Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 276
274
Eftir umbreytingu frá hefðbundnum búskap yfir í lífrænni búskaparhætti hefur bændum
fundist heilsufar gripanna betra með aukinni hreyfingu þeirra og almennt hraustari. Aðeins er
samt um vandamál með júgurbólgu og lambaskitu eða aðra hefðbundna sjúkdóma í sauðfé.
Reynt er að lækna dýrin með notkun hitakrema gegn júgurbólgu, eplaedik eða te frá soðnu
heyi á móti lambaskitu o.s.frv. Mjög mismunandi er hversu dýralæknar eru hjálpsamir við
ráðleggingar til lífrænna framleiðenda um sjúkdómavamir.
Nautgriparækl
Tvö bú framleiða lífræna mjólk til sölu. Afurðir annars fer beint til neyslu sem líffæn ný-
mjólk. Lífræn AB-mjólk er gerð úr afurðum hins búsins. Nokkrir hafa hug á að sækja um
vottun á slíki ffamleiðslu, sem og á nautakjöti.
Nautgripabændur hafa flestir þurft að breyta útihúsum sínum til þess að fá framleiðsluna
lífrænt vottaða vegna krafa um meira rými á hvem grip og til þess að tryggja daglega hreyf-
ingu. Geldneyti hafa oft aðgang að útisvæðum að vild, en mjólkurkúm er hins vegar yfirleitt
hleypt út 1-3 svar í viku og er útivistin háð veðri.
Algengast er að gefa rúllur sem gróffóður, eða hvorutveggja þurrt eða forþurrkað. Líf-
rænt ræktað grænfóður er notað á haustin, t.d. rýgresi, hafrar og repja sem og kartöflur. Kjam-
fóður er gefið samkvæmt reglum og eru margir með heimaræktað lífrænt bygg eða hefð-
bundið kjamfóður innan þeirra marka sem leyft er. Beitarþunginn má vera tveir gripir á
hektara og hefur því þurft að hafa aðgang að miklu beitarlandi eða skipuleggja vel beitina.
Eftir aðlögun að líffænni ræktun finnst flestum nautgripabændum heilsufar nautgripanna
hafa bamað. Doði er að mestu leyti horfinn, en aðeins ber á súrdoða og júgurbólgu. Reynt
hefur verið að meðhöndla t.d. júgurbólgu með hitakremum (mintu). Bæði ffumu- og gerlatala
hafa farið lækkandi. Meðalafurðir hjá bændum sem ffamleiða líffæna mjólk er á bilinu 3000-
4000 lítrar á ári. Afurðimar fara ekki allar i vottað ferli frá bóndanum heldur er hluta þeirra
blandað saman við hefðbundna mjólk í afurðarstöðvum. Samkvæmt kröfum heilbrigðisyfir-
valda er líffæna mjólkin gerilsneydd, en ekki fitusprengd sem er auðsjáanlegt á ijómalagi sem
myndast ofan á nýmjólkinni.
Það sem hefur hindrað nokkra ffamleiðendur í að fara yfir í líffæna mjólkurframleiðslu er
t.d. lítil vömþróun í greininni, sem og vandkvæði við flutning mjólkurinnar ffá ffamleiðanda
til afurðarstöðvar
Onnur bújjárrœkt
Framleiðsla i öðmm búfjárgreinum til sölu er mjög lítil. Þó em tvö bú sem ffamleiða líffæn
hænuegg til sölu, en enginn ræktar líffæna kjúklinga til kjötffamleiðslu ennþá.
Markaðsmál
Garðyrkjubændur sjá alveg um sína ffamleiðslu allt ffá upphafi til enda. Þeir ffamleiða, upp-
skera, pakka, merkja og selja sjálfir. Rekjanleikinn er 100% þar sem vömr em vel merktar
framleiðanda. Flestir kvarta undan því að geta ekki ffamleitt nóg! Markaðurinn er stór og
mikil eftirspum er eftir hvers kyns liffænt ræktuðu grænmeti.
Sauðfjárbændur upplifa lítinn áhuga hjá afurðastöðvum og virðist vanta áhuga á
markaðssetningu vörunnar. Ástæðan er væntanlega sú að flestir telja allt lambakjöt hérlendis
með háa hreinleikaímynd samanborið við ffamleiðslu margra aðrar þjóðir. Lífrænt ræktað
lambakjöt sem ekki hefur selst erlendis hefur að hluta til verið selt á innanlandsmarkað sem
hefðbundið kjöt og vinnsla líffænna afurða verið rekin með halla.
Mjólkurffamleiðendur una sínum hag ágætlega. Þeim fmnst þó sárt að hluti ffam-
leiðslunnar sé blandað í hefðbundna mjólk fyrir sölu. Þannig þyrfti að auka mjólkurvöm-
úrvalið, sem og að bæta aðgengi áhugasamra bænda að koma inn með sinar afurðir.