Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 197
195
Óttar Geirsson skrifar grein um heygæði í Handbók bænda 1995. Þar talar hann um að ef
bændur vilja ná sömu heygæðum á gömlum túnum og nýlegum þá verða þeir að sætta sig við
minni uppskeru, að magninu til, af gömlu túnunum í fyrsta slætti. Háarspretta geti svo bætt
upp minni uppskeru í fyrri slætti hjá gömlu túnunum. Munurinn er því sá að af nýlegu túni
fæst uppskeran í einum slætti, en það kostar tvo slætti að ná sömu uppskeru og gæðum af
gömlum túnum. Þetta virðist nokkuð einfalt, eitthvað meiri vélakostnaður, en samt hægt að ná
sambærilegum heyjum af gömlum túnum og nýlegum! Fyrir sauðfjárbúið liggur lausnin þá í
því að slá tvisvar þann hluta túnanna sem eiga að skila heyi til nota á mestu álagstímum og til
fóðrunar á lömbum. Gott og vel, en nefna má að háarspretta er ekki örugg þegar seint vorar
og beita þarf fénu lengi á túnin. Með tvíslætti minnkar líka haustbeitin á túnunum. Með því að
eiga stór tún má þó vel hugsa sér að friða einhvem hluta þeirra á vorin, svo næg úrvalsupp-
skera í tveimur sláttum verði ömggari. Þurfa margir sauðfjárbændur þá e.t.v. ffekar að stækka
tún sín en að hugsa um tíða endurvinnslu þeirra?
Hvemig hentar svo tvísláttur hinu eftirsótta vallarfoxgrasi? Ef vallarfoxgras er slegið einu
sinni og fremur seint, má búast við að það ríki um árabil, ef það sleppur við stóráföll. Ef aftur
á móti er slegið snemma og svo aftur síðar um sumarið hverfur vallarfoxgrasið úr túninu á
fáum árum (Jónatan Hermannsson 1985). Hlutdeild vallarfoxgras í þekju jókst ffemur en
minnkaði við beit, þó verulega dragi úr uppskem túnsins (Magnús Óskarsson 1981). Vallar-
foxgras virðist þola beit vor og haust mun betur en slátt fyrir eða um skrið. Það ætti því að
geta þrifist í túnum á sauðfjárbúum vegna beitarinnar, ef það er slegið skriðið og aðeins einu
sinni á sumri.
Reynsla bænda er sú að þekja vallarfoxgrass í túnum minnkar oftast hratt með hækkandi
aldri. Rannsóknir Guðna Þorvaldssonar (1994), á gróðurfari í íslenskum túnum staðfestu þetta
rækilega. í ársgamalli ræktun reyndist hlutdeild vallarfoxgrass að meðaltali 62,7%. Þegar
ræktunin var orðin 6-10 ára var hlutdeildin aðeins 19,2% og þegar árin em orðin 21-30 er
hún komin niður í 13,9%. Þetta sýnir hve hratt hlutdeild vallarfoxgrass fellur oftast fyrstu
árin, en síðan hægir á. Vallarsveifgras styrkir stöðu sína smásaman fyrsta áratuginn eftir að
vallarfoxgrasið víkur, en síðan fer hlutur þess einnig minnkandi. Hlutdeild túnvinguls er
ffemur lítil, nema í túnum sem em orðin 30 ára eða eldra eða mjög þurrlend. Það em hins
vegar snarrót og língresi sem mest auka hlutdeild sína þegar aldur ræktunar hækkar, einkum
þegar hún er orðin tvítug eða eldri. Þessar tvær síðasttöldu tegundir kallar Ríkharð Brynjólfs-
son (1991) raunar „hástigstegundir“ í þróun íslenskar óskemmdra túna. Þar á hann við að
þetta em þær tegumir sem munu ríkja í túninu um langan aldur ef það kelur ekki. Geta þessar
„hástigstegundir“ verið uppistaðan í heyforða á sauðfjárbúum og gefið heygæði til nota á
öllum hinum mismunandi fóðmnarskeiðum með því að slá hluta túnanna tvisvar? Gott ef svo
væri, því þá þarf ekki að endurrækta tún nema vegna kals eða bleytu/ófærðar, rekstrar-
kostnaður búsins lækkar.
Fyrir tæpum 20 ámm bar Bjami Guðmundsson á Hvanneyri (1984) saman mismunandi
grastegundir m.t.t. heyverkunnar og fóðurgæða til handa sauðfé. Grastegundir vom vallar-
foxgras (Korpa), vallarsveifgras þrír stofnar (Fylking, Holt og íslenskur stofn), túnvingull,
beringspuntur og snarrót. Heyið var verkað sem þurrhey. Talsverður munur kom fram á ffam-
leiðslugildi uppskem þessara tegunda (stofna). Þar skaraði ffam úr hinn blaðríki stofn af
vallarsveifgrasi, Fylking. Næst á eftir komu vallarfoxgras, beringspuntur og íslenska vallar-
sveifgrasið. Lakast standa svo túnvingull, vallarsveifgras (Holt) og snarrót. Þau fyrst töldu
aðallega vegna lítillar uppskem, en snarrótin skilaði uppskem en féð þreifst verst af henni.
Allar tegundimar vom slegnar á sama tíma og það hefur greinilega verið of seint fyrir snar-
rótina. Lingresi var því miður ekki með þama.