Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 300
298
RfiÐUNRUTRFUNDUR 2002
íblöndunarefni til að auka flot mykju
Ríkharð Brynjólfsson
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
ÁGRIP
Prófað var hvort auka megi þjálni (flot) mykju með íblöndunarefnum sem hér eru á markaði. Annars vegar eru
eru efhin Penac og Silolit, sem eru finmalað kvartsduft, og Örflóra, sem er örverublanda. Efnunum var blandað í
mykju á 120 lítra plasttunnum og metin þjálni eftir geymslu.
Öll efnin virtust auka þjálni mykjunnar eitthvað, en á mismunandi hátt í tveim athugunum. Ekki fannst
munur á lykt úr mykjunni.
INNGANGUR
Undanfarin misseri hafa verið á markaði efiii sem ætluð eru til íblöndunar í mykju. Notkun
þeirra á að auka þjálni mykju og koma í veg fyrir myndun skánar. Auk þess eiga þau að auka
næringargildi mykjunnar. Ymsir bændur hafa prófað efiiin og gefið yfirlýsingar um jákvæðan
árangur hvað þjálni varðar, ekki síst í fleytiflórum. Einnig visa seljendur til jákvæðrar reynslu
erlendis. Efnin eru þessi í stafrófsröð, og er lýsing þeirra byggð á upplýsingum seljenda en
ekkert mat er lagt á þær upplýsingar:
• Penac G-1140 er ein af mörgum hliðstæðum vömm sem framleiddar em af
svissneska fyrirtækinu PLOCHER. Þau em að stofiii til ýmist fínmalað kvarts eða
kalk, sem er lífmagnað með aðferð sem framleiðandinn hefur einkaleyfi á. Lífmögn-
unin verður til þess að íblöndun efnisins örvar súrefniskrefiandi örvemr í mykjunni.
Penac G-1140 er af framleiðendum ráðlagt fyrir svínamykju, en seljandi ráðleggur
að heQa meðferð með þessari gerð en fara síðan að nota aðra mildari (Penac G-
1040). Seljandi Penac er Vélaval í Varmahlíð.
• Silolit plus er sérmeðhöndlað kvartsduft, en meðhöndlunin er ekki skýrð nánar.
Efnið kemur af stað ferlum í mykjunni sem geri hana einsleitari og hún fljóti þess
vegna betur. Efnið er viðurkennt til notkunar í lífrænni ræktun í Danmörku, Noregi
og Finnlandi. Silolit er selt af Mosraf, Urðarholti 4, Mosfellsbæ.
• Örflóra er fljótandi blanda af 4 bakteriustofhum sem allir em algengir í náttúmnni
og er erlendis selt undir nafninu Microzyme sem hreingemingarefhi. Efnið hefur
verið tekið til skoðunar af yfirdýralækni og hann leyft notkun þess til blöndunar við
búfjáráburð í haughús. Seljandi Örflóm er Framtak, Dalshrauni 1, Hafnarfirði.
Öll em efnin notuð í mjög smáum skömmtum, ráðlagt magn af Penac og Silolit er 1
kg/100 tonn, eða 1/100.000, og af Örflóm er ráðlagt 1-2 lítrar í sama magn. Skammtastærðir í
athugununum vom ákveðnir af seljendum og vom 10-100 sinnum stærri en við notkun í
stærri stíl.
NIÐURSTÖÐUR
Virknin var metin i tveim athugunum og með sömu aðferð. Hveiju efni var blandað í mykju í
tvær 120 1 tunnur og tvær tunnur vom án íblöndunar. Eftir geymslu vom tunnumar losaðar í
fiskikör og hrært i þar til mykjan var orðin jöfh. Metið var hvort einhveiju munaði i því hve
erfitt var að hræra mykjunni upp. Upphrærð mykja var sett í rör, 12,5 sm í þvermál og 47 sm
hátt, sem stóð á sléttri plötu. Rörinu var lyft og þvermál dellunnar mælt (sigmál). Þá var
mældur rennslishraði gegnum op.