Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 216
214
ágúst eftir aðstæðum, til að auka vænleika, séu lömb þá ekki orðin svo þroskamikil að þau
fitni óhóflega, en þá væri skynsamlegra að slátra þeim fyrr. Þar sem lömbum, fæddum á
hefðbundnum sauðburðartíma og slátrað í ágúst kann að vera hægt að ná nægum vexti með
grænfóðri sem væri tilbúið um miðjan júlí. Mætti þar nota t.d. sumarrepju eða sumarrýgresi.
Ekki er ástæða til að ætla að snemmfædd lömb sem ganga á þurrlendum úthaga þuríí græn-
fóðurbeit til bötunar þó þeim sé slátrað í ágúst, þar sem þau eru orðin nokkuð eldri.
Æskilegt er að lömb sem beitt er á grænfóður hafi aðgang að úthaga eða túnspildu. Það
dregur t.d. úr hættu á skitu og álfabruna. Hafa ber í huga að mikil hætta er á ormasmiti í landi
sem beitt hefur verið fyrr um sumarið eða vorið og þá verður árangur af háarbeitinni ekki
góður. Ef kostur er á að friða land fyrri hluta árs, hvað þá í heilt ár, sem beita skal að hausti
verður árangurinn góður. Samkvæmt samanburðartilraunum á Hesti 1979 (Halldór Pálsson
o.fl. 1981), þar sem borin var saman háarbeit og kálbeit, kom í ljós að framfarir lamba á
ffiðari há og kálbeit voru jafh miklar, eða 2-3 kg i fallþunga á 34 döginn. Þar sem hins vegar
var beitt á há sem hafði verið beitt fyrr um sumarið var árangurinn mun lakari þó uppskera
væri næg. Beit fyrr um sumar rýrir verulega fóðurgildi gróðursins eins og ffam kom í til-
rauninni á Hesti og líkur á ormasmiti verður meiri.
Innifóðrun sláturlamba aö hausti
Að mörgu er að hyggja við innifóðrun lamba. Hún er vandasöm og ef ekki er lögð alúð í
verkið kann að fara svo að lítið annað en kostnaður hljótist af (Anna Margrét Jónsdóttir
2001).
í rannsóknum sem gerðar hafa verið á vexti sláturlamba á innifóðrun yfir veturinn hefur
raunin verið sú að lömb vaxa hægt ffaman af vetri, en taka við sér þegar dag tekur að lengja.
Með góðri fóðrun er hægt að ná allt að 100 g þyngingu (lífþungi) á dag, en raunhæft er að
reikna með þyngingu á bilinu 50-100 g á dag. Prótein er mjög takmarkandi þáttur fyrir vöxt
lamba og hefur jafnan náðst meiri vöxtur með hækkandi AAT í fóðri (Jens Ó. Jespersen o.fl-
1993 óbirt gögn, Ólöf B. Einarsdóttir 1994, Bragi L. Ólafsson og Emma Eyþórsdóttir 1996,
Sveinn Hallgrimssono.fi. 1999).
Lykilatriði er að gefa lömbum ormalyf þegar þau eru tekin á hús og einnig verður að
gæta vel að hníslasmiti sem getur magnast upp þegar lömb koma á hús (Emma Eyþórsdóttir
og Jóhannes Sveinbjömsson 2001). Fjölvítamíngjöf virðist einnig geta haft jákvæð áhrif á
vöxt (Sveinn Hallgrímsson 1994).
I erlendri rannsókn var sýnt ffam á að aukið ljósmagn yfir háveturinn hefur jákvæð áhrif
á vaxtarhraða lamba (Hanson og Slyter 1998). Þetta kemur heim og saman við athugun
Stefáns Sch. Thorsteinssonar og Sigvalda Jónssonar (2000), en þeir fengu að meðaltali 1,3 kg
fallþungaaukningu við það að láta loga flúorljós yfir lömbum allan sólarhringinn á tímabilinu
ffá 22. nóvember til 13. mars.
Bjami Guðmundsson og Guðmundur Hallgrímsson (1998) komust að þvi að þurrkstig
heys virðist skipta miklu máli fyrir átlyst lamba. Þeir fóðmðu tvo hópa sláturlamba, ffá 14.
október ffam til slátrunar 17. desember, á annars vegar blautri (35% þe.) og hins vegar for-
þurrkaðri (63% þe.) óáborinni há. Lömbin fengu hey að vild og var talsverður munur á heyáti
í hópunum. Lömbin á forþurrkuðu hánni átu um 200 g meira þurrefni á dag og þyngdust um
85 g/dag á móti 37 g/dag hjá lömbunum sem fengu blautari hána.
Síðastliðið haust var farið af stað með innifóðrunartilraun með sláturgimbrar í Skaflár-
hreppi. Þrir bændur í Skaftártungu i samstarfí við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og
Búnaðarsamband Suðurlands fóru af stað með þessa tilraun. Markmiðið með henni var að
meta verðmætaaukningu sem verður við innifóðrun sláturlamba að hausti og ffam eftir vetri.
Kanna átti áhrif mismunandi fóðrunar á vefjahlutfoll sláturlamba með hliðsjón af EUROP