Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 135
133
synleg ensím til að bijóta niður þessar fjölsykrur er nýting þeirra að óbreyttu mjög léleg og
auk þess geta þau beinlínis haft neikvæð áhrif á meltinguna og nýtingu annarra fóðurefna.
Einföld regla varðandi þessa tegund ensíma er að glukanasar nýtast best í fóðri sem inni-
heldur mikið af byggi og xylanasar í fóðri sem byggir aðallega á hveiti og rúgi.
Maís inniheldur lítið af sterkjulausum fjölsykrum og yfirleitt er talið að nýting hans sé
svo góð að ástæðulaust sé að reyna að bæta hana með notkun ensíma. Þó benda nýlegar niður-
stöður tilrauna til að á vissum vaxtarskeiðum getur dregið úr þessari nýtingu, t.d. hjá ungum
ffá 4 til 21 daga aldri. Það getur því verið ástæða til að athuga nýtingu amýlasa í fóðrið á
þessum tíma, sérstaklega í blöndu með próteinensím og fýtasa ef plöntuprótein, s.s. sojamjöl,
er notað.
EINMAGA DÝR
Erlendis er ýmiskonar komvara aðalorkugjafinn og olíufræ aðalpróteingjafmn í fóðri ýmissa
tegunda búfjár, sérstaklega einmaga dýra. Sem dæmi má nefna að bygg og hveiti ásamt soja-
mjöli er mikið notað í Evrópu, en í Bandaríkjunum er maísnotkun meiri og fleiri tegundir
plöntupróteina algengar fyrir svín og alifugla.
Hér á landi notum við tiltölulega mikið af maís, töluvert meira en t.d. á hinum Norður-
löndunum, og í stað plöntupróteina notum við aðallega fiskimjöl. Hvað það verður lengi er
ekki vitað, því með auknum takmörkunum á notkun kjöt- og beinamjöls og fiskimjöls fyrir
hefðbundið búfé og aukinni samkeppni á markaðnum eykst þörfin fyrir ódýrt fóðurhráefni.
Þrátt fyrir að mikið hafi verið gert af rannsóknum með ensím og örverur fyrir einmaga dýr
er oft ósamræmi milli niðurstaðna, auk þess er reynsla af notkun þeirra misjöfn. Ástæðan getur
verið vanþekking á því við hvaða aðstæður þessi aukefni hafa hámarks áhrif. Einnig er mikil-
vægt að nota rétt magn í fóðrið, en það fer m.a. eftir aldri dýranna og samsetningu fóðursins.
Við eðlileg skilyrði er erfitt fyrir fóðurörverur að ná yfirhöndinni í meltingarvegi ein-
maga dýra. Þegar náttúruleg örveruflóra hefur raskast vegna veikinda eða annarra þátta, s.s.
vegna sýklalyfja, eru fóðurörverur mjög virkar í að koma eðlilegri starfsemi aftur á stað. Það
er því líklegt að fóðurörverur hafi aðeins áhrif á innyfla örverur þegar starfsemi þeirra er ekki
upp á það besta. Þetta getur átt sér stað hjá einstaka dýrum eða hluta þess hóps sem verið er
að ala, s.s. þegar fóðrun er ekki er rétt, skipt er um fóður eða utanaðkomandi álag á sér stað.
Örverur í fóðri geta því haft fyrirbyggjandi áhrif og verið einskonar trygging gegn áföllum.
bað má því reikna með að stöðugleiki í eldinu aukist við notkun þeirra, ónæmisviðbrögð auk-
ist og minni hætta verði á að dýr veikist og drepist. Einnig á að vera auðveldara að ná jafnri
sláturstærð sem oft er meginatriði, t.d. í kjúklingaeldi. Þetta er útskýrt á 1. mynd sem sýnir
lækkað frávikshlutfall innan eldishóps, þannig að sláturþunginn er jafnari og fleiri kjúklingar
ná kjörþunga við slátrun þegar ensím eða örverur eru notaðar.
Kjúklingar eru viðkvæmir fyrir mörgum andnæringarlegum þáttum i fóðrinu og svara
þess vegna vel notkun fóðurensíma, s.s. beta-glúkanösum fyrir bygg, pentósanösum fyrir
hveiti og rúg og fýtösum fyrir fýtat. Fóðurensím gera minna gagn hjá varphænum en holda-
kjúklingum. Þó hafa ensím dregið úr hættu á niðurgangi, aukið varp og bætt fóðumýtingu
þegar Qölensím eða ensímblöndur hafa verið notaðar í fóðrið. Almennt má reikna með meiri
ávinningi af því að nota ensím og örverur í fóður fýrir alifugla en fyrir svín og meiri ávinning
hjá yngri dýrum en eldri.
Vegna þess að svín eru ekki eins viðkvæm fyrir andnæringarlegum þáttum í fóðrinu og
kjúklingar eru þau ekki eins líkleg til að sýna ær viðbrögð við fóðurensímum og
fhglamir. Áhrif fóðurensíma em jákvæðust hjá unggr og eins og hjá alifuglunum hafa
ensímblöndur meiri áhrif en einstök ensím.