Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 160
158
og fituþykktar á síðu. Eins og mörgum er kunnugt hafa vel vaxin, vöðvamikil og fitulítil foll,
einkum undan hrútum af Strammaættinni, verið felld í núverandi mati úr effi gæðaflokkum
vaxtarlagsmatsins (E og U) og er viðkvæðið jafnan að ffambyggingunni sé ábótavant. Þessi
galli, eins og talað er um, er í rauninni enginn galli og stafar eingöngu af því að þessi föll hafa
til muna þynnri síðufitu og fylla því ekki eins með fituþykktinni upp í hvilftina aftan við
bógana, en hafa þó vel lagaðan og hlutfallagóðan ffampart. í staðinn eru þau felld í mati, en
fituhlunkunum hampað í verðmeiri flokka á kostnað kjötgæðanna og jafnvel kynbótanna í
landinu. Því vaknar sú spuming hvort ekki sé rétt að endurskoða matið á þessum hluta
skrokksins, þar sem hann er verðminni en hryggur og læri.
Þegar meta skal, hvort hér sé um miklar eða litlar erfðaffamfarir að ræða er nokkuð erfitt
um vik, þar sem ekkert slíkt mat, á sambærilegum eiginleikum, er til á íslensku fé. Erlendis,
einkum í Skotlandi og Nýja-Sjálandi, hafa verið gerðar sérstakar úrvalstilraunir, oftast innan
fjárkynja, sem ýmist lúta að því að velja gegn fitusöfhun og á sama tíma með vöðvavexti og
lífþunga, en í öðrum gegn og með fitusöfnun eða eingöngu gegn fitusöfnun, ýmist háð eða
óháð þunga. Úrvalið byggir á mælingum á fituþykkt yfir bakvöðvanum og á þykkt bákvöðvans
mælt með ómsjá á 3. spjaldhryggjarlið og eru eiginleikamir oftast sameinaðir í eina kynbóta-
einkunn (index) sem valið er eftir, þar sem hver eiginleiki hefur sérstakt hagffæðilegt vægi
með jákvæðum eða neikvæðum formerkjum eftir því sem við á. Sérstakur hópur, þar sem
ekkert úrval fer ffam, er hafður sem viðmið og erfðaffamfarir miðaðar við hann. Flestar þess-
ara tilrauna hafa farið ffam eftir 1980, þegar kröfúr um magrara kjöt fara að gerast háværari,
og eftir að ómsjáin kemur til sögunnar sem tiltölulega öruggt hjálpartæki við mælingar á fitu-
og vöðvaþykkt á lifandi fé. Eins og gefúr að skilja eru niðurstöður úr þessum tilraunum engan
veginn samanburðarhæfar við þær sem hér birtast, en engu að síður skal hér drepið á fáeinar.
í úrvalstilraun við Skosku Landbúnaðarháskólana 1985-94 á Suffolk fé, þar sem valið
var gegn fituþykkt og með vöðvaþykkt og lífþunga að jöfnum aldri (150 daga) eftir kynbóta-
einkunn með vægi +3 fyrir bakvöðvaþykkt og -1 fyrir fituþykkt á hvert kg lífþunga í stöðluðu
umhverfi, reyndust erfðaffamfarimar á 9. ári (1994), miðað við viðmiðunarhópinn á sama ári,
4,88 kg í lífþunga, -1,1 mm í fituþykkt og + 2,8 mm í vöðvaþykkt. Árlegar erfðaffamfarir,
reiknaðar sem aðhvarf kynbótaeinkunnar á ár, reyndist 0,586 kg í lífþunga, 0,301 mm í
vöðvaþykkt og -0,09mm í fituþykkt. Þetta samsvarar því að árlega aukning í heildar-vöðva
skrokksins hefúr numið um +233 g og heildar-fitan um +93 g (G. Simm o.fl. 2002, persónu-
legar upplýsinga).
í níu ára úrvalstilraun á Dorset Down fé í Nýja-Sjálandi á sömu þáttum og áþekka kyn-
bótaeinkunn reyndust erfðaffamfarimar nema +11% í lífþunga, +7% í fallþunga, -15% í
heildar-fitu og +4% í heildar-vöðva skrokksins (Young o.fl. 1999).
í annarri úrvalstilraun ffá Nýja-Sjálandi ffá 1981-1992 (C.A. Morris o.fl. 1997) með
Coopworth fé, þar sem eingöngu var valið fyrir fituþykkt á baki í tvær áttir, bæði með og á
móti, reyndust erfðaframfarir, við jafnan lífþunga, í þeim hópi sem valið var fyrir minni fitu-
þykkt -1,03 mm og hjá þeim sem valið var fyrir aukinni fituþykkt +2,50 mm, miðað við með-
altal viðmiðunarflokksins tvö síðustu ár tilraunarinnar. Jafnffamt var rannsakað hvaða áhrif
úrvalið hefði á ýmsa aðra eiginleika fjárins yfir þessi 11 ár. Sú rannsókn leiddi í ljós að úrval,
hvort sem valið var fyrir minni eða meiri fitu, hafði óvemleg áhrif á þykkt bakvöðvans, hins
vegar minnkaði síðufitan (mæld með ómsjá á 12. rifi, sambærilegt við síðufitu mælda á
fallinu) allvemlega, eða um 1,18 mm, þegar valið var gegn bakfitunni, enda sterk erfðafylgni
milli fitumálanna (sjá 5. og 12. töflu). Úrvalið hafði ennffemur áhrif á þunga ánna, mældan á
ýmsum tímum, allt ffá fæðingarþunga til þunga við u.þ.b. 2 ára aldurs og vom áhrifin öll á
sama veg, þannig að við úrval fyrir meiri fitu urðu æmar léttari, en þyngri við úrval gegn fitu.