Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 263
261
Nú er nýlokið tilraun á Tilraunastöðinni á Korpu þar sem rannsakað var hversu vel
vallarfoxgras hentaði sem svarðamautur með hvítsmára i samanburði við vallarsveifgras.
Mæld voru áhrif misstórra steinefhaskammta og þrenns konar sláttumeðferða á uppskeru og
endingu.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐER
Undrom hvítsmára (6 kg ha'1) var sáð í blöndu með Öddu vallarfoxgrasi (15 kg ha-1) og
Fylkingu vallarsveifgrasi (18 kg ha'1) á Tilraunastöðinni á Korpu vorið 1995. Áburður við
sáningu var sem svaraði 50 kg N ha"1 í Græði la. Sláttumeðferð var þrenns konar: T1 (20.
júní, 10. júlí, 30. júlí, 20. ágúst); T2 (30. júní, 20. júli, 10. ágúst); T3 (10. júlí, 30. júlí, 20.
ágúst). Áburðarliðir voru 4 (20P, 40P)X(30K, 70K). Allir reitir fengu 20 kg N ha'1 í Kjama að
vori og sama skammt milli slátta. Vallarfoxgrasreitir vom fyrst slegnir vorið 1996. Þá vom
vallarsveifgrasreitimir hins vegar það gisnir að ástæða var talin til þess að sá í skellur og bíða
með að slá þá þar til ári seinna. Þurrefnisuppskera var mæld við hvem slátt og greind í smára
og gras. Tilrauninni lauk með einum slætti 11. júlí 2000 og var heyfengurinn greindur í
smára, sáðgresi og annan gróður.
1. tafla. Heildaruppskera (t ha_l) og hlutdeild hvítsmára
(%) í blöndu með vallarfoxgrasi og vallarsveifgrasi (með-
altal áburðarliða og ára).
Sláttumeðferð Uppskera alls, t ha 1 V.fox. V.sveif. Hlutur smára, % V.fox. V.sveif.
T1 (Tíður sláttur) 4,2 4,2 16 20
T2 (Sumarsláttur) 5,0 4,3 15 25
T3 (Síðsumarsláttur) 5,9 4,6 9 22
Meðaltal 5,0 4,4 13 22
SED 0,23 0,20 3,6 2,8
NIÐURSTÖÐUR OG ÁLYKTANER
Vallarfoxgrasblandan gaf að jafnaði
meiri heildamppskem en vallarsveifgras-
blandan, en hlutur smára í heildar-
uppskem var minni (1. tafla). Meðalupp-
skera vallarfoxgrasreita í þau fjögur ár
sem tilraunin var slegin var 5,0 t þe. ha_1
og hlutur hvítsmára var 13%. Vallar-
sveifgrasreitir gáfú að meðaltali einungis
4,3 t þe. ha~' en þar var hlutur hvítsmára
hins vegar 22% af heildarheyfengnum.
Sláttumeðferð hafði hvorki áhrif á
heildamppskem né hlutdeild smára í blöndu með vallarsveifgrasi. Hins vegar fékkst minnst
uppskera af vallarfoxgrasblöndunni sem slegin var fjórum sinnum (Tl), en síðsumarslátturinn
gaf mesta uppskeru (T3) (1. tafla). Hlutur smára var jafhframt minnstur við síðsumarsláttinn.
Héldust þessi áhrif öll uppskemárin.
í ljós kom að vallarfoxgrasið var almennt viðkvæmt fyrir þeirri sláttumeðferð sem notuð
var í tilrauninni og fór uppskera á þeim reitum minnkandi með ámnum. I lok tilraunatímans
var svo komið að annar
. » , o 2. tafla. Heildaruppskera (t ha ) og skipting heyfengs (%) við slátt 11. júlí
gro ur en upp a ega 2000(eftirverkunjnæld)íreitummeðblönduafUndromhvítsmáraog vallar-
var sáð tll myndaði um foxgrasi annars vegar og vallarsveifgrasi hins vegar.
30% heyfengsins við
allar sláttumeðferðir (2.
tafla). Minnst var eftir
af vallarfoxgrasi á þeim
reitum sem slegnir vom
fyrst í lok júní (T2) og
þar var jafnframt mest
af smára.
Sláttumeðferð Uppskera alls, t ha 1 V.fox. V.sveif. Sáðgresi, % V.fox. V.sveif. Smári, % V.fox. V.sveif.
T1 4,0 3,6 49 68 18 28
T2 3,8 3,4 38 60 33 37
T3 4,0 3,3 57 61 14 37
Meðaltal 3,9 3,4 48 63 22 34
SED 0,39 0,41 7,5 8,9 4,2 5,2