000 tonn (29). Til dæmis má reikna með að útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda og orkunotkun við flutninga aukist hér á landi vegna stórfelldrar fækkunar slátur-
húsa og mun lengri flutninga sláturfjár en áður tíðkaðist. Eitthvað dregur það úr sjálfbæmi
sauðfj árræktarinnar, en þetta telst samt hagkvæmt enda em ekki allir kostnaðarliðir í dæminu
sem þar þyrftu að vera, þ.e. umhverfiskostnaður. Þegar ég ferðaðist um Nýfundnaland 1993
var ekki hægt að leggja þar lengur inn ull og eina svínasláturhúsinu hafði verið lokað. Allt
þurfti að flytja til annars ríkis, á landi og sjó, vegalengd sambærilegri leiðinni frá íslandi til
Færeyja (30). Þetta rifjast nú upp í ljósi þróunarinnar hér á landi á seinni árum. Ekki er það
sjálfbær þróun og því em bændur, með þá liffænu í broddi fylkingar, víða um lönd að benda á
kosti þess að snúa þróuninni við, a.m.k. að einhverju leyti. Að matvæla sé neytt sem næst
búinu, í héraði, næstu borg eða innanlands (31), að slátra dilkum heima í viðurkenndum
sláturhúsum á hjólum o.s.ffv. (32). „Græna“ hagffæðin sækir á þótt lítið bóli á henni hér á
landi, og Heimsviðskiptastofnunin, sem hingað til hefur sniðgengið umhverfis- og byggða-
sjónarmið, er undir þrýstingi ffá ýmsum öðmm alþjóðastofnunum, Evrópusambandinu,
félagasamtökum og einstaklingum. Vandaðri vinnubragða er krafist, þannig að ekki verði
stöðugt vísað á komandi kynslóðir duldum kostnaði við ffamleiðslu og markaðssetningu
„ódýrra“ matvæla, m.a. vegna álags á umhverfið, heldur endurspeglist hinn raunvemlegi
kostnaður í verði varanna (33). Islensk sauðfjárrækt er gott dæmi um búgrein sem hefur orðið
fómarlamb þessarar ósjálfbæm þróunar. Hún hefur m.a. átt þátt í því að neysla dilkakjöts á
mann hefur dregist saman hér á landi um 45% á undanfömum 25 ámm. Þó er um að ræða
afurðir sem hafa sterka ímynd vegna hreinleika, gæða og ffamleiðsluhátta hins dreifbæra
búskapar. Vissulega er þetta öfugsnúið í ljósi stefhumiða og viðleitni til sjálfbærrar þróunar í
samfélagi þjóða.
LOKAORÐ
Hér að ffaman hef ég drepið á ýmis atriði sem varða tengsl íslenskrar sauðfjárræktar við sjálf-
bæra þróun. Tilgreind hafa verið nokkur dæmi í þessu samhengi, sum jákvæð en önnur nei-
kvæð, til þess að bregða ljósi á stöðuna og stuðla að umræðum um ffamtíðarstefnu bú-
greinarinnar. Islensk sauðfjárrækt byggist á sterkum faglegum gmnni, íslenska sauðkindin
stendur fyrir sínu og það gera bændumir líka, sauðfjárbúskapurinn á að geta þróast í sátt við
umhverfið og hefur mikla möguleika til að vaxa og dafna í anda sjálfbærrar þróunar. Sauð-
fjárræktin hér á landi uppfyllir í raun öll helstu skilyrði sjálfbærrar þróunar, þ.e. þau umhver-
fislegu, félagslegu og hagrænu, og hægt er að gera betur, t.d. varðandi meðferð beitilanda. En
samt er staðan afar erfið, afkoman léleg og vaxandi hætta á byggðaröskun, m.a. vegna fækk-
unar sauðfjárbænda og samdráttar í ffamleiðslunni. Sumir kunna að segja sem svo að við
þessu sé ekkert að gera, þetta sé jafnvel eðlileg þróun í anda alþjóðavæðingar, eins konar
náttúmlögmál. En ég tel að því fari viðs fjarri þegar málin em skoðuð ofan í kjölinn. „Frí-
verslun er til góðs ef allur kostnaður er greiddur“ sagði Bandarikjamaðurinn Thomas Harding,