Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 157
155
Varðandi þverskurðarmálin þá eru stuðlamir á fyrra tímabilinu marktækir á tveimur
þáttum, vídd (A) og lögun bakvöðvans (B/A), sem í báðum tilfellum má rekja til styttingar
leggsins, þar sem þykkri vöðvi fylgir styttri leggjum og því breytist lögun vöðvans á þann veg
að hann þykknar miðað við víddina og verður egglaga. Á síðara tímabilinu eru þeir marktækir
á sömu þáttum, en með gagnstæðum formerkjum, þar sem vidd vöðvans hefur aukist,
jafiiframt því að hann hefur þykknað og flatarmál hans marktækt aukist, sem bendir til aukins
vöðvavaxtar.
Hins vegar ná stuðlamir fyrir fitumálin ekki að vera raunhæfir á hvomgu tímabilinu, en
em með neikvæðu formerki á báðum málunum á síðara, sem bendir til minnkandi fitu-
söfnunar.
Á fyrra tímabilinu má segja að fallþunginn hafi nánast staði í stað og má það teljast við-
unandi árangur, þar sem stytting beinanna hefur í för með sér léttari föll, ef þess er ekki gætt
að velja samhliða fyrir þunganum. Á hinn bóginn er stuðullinn marktækur á síðara tímabilinu,
sem bendir til að um fallþungaaukningu sé að ræða.
Eins og að ffaman segir var megin áherslan lögð á úrval fyrir þéttholda fé, án tillits til
vefjasamsetningar á fyrra tímabilinu, með því að stytta beinalengdina (legglengdina) og bæta
með því lærahold og lögun bakvöðvans (B/A), án þess þó að rýra fallþungann, en á því síðara
beinist úrvalið að auka vöðvavöxt og minnka fitusöfhun, án þess þó að það vaxtarlag, sem
valið hafði verið fyrir á fyrra tímabilinu, breyttist, né fallþunginn minnkaði.
ERFÐAFRAMFARIR
Til þess að meta þann árangur á erfðaffæðilegum grunni sem úrval fyrir auknum vöðvavexti
og fallþunga, en minnkandi fitusöfnun hefur skilað, var hafist handa nú í vetur að meta þær
erfðaffamfarir sem átt hafa sér stað ffá 1978-96. Til úrvinnslu, sem dr Ágúst Sigurðsson kyn-
bótaffæðingur annaðist, voru valdir þrír eiginleikar, sem allir skifta miklu máli fyrir ffamleið-
endur jafnt sem neytendur lambakjöts, en þeir eru: flatarmál bakvöðvans og fituþykkt á síðu,
bæði mæld á þverskurði skrokksins milli 12 og 13 rifs, og svo fallþungi. Þessi mál voru valin
vegna þess að þau hafa sannað sig að vera einhver besti mælikvarði á heildarvöðva- og fitu-
magn skrokksins sem völ er á (Thorsteinsson, S.S 1995).
Til úrvinnslu voru tiltæk 2686 hrútlömb öll fædd á Hesti 1978-96. Við uppgjörið voru ár
og lambategund (hér er átt við hvort lambið gekk undir sem einlembingur eða tvílembingur)
tekin sem föst áhrif og þverskurðarmálin leiðrétt að meðalfallþunga allra lamba, en fall-
þunginn leiðréttur að meðalaldri þeirra. Kynbótamat (BLUP lausnir) allra einstaklinga var
síðan reiknað á leiðréttum gögnum innan ára og erfðaffamfarimar metnar eftir aðhvarfi eigin-
leikanna á árin. Við kynbótamatið var notað arfgengið 0,48 fyrir fituþykkt á síðu, 0,50 á flat-
armál bakvöðvans og 0,23 á fallþungann, metin úr gögnum frá Hesti á þessu tímabili. Notuð
var ættemisskrá BÍ og ættemi rakið eins langt aftur og heimildir fundust fyrir hvert lamb.
bannig náði uppgjörið til 6574 einstaklinga (lamba, áa og hrúta) allt aftur til 1930, sem allir fá
þá kynbótamat fyrir þessa þijá eiginleika. Við úr-
vinnslu var notuð einbreytugreining, þ.e. hver eigin-
leiki keyrður einn í einu.
Niðurstöður uppgjörsins em sýndar í 4. töflu og
Ú4. og 5. mynd.
Niðurstöðumar sýna að úrvalið hefur tvímæla-
laust skilað árangri og fer hann hratt vaxandi ffá
1990, enda markviss unnið að tímgun einstaklinga
með hæfileika til lítilla fitu- og mikilla vöðvasöfn-
4. tafla. Árlegar erfóaframfarir árin 1978-
96 í fituþykkt á síðu (J), flatarmáli bak-
vöðvans (AxB/100) og fallþunga.
Eiginleikar Rauneiningar
Fituþykkt á síðu, mm -0,0790
Flatarmál bakvöðva, cm2 0,0662
Fallþungi, kg 0,0112