Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 295
293
RRÐUNRUTRFUNDUR 2002
Tap næringarefna og steinefna frá ræktarlandi
vegna afrennslis og útskolunar
Guðmundur Hrafn Jóhannesson og Bjöm Þorsteinsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Gerð var athugun á styrk næringar- og steinefna í afrennslisvatni af túnum á Hvanneyri. Sýni voru tekin annan
hvem dag á tímabilinu 18. maí - 6. nóvember 2001 og efnagreind m.t.t. heildarstyrks köfnunarefhis (N), fosfórs
(P), kalís (K), kalsiums (Ca), magnesíums (Mg), natríums (Na) og brennisteins (S). Einnig var mælt magn ólíf-
ræns köfhunarefnis (NH4-N+NO3-N) og fosfórs (PO4-P).
Niðurstöður gefa til kynna lágan styrk meginnæringarefha (N,P,K) yfir hásprettutíma, en hærra magns utan
þess tíma. Toppar í styrk efna í afrennslisvami falla saman við storm- og úrkomuviðri. Miklan breytileika í efna-
styrk, 23-faldan mun á hæsta og lægsta gildi á P og 255-faldan mun á há- og lággildi fyrir NO3-N+NH4-N má
skýra með stórviðmm utan vaxtartíma planma.
Styrkur Ca, Mg og Na jókst yfir sumartímann þegar raka- og hitastig í jarðvegi er hagfelldara örverustarf-
semi en annan tíma árs.
INNGANGUR
í jarðvegi er mikið magn efna bundið í lífrænum og ólífrænum efnasamböndum. Þar sem
jarðvegur er nýttur sem ræktarland bætist við árlega allmikið magn næringarefita í formi
áburðar. Ljóst er að aðeins hluti þeirra næringarefna sem borin eru á með líffænum og til-
búnum áburði nýtist plöntum (Mengel og Kirkby 1987). í núverandi ráðleggingum um notkun
áburðar hér á landi er gert ráð fyrir að áborinn fosfór nýtist til vaxtar plantna eða bindist í
jarðvegi, en mismikilli nýtingu kalís og köfhunarefnis eftir aðstæðum og áburðartíma
(Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson 1991, Heimasíða Hollustuvemdar 2001). Út-
skolun/affennsli er almennt talið vera minniháttar og ekki til skaða fyrir umhverfi. Jafitvel er
talið að hæfileg aukning næringarefna í sumum vatnasvæðum auki ffamleiðni þeirra (Friðrik
Pálmason o.fl. 1989). Þær athuganir sem gerðar hafa verið á úrskolun efita ffá votlendi
hérlendis benda þó til að um nokkra útskolun næringarefna sé að ræða (Friðrik Pálmason
1980, Sturla Friðriksson o.fl. 1978). Hérlendis heftir tap af ræktarlandi verið metið og er
áætlað vera 5-20% af ábomu N og um 2% af ábomu P (Friðrik Pálmason o.fl. 1989). Fyrir
utan næringarefnatap á ólíffænu formi úr jarðvegi er einnig um einhveija útskolun af líffænu
efni að ræða sem hefur í sér bundin næringarefni.
Uppmni þessara efha er að nokkru tengdur berggerð jarðgrunns, þar sem basalt er algengt
hérlendis, og veðrunarhraða hans sem hefur sýnt sig að vera tiltölulega hraður (Sigurður
Reynir Gíslason o.fl. 1996). Magn kalí, kalsíum og magnesíum í mýraijarðvegi hérlendis er
talsvert og ástæða til þess að ætla að það geti skolast úr jarðvegi eftir að framræsla hefur átt
sér stað (Amheiður Þórðardóttir og Þorsteinn Guðmundsson 1994).
Styrkur næringarefha sem ekki eiga upprnna í áburði, heldur í berggmnni landsins, er
talsverður í straumvatni og stöðuvötnum á íslandi. Hér er um að ræða nokkum fjölda frum-
efiia sem fmnast í íslensku bergi, t.d. natríum (Na), kalí (K), kalsíum (Ca), brennistein (S),
fosfór (P) og magnesíum (Mg) (Sigurður Reynir Gíslason og Stefán Amórsson 1988). Þar
sem jarðvegur er að nokkrum hluta, mismiklum eftir jarðvegsgerð, myndaður úr berggmnni
er áhugavert að kanna hve útskolun á þessu efnum er mikil úr ræktarlandi. Þegar jarðvegur er
framræstur og/eða tekin til ræktunar eykst loftun jarðvegsins og þar með lífsstarfsemi sem