Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 32

Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Brjálað veður var á suðvesturhorn- inu í gær en blíða nyrðra stærstan hluta dagsins. Á Akureyri var tólf stiga hiti um miðjan dag en í um það bil klukkutíma hvessti þá mjög hressilega svo sjór gekk á land við Torfunef í miðbænum.    Svo hvasst var um miðjan dag að ljósastaurar á lóð menningar- hússins Hofs svignuðu og einn féll á hliðina.    Mikið er nú byggt í miðbænum á Akureyri og meira stendur til. Eins og greint var frá í blaðinu síðastlið- inn sunnudag verða byggð tvö hótel á næstu árum, annars vegar á Sjalla- reitnum og hins vegar á reit sem kenndur er við Drottningarbraut, skammt norðan Samkomuhússins. Mörg íbúðarhús eru nú í byggingu á sama reit.    Framkvæmdum við lagna- og gatnagerð á Drottningarbrautar- reitnum, sunnan Bautans, lauk í sumar og þá var þegar í stað hafist handa við byggingu íbúðarhúsanna. Ásýnd miðbæjarins breytist töluvert við þetta, íbúar við Hafnarstræti og fleiri voru afar ósáttir og mótmæltu uppbyggingu en höfðu ekki erindi sem erfiði.    Þrjú fjölbýlishús rísa á svæðinu sunnan við Bautann, 16 íbúðir í hverju. Undir húsinu verður hálf- niðurgrafinn bílakjallari og garður á þakinu.    Nýr leikskóli verður að öllum lík- indum tekinn í notkun í Hlíðahverfi á næstu árum. Tilkynnt var í fyrra að Hlíðarbóli, sem Hvítasunnusöfn- uðurinn rekur, yrði lokað í sumar vegna niðurskurðar hjá bænum og líklegt er að nýr leikskóli verði byggður við Glerárskóla eða jafnvel rekinn í núverandi húsnæði hans.    Gert er ráð fyrir 230 milljónum króna í fjárhagsáætlun vegna endurnýjunar og viðbyggingar við Glerárskóla á næstu þremur árum.    Akureyri hefur gert nýjan samn- ing við ríkið um öryggisvistun ósak- hæfra einstaklinga. Hann varðar greiðslur velferðarráðuneytisins fyrir vistunina, sem bæjarfélagið hefur sinnt fyrir ráðuneytið frá 2013.    Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Þorsteinn Víglunds- son, félags- og jafnréttisráðherra, undirrituðu nýja samninginn. Mark- mið þjónustunnar er meðal annars að sinna öryggisgæslu vistaðra ein- staklinga með það fyrir augum að koma í veg fyrir að þeir valdi sjálf- um sér eða öðrum skaða eða tjóni. Einnig er þeim veitt aðstoð og leið- sögn í samræmi við aldur, þroska, styrkleika og þarfir, svo sem í fé- lagsfærni, samskiptum, sjálfstjórn og öðrum þáttum sem teljast viðeig- andi og nauðsynlegir fyrir velferð þeirra og vellíðan, að því er segir í tilkynningu.    Haraldur Ingi Haraldsson, bæj- arlistamaður á Akureyri, opnaði í gær málverkasýninguna Rat Race í Gallerý H sem er til heimilis á Ver- aldarvefnum nr. 91, eins og segir í tilkynningu. Til þess að fá aðgang að sýningunni er hægt að fara inná síð- una http://hingi.weebly.com/ og sýn- ingargesturinn er þá staddur í Gall- ery H í tölvunni sinni, símanum eða í spjaldtölvunni.    Á sýningu Haraldar eru 19 mál- verk unnin á síðasta eina og hálfa ári og hafa þau ekki verið sýnd í sýning- arsal áður, enda unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. „Verkin eru pólitísk og frásagnarleg og fjalla öðru fremur um hættulegustu far- sóttina sem plagað hefur mann- kynið: græðgi og valdafíkn,“ segir Haraldur í tilkynningu.    Þjóðlagasveitin Kólga verður með tónleika á Græna hattinum í kvöld. Kólga var stofnuð haustið 2014, hún á nú orðið töluvert af frumsömdu efni og stefnt er að plötuútgáfu á þessu ári.    Emmsjé Gauti verður svo með tónleika á Græna hattinum á laugar- dagskvöldið. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Austurbrú Framkvæmdir við fjölbýlishús á Drottningarbrautarreit í miðbænum. Nýja gatan ber heitið Austurbrú. Mikil uppbygging í miðbænum Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn föstudaginn 3. mars 2017 á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 16:00. DAGSKRÁ FUNDARINS 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning endurskoðanda. 7. Heimild til að kaupa eigin hlutabréf. 8. Önnur mál löglega fram borin. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram tveimur vikum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16:00 föstudaginn 17. febrúar 2017. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins, www.icelandairgroup.is/agm Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér hvernig þeir skuli bera sig að á heimasíðu félagsins. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, tillögur að samþykktabreytingum og allar aðrar tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins frá og með 10. febrúar 2017 kl. 16:00. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir fundinn, 17. febrúar 2017 kl. 16:00. Hluthöfum er bent á að skv. 1. og 2. mgr. 63. gr. a. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Skal framboðstilkynningum skilað til stjórnar í síðasta lagi sunnudaginn 26. febrúar 2017 kl. 16:00. Tilkynnt verður um framkomin framboð eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is/agm Reykjavík, 8. febrúar 2017. Stjórn Icelandair Group hf. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 83 32 7 02 /1 7 AÐALFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.