Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 315
313
RflÐUNRUTAFUNDUR 2002
Uppruni og erfðabreytileiki norrænna sauðfjárkynja
Emma Eyþórsdóttir1, Miika Tapio2, Ingrid Olsaker3, Juha Kantanen2,
Ilona Miceikiene4, Lars-Erik Holm5 og Sven Jeppson6
'Rannsóknastqfnun landbúnaðarins
'Agricultural Research Centre, Jokioinen, Finnlandi
3The Norwegian School ofVeterinary Science, Oslo, Noregi
4Lithunian Veterinary Academy, Kaunas, Litháen
5Danish Institute of Agricultural Sciences, Tjele, Danmörku
6Jordbruksverket, Jönköping, Svíþjóð
YFIRLIT
Greint er frá rannsóknum á erfðabreytileika í norrænum og norður-evrópskum sauðfjárkynjum, sem miða að því
að afla upplýsinga sem geta nýst við ákvarðanir um varðveislugildi og ræktun þessara kynja. Upprunaleg fjárkyn
á þessu svæði tilheyra flest stuttrófufé, sem er léttbyggðara en bresk holdakyn. Verkefninu er ekki lokið og er
einungis greint frá nokkrum bráðabirgðaniðurstöðum.
INNGANGUR
Norræn sauðfjárkyn tilheyra Norður-evrópsku stuttróíufé og eru talin skyldari stuttrófufé í
Evrópu en öðrum fjarlægari sauðfjárkynjum. Sum þessara sauðfjárkynja eiga langa sögu sem
nytjastofnar og blöndun við önnur kyn hefur verið tiltölulega lítil. íslenska sauðféð tilheyrir
þessum flokki. Gömlu norrænu kynin eru fijósöm og harðgerð, en tiltölulega léttbyggð og
hafa því vikið fyrir þyngri og holdameiri kynjum t.d. í Noregi, þar sem sauðfjárframleiðslan
byggist að miklu leyti á stofhum sem ræktaðir eru út frá innfluttu bresku sauðfé.
Norræni genbankinn fyrir búfé (NGH) hefur staðið fyrir rannsóknum á erfðabreytileika í
norrænum kúakynjum, sem nú er lokið (sjá t.d. Emma Eyþórsdóttir 2000, og heimildir sem
þar er vitnað til) og í ffamhaldi af því var hafist handa við undirbúning á hliðstæðum
rannsóknum á norrænu sauðfé. Slíku verkefhi var hrundið af stað árið 1999 og er nú unnið að
uppgjöri á niðurstöðum þess. Verkefnið er víðtækt samstarfsverkefni stofnana á öllum Norð-
urlöndunum með þátttöku aðila í Eystrasaltslöndunum þremur, ásamt Færeyjum og Græn-
landi. Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga sem
nýtast til að meta vemdunargildi sauðfjárstofna í þátt-
tökulöndunum og geta jafhframt komið að gagni við
skipulagningu ræktunar og nýtingar þessara stofna.
EFNIVBÐUR OG AÐFERÐIR
Safnað var blóðsýnum úr sauðfé af 32 stofnum eða
erfðahópum (samtals 923 kindur) á öllum Norður-
löndunum, Eystrasaltslöndunum, Færeyjum, Græn-
landi, Eystrasaltslöndunum og Rússlandi. Dreifing
sauðfjárkynjanna er sýnd í 1. töflu. Hér á landi voru
tekin sýni af forystufé og venjulegu íslensku sauðfé.
Samtímis sýnatökunni voru skráðar upplýsingar
um helstu einkenni og eiginleika hvers fjárstofns
(þyngd, fijósemi, ullarlag, liti, homalag, rófulengd),
1. tafla. Dreifmg sauðfjárkynja í rann-
sókninni, flokkað eftir rófulengd.
Land Stuttrófukyn Langrófukyn
Island 2
Grænland 1
Færeyjar 1
Noregur 4 5
Svíþjóð 6 1
Danmörk 3
Finnland 3
Rússland 2
Eistland 1
Lettland 1
Litháen 2
Samtals 20 12