Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 132
130
Eftirfarandi ensím eru nú skráð hjá ESB og leyfð hér á landi til notkunar í fóður: 3-fyt-
asi, alfa-amýlasi, alfa-galaktósíðasi, fjöl-galaktúronasi, endó-l,4-beta-glúkanasi, endó-1,3(4)-
beta-glúkanasi, endó-l,4-beta-xýlanasi og súbtilisín. Þó ensímin sem leyfð eru séu tiltölulega
fá þá er fjöldi örvera sem þau
ffamleiða mikið meiri og
þannig eru afbrigði ensím-
anna mikið fleiri en
tegundimar. Hvert afbrigði
verður að skrá fyrir sig, fyrir
hvaða dýrategund eða flokk
dýra það er leyft og hver
ensímáhrifin megi vera. Þær
örverur sem nota má til fram-
leiðslu þessara ensíma em
taldar upp í 1. töflu.
Hér á landi er heimilt að nota nokkrar tegundir 3-fýtasa í fýtinauðugar fóðurblöndur, t.d.
þær sem innihalda kom (maís, bygg, hveiti), tapíóka, olíuffæ og belgjurtir. Þetta á þó ein-
göngu við um fóðurblöndur fyrir einmaga dýr, s.s. svín, hænsni og kalkúna. Endó-l,4-beta-
glúkanasi og endo-l,3(4)-beta-glúkanasi má nota í fóðurblöndur sem em auðugar af fjöl-
sykmm öðmm en sterkju (einkum beta-glúkönum), t.d. þær sem innihalda mikið af maís og
byggi, fyrir svín og hænsni. Endó-l,4-beta-xýlanasar em líka leyfðir í fóðurblöndur auðugar
af fjölsykmm öðmm en sterkju (einkum arabínoxýlönum), t.d. þær sem innihalda mikið af
hveiti, fyrir svín og hænsni. Alfa-galaktósíðasi er leyfður í fásykruauðugar fóðurblöndur fyrir
eldiskjúklinga, t.d. þær sem innihalda yfir fjórðung af sojamjöli, baðmullarffækökum og
ertum. Alfa-amýlasa má einvörðungu nota í svínafóðurblöndur sem em ætlaðar fyrir kerfi þar
sem fljótandi fóður er gefið og innihalda sterkjuauðug fóðurefni, t.d. mikið af hveiti.
Einnig má nota ýmsar blöndur af þessum ensímum í fóður, þær em einnig aðeins leyfðar
fyrir vissar tegundir einmaga dýra og vissar tegundir fóðurblandna. Það skal því ítrekað að
ensím og ensímblöndur em aldrei leyfðar almennt í fóður fyrir búfé, t.d. em engin ensím
leyfð í fóður fyrir sauðfé, hross, eldisfisk eða gæludýr.
Það er misjafiit eftir
dýrategundum hvaða ör-
vemr má nota í fóður-
blöndur (2. tafla). Þannig
má t.d. eingöngu nota
Lactobacillus farciminis í
fóðurblöndur fyrir mjólk-
urgrísi, en Bacillus cereus
má nota fyrir hænsni, kal-
kúna, kanínur, svín og nautgripi aðra en mjólkurkýr. Sama er að segja um notkun örvera og
ensíma að yfirleitt er notkunin háð aldri, eldisstigi og framleiðslu.
Vegna aukinnar þekkingar og þrýstings ffá fóðurfyrirtækjum má reikna með að leyft
verði að nota örvemr og ensím í fóður fyrir fleiri dýr á EES svæðinu i framtíðinni.
2. tafla. Örverur skráðar til notkunar í fóður á íslandi.
Ætthvísl Tegund
Lactobacillus casei farciminis rhamnosus
Bacillus cereus subtilis licheniformis
Enterococcus faecium
Saccharomyces cerevisiae
Pediococcus acidilactici
1. tafla. Örverur skráðar til framleiðslu ensíma til notkunar i fóður á
Islandi.
Ætthvísl Tegund
Trichoderma longibrachiatum viride reesei
Aspergillus niger oryzae acleatus
Bacillus amyloliqyefaciens subtilis
Geosmithia emersonii
Penicillium funiculosum
Humicola insolens