Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Ljósmyndir/Elín Laxdal Nánd Mariana í tangósveiflu með argentínska kennaranum Walter Perez, í sinni fyrstu Íslandsheimsókn á 10 ára afmæli Tangóævintýrafélagsins á tangóhátíðinni Tango Solstice Retreat 2016. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég kynntist Íslandi ígegnum Helen Halldórs-dóttur, íslenska konu ogtangódansara, sem bjó lengi í heimaborg minni í Argentínu, Buenos Aires. Þar er hún vel þekkt innan tangósamfélagsins og hún stóð fyrir tangódanskvöldum þar. Hún gengur undir nafninu Helen La Vikinga og hún átti þátt í því að mér var ásamt tveimur öðrum argen- tínskum kennurum boðið að koma hingað í fyrra til að halda tangó- námskeið á tangóhátíðinni Tango Solstice Retreat 2016 í tilefni af tíu ára afmæli Hins íslenska tangó- ævintýrafélags,“ segir Mariana Do- campo, argentínskur tangókennari, sem kom öðru sinni til Íslands nú í janúar til að leiðbeina Íslendingum í gegnum tangósporin hjá Tangó- ævintýrafélaginu. Vinkona hennar Rut Ríkey Tryggvadóttir er einn af stofnendum þess. „Tangóævintýrafélagið er fé- lagasamtök sem hafa það að mark- miði að efla dansmenninguna í Reykjavík. Við höldum úti dans- kvöldum, eða milongum, tvisvar í viku, og hver sem er getur komið á þessi danskvöld, enda er megin- markmið okkar að gera tangó að- gengilegan fyrir alla. Fólk getur komið án dansfélaga, sem skiptir miklu máli. Það er einstaklega auð- velt að eignast vini í tangó, þetta er eins og ein stór fjölskylda,“ segir Rut. Brýtur upp kynjahlutverk Rut segir það hafa verið til- viljun að hún fór að dansa tangó, fyr- ir meira en áratug. „Ég frétti af jólaballi hjá Tangófélaginu í Iðnó og skellti mér. Og það varð ekki aftur snúið, þar kviknaði óbilandi áhugi og ég fór strax að læra tangó, bæði hér heima og í Danmörku. Síðan hef ég verið að flakka um heiminn til að læra og dansa tangó, og meðal annars farið til Buenos Aires, tangóborgarinnar miklu, þar sem ég heimsótti auðvitað Mariönu,“ segir Rut, en tangóinn kom með svipuðum hætti inn í líf Mariönu fyrir meira en tuttugu ár- um. „Ég fór á tangókvöld heima í Buenos Aires og féll fyrir þessum dansi og hef ekki stoppað síðan. Ég lærði fyrst hinn hefðbundna tangó- dans konunnar í tangó, sem lætur dansfélagann leiða sig inn í dansinn. En svo tók ég þetta á annað plan og stofnaði tangósamfélag fyrir hinseg- in fólk, þar sem fólk skiptir um hlut- verk í tangóinum. Hugmynd mín er að nota tangódansinn til að opna fólk, fá það til að koma út úr skápn- um og vera það sjálft. Það er mjög hollt að brjóta upp hin skýru kynja- hlutverk í hinum hefðbundna tangó, þar sem karlinn er stjórnandinn en konan fylgir.“ Gefa sig á vald dansfélaga Mariana segir að tangó fyrir hinsegin fólk sé þónokkuð öflug hreyfing í Argentínu og einnig í Evr- ópu. „Þetta hefur hjálpað til í bar- áttu fyrir réttindum hinsegin fólks en hér á Íslandi er allt svo opið og frjálst að fólk þarf ekki tangó til að opna sig,“ segir hún og hlær. „Við erum tvö sem stöndum vikulega fyrir milonga-kvöldum fyr- ir hinsegin fólk heima í Buenos Ai- res. Við skipuleggjum líka sérstakar hátíðir því við erum hluti af al- þjóðlegu neti hinsegin fólks í tangó. Við ferðumst um Argentínu með tangókvöld fyrir hinsegin fólk og einnig til Evrópu og Ástralíu,“ segir Mariana og bætir við að það að dansa tangó sé aldrei eins í tveimur löndum. „Mér finnst Argentínubúar, Ítalir og Tyrkir vera líkastir í dans- inum, þeir dansa af mikilli ástríðu og tilfinningahita. Það er ekki verra eða betra hvernig þeir dansa, heldur ólíkt öðrum þjóðum. Ég held að munur á fólki í dansi hafi líka að gera með veðrið þar sem fólk elst upp, hér á Íslandi er kalt og fólk er meira inni. Í tangó þarf fólk að vera tilbúið að gefa sig alfarið á vald dansfélaganum, og í kaldari löndum er fólk á einhvern hátt lokaðra og á ekki eins auðvelt með það og fólk í suðrænum löndum. Einmitt þess vegna er mjög gott fyrir Norður- landabúa að hella sér í heitan tangó, það er mikilvægt að hitta aðra manneskju með þessari líkamlegu snertingu,“ segir Mariana. Félagsskapurinn dýrmætur Rut segir að henni finnist suð- rænt fólk ólíkt okkur norræna fólk- inu í dansinum, það sé opnara og tjái sig meira með líkamanum. „Það er ekki hrætt við að snerta, sem er stundum reyndin hér í norðri. Í suðrænum löndum dansar fólk tangó með mikilli líkamlegri nánd, þetta er mesti munurinn sem ég finn í dansinum við þessar ólíku þjóðir. Það er frábært að hitta ein- hvern sem talar ekki sama tungumál og maður sjálfur, en ná samt strax saman í gegnum dansinn. Tangó er leið til að tala saman, með öðru en tungumálinu. Það er alveg sérstök tenging sem myndast við þetta og hún er vissulega ólík eftir því við hvern er dansað hverju sinni,“ segir Rut og bætir við að það sem gerist í tangó sé mjög sterkt. „Enda er þetta mjög líkamlegur dans, en hann gerir líka svo mikið fyrir sálina. Og félagsskapurinn er afar dýrmætur. Fyrir mig er tangó örlög mín. Sama hvað mætir mér í daglega lífinu, þá fer ég að dansa tangó.“ Dapurleg örlög kvenna Þær Rut og Mariana segja tangó henta einkar vel til að láta fólk ná saman, af því að í honum er þétt faðmlag, náin snerting. „Að dansa tangó er á vissan hátt andlegt ferðalag. Parið í tangó, karlinn og konan, eru hin sterku tákn fyrir tangódansinn, svo það er ögrandi og skemmtilegt að brjóta þessi hlutverk upp, þar sem kona dansar við konu og karl dansar við karl. Allir dansa við alla. Það er nauðsynlegt innlegg í baráttu hin- segin fólks í mannlega samfélaginu í Argentína,“ segir Mariana. Hún bætir við að textinn í tangósöngvunum sé mjög gildis- hlaðinn og fjalli gjarnan um karl- mann sem hatar konu sem hefur yf- irgefið hann, en móðir hans er eina sanna ástin hans. „Konurnar í þessum söngvum hljóta yfirleitt afar dapurleg örlög, af því að þær vilja vera frjálsar. Í lokin eru þær oft orðnar vændis- konur á götunni. Tangólögin fjalla líka um einhleypar konur sem aldrei finna rétta manninn, og fyrir mig sem er hinsegin þá er sérstakt að dansa við lög sem innihalda slíka texta sem eru ekki í neinu samhengi við líf mitt,“ segir hún og hlær. Mariana segir að nú orðið dansi alls ekki allir tangó í heimalandi hennar Argentínu. „Tangó var mjög almennur í Argentínu um miðja tuttugustu öld- ina, á árunum í kringum 1940, það var gulltímabilið. Þá dönsuðu nánast allir tangó, þegar afi minn og amma voru upp á sitt besta, og þau kunnu að dansa tangó án þess að hafa nokkurn tíma farið í danstíma. Núna er þetta breytt, tangósporin eru orð- in háþróuð og fólk þarf helst að fara til kennara til að læra að ná tökum á þeim. Tangó er ekki lengur vinsæll dans í Argentínu, hann er orðinn dans miðstéttarinnar. En tangó er svo miklu meira en dans, það er menningin í kringum hann sem er hluti af okkur Argent- ínubúum.“ Að dansa tangó er andlegt ferðalag Þær kolféllu báðar fyrir tangó fyrir margt löngu, hvor í sínum heimshluta, og hafa dansað hann um víða veröld síðan. Hin íslenska Rut og argentínska Mariana eru sammála um að tangó sameini fólk og opni það. Mariana var í sinni annarri Ís- landsheimsókn nýlega, til að leiðbeina Frónbúum við tangósporin. Henni fannst ævintýri líkast að lenda í snjóbyl og ófærð á Öxnadalsheiðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tangósjúkar Þessar vinkonur í dansinum létu rigningu og vetrarskóbúnað ekki aftra sér frá því að taka nokkur tangóspor úti í garðinum við safnið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinkonur Mariana og Rut í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar, þar sem þær dönsuðu tangó ásamt fleirum á kveðjukvöldi fyrir Mariönu. Tólf tangóbörn á fjórum árum Rut segir að tangóinn hafi verið eins og sáluhjálp fyrir þjóð í áfalli, þegar hrunið reið yfir Ísland. „Þá fjölgaði þeim sem komu til okkar í Tangóævintýrafélagið til að prófa tangó. Og enginn talaði um hrunið, dansinn var eins og helgistund.“ Og það gerist margt fallegt innan Tangóævintýrafélagsins, þar hafa orðið til nokkur pör og börn. „Mér finnst það rómantískt að þónokkur hópur af ungu fólki hefur fundið lífs- förunauta sína innan hópsins og átt saman börn. Á síðustu fjórum árum hafa fæðst tólf tangóbörn. Þetta er barnasprengja, ný og upprennandi kynslóð tangófólks. Sonur minn kynntist sinni áströlsku eiginkonu í dansinum og þau hafa eignast saman tvö börn,“ segir Rut sem bauð Mar- iönu með sér í ferðalag norður, svo Mariana fengi að sjá meira af Íslandi en Reykjavík. Sú ferð í janúar- mánuði hér í norðri var ævintýri lík- ust fyrir hina suðrænu Mariönu. „Ísland er svo sérstakt, veðrið hérna breytist oft á dag. Á leiðinni suður lentum við í snjóbyl og festum okkur á Öxnadalsheiði, en allt fór vel að lokum. Við vorum átta tíma á leið- inni frá Akureyri til Reykjavíkur og mér fannst aðdáunarvert hvernig Ís- lendingarnir tókust á við þessar að- stæður og hjálpuðust að.“ Tangókvöld hjá Tangóævintýra- félaginu: Milongur með kynning- artíma á Sólon mánud. kl. 20 - 23. Æfingar á sunnud. á Hressó kl. 18 - 20. Á mánud. er alltaf kynning- artími klst. áður en milonga hefst, þá getur fólk fengið tangókennslu. www.tangoadventure.com Facebook: tangoadventure
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.