Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hinn 2. febrúar síðastliðinn voru 40 ár liðin frá einum frægasta blaða- mannafundi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Á fundinum gerði þýski lögregluforinginn Karl Schütz grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sem hann og íslenskir lögreglumenn höfðu unnið á hvarfi Geirfinns Ein- arssonar og Guðmundar Ein- arssonar. Niðurstöður vinnu þeirra varð grundvöllur saksóknar og dóma í þessu frægasta sakamáli seinni ára á Íslandi. Höfundur þessarar greinar sat blaðamannfundinn fyrir hönd Morg- unblaðsins og rifjar hann upp á þess- um tímamótum. Þetta er einn eft- irminnilegasti fundurinn sem höfundur hefur setið á löngum ferli. Upphaflega var fundurinn boð- aður 1. febrúar 1977 í sakadómi Reykjavíkur sem þá var starfandi í Borgartúni 7 í Reykjavík. Sakadóm- ur annaðist bæði rannsóknir afbrota og dæmdi í sakamálum. Síðar var fyrirkomulaginu breytt og rann- sóknir og dómsvald aðskilið. Fundi frestað um einn dag Síðan gerist það að fundinum er frestað til 2. febrúar og engin skýr- ing var gefin á því. Síðar uppgötvuðu menn að sama dag, árið áður, það er 2. febrúar 1976, urðu heitar umræð- ur á Alþingi Íslendinga um meint fjárhagsleg tengsl Framsókn- arflokksins við veitingahúsið Klúbb- inn. Kveikjan var m.a. grein í dag- blaðinu Vísi þar sem ráðuneyti dómsmála var sakað um að hefta rannsókn Geirsfinnsmálsins. Sig- hvatur Björgvinsson hóf umræðuna en Ólafur Jóhannesson svaraði, en hann var þá dómsmálaráðherra. Ef menn vilja kynna sér betur þessar umræður er ítarlega sagt frá þeim í Morgunblaðinu 3. febrúar 1976. Blaðið má nálgast á timarit.is. Við umræðurnar sagði Ólafur Jó- hannesson þessa eftirminnilegu setningu. „Nú, ég hef nú ekki ætlað mér að nota þennan dag til þess að skjóta á þúfutittlinga.“ Var hann væntanlega að vísa til þess að 2. febrúar 1967 lést Guðbjartur sonur Ólafs eftir erfið veikindi, aðeins 19 ára gamall. Var það að undirlagi Ólafs að blaðamannfundinum var frestað um einn dag? Vildi hann að niðurstaða málsins yrði birt 2. febr- úar? Margir voru þeirrar skoðunar en það fékkst aldrei staðfest. En snúum okkur á blaðamanna- fundinum. Hann hófst síðdegis í fundarsal sakadóms í Borgartúni 7. Gögnum úr málinu hafði verið komið fyrir upp um alla veggi. Þá var hin fræga stytta Leirfinnur á fund- arborðinu. Væntanlega hefur fram- kvæmd fundarins verið eins og tíðk- aðist í Vestur-Þýskalandi en íslenskir blaðamenn höfðu ekki áður setið fund með svona „útlensku“ yf- irbragði. Viðstaddir auk Karl Schütz voru Halldór Þorbjörnsson yf- irsakadómari, sakadómsfulltrúar, rannsóknarlögreglumenn og aðrir þeir sem að rannsókninni höfðu komið. Karl Schütz hafði orðið á fundinum. Hann fór yfir málið og talaði hægt og rólega á þýsku. Pétur Eggerts sendiherra túlkaði yfir á ís- lensku. Blaðamannafundurinn var mjög langur og stóð í tvær og hálfa klukkustund. Á fundinum fengu blaðamenn ýmis gögn afhent, svo sem myndir af þeim einstaklingum sem voru viðriðnir málið. Blaða- mannafundurinn hófst klukkan 17 og lauk ekki fyrr en um klukkan 19.30. Blaðamenn þurftu því að hafa snarar hendur til að gera efni fund- arins skil í dagblöðunum sem komu út daginn eftir. Ítarlega var sagt frá fundinum í Morgunblaðinu 3. febrúar. Í frétt á baksíðu var niðurstaða rannsóknarinnar samandregin: „Rannsókn Geirfinnsmálsins er lok- ið og málið upplýst. Liggja fyrir játningar þriggja manna, þeirra Sævars Marinós Ciesielskis, Krist- jáns Viðars Viðarssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar um að þeir hafi orðið Geirfinni að bana í Drátt- arbraut Keflavíkur að kvöldi 19. nóv- ember 1974. Þeir Sævar og Kristján hafa áður viðurkennt að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í Hafnarfirði í janúar 1974. Á fund- inum upplýsti þýzki sakamála- sérfræðingurinn Karl Schütz að Geirfinnur hefði hitt Sævar og Kristján á dansleik í veitingahúsinu Klúbbnum að kvöldi sunnudagsins 17. nóvember 1974. Tóku Geirfinnur og Sævar tal saman og urðu ásáttir um að eiga viðskipti með spíra. Ákváðu þeir stefnumót, sem varð í Dráttarbraut Keflavíkur að kvöldi 19. nóvember. Þar kom í ljós að fyr- irhuguð viðskipti byggðust á mis- skilningi Sævars og Geirfinns. Kom til átaka sem lauk á þann veg, að Geirfinnur beið bana.“ Málið enn til umfjöllunar Síðan þessi blaðamannafundur var haldinn eru liðin 40 ár og margt hefur gerst síðan í þessu marg- slungna og sögufræga sakamáli. Nú er að störfum nefnd sem skoðar end- urupptöku málsins undir forystu Björns L. Bergssonar. Þá hefur Davíð Þór Björgvinsson verið settur saksóknari í Guðmundar- og Geir- finnsmálinu. Er sannleikurinn kominn fram í þessu ótrúlega máli, á hann eftir koma fram eða kemur hann aldrei fram? Því er ósvarað. Sögulegur blaðamannafundur  Hinn 2. febrúar voru liðin 40 ár frá frægum blaðamannafundi þýska sakamálasérfræðingsins Karl Schütz  Skýrði frá játningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem urðu síðar til sakfellingar Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Blaðamannafundurinn 1977 Við borðsendann er þýski sakamálasérfræðingurinn Karl Schütz og við hlið hans er Pétur Eggerz sendiherra, sem var túlk- ur. Fyrir miðri mynd má sjá greinarhöfund, blaðamann Morgunblaðsins, ræða við Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómara. Gögn málsins eru á veggjum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Héraðsdómur 2016 Fjallað um endurupptöku Geirfinnsmálsins. Erla Bolladóttir ásamt tökumanni, en BBC er að gera mynd um málið. Geirfinnur Einarsson Guðmundur Einarsson  Sjá síðu 42 „Ég vil sérstaklega tjá þeim starfs- hópi, sem unnið hefur að þessum málum, þakklæti mitt,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þáverandi dóms- málaráðherra, í samtali við Morg- unblaðið sem birtist daginn eftir blaðamannafundinn. „Ég tel þá hafa unnið ákaflega vel og að martröð sé létt af þjóðinni, því að málið er nú þannig upplýst að það þykir nú hæft til sendingar til rík- issaksóknara og þá væntanlega til ákæru. Það verður svo dómstólanna að segja sitt,“ sagði Ólafur. Ráðherrann var gagnrýndur nokkuð fyrir að taka svona sterkt til orða áður en málið hafði farið í gegn- um dómstóla landsins. „Það hefði verið óskemmtilegt, ef málið hefði ekki upplýstst. Þá hefðu að minnsta kosti fjórir menn og kannski fleiri verið tortryggðir allt sitt líf, legið undir grun. Það er ljót- ur leikur. En mér er efst í huga þakklæti til mannanna, sem unnið hafa að þessu og sér- staklega Karls Schütz, þýzka sakamála- sérfræðingsins,“ sagði ráðherrann einnig í samtalinu. „Strax og hann hvarf eða mjög skömmu á eftir varð mér ljóst, hver afdrif hans höfðu orðið,“ sagði Guðný Sigurðardóttir, eiginkona Geirfinns Einarssonar, í viðtali við Morgunblaðið eftir fundinn. „Þá strax byrjaði sorgin, sem hef- ur verið þrúgandi þessi tvö ár sem liðin eru, jafnframt því stríði að verja börnin fyrir þeirri sorpblaða- mennsku, sem átt hefur sér stað, þegar borið var á manninn minn að hann hefði jafnvel staðið í einhverju glæpsamlegu athæfi, svo sem smygli og spírasölu. Meðal annars vegna þessa, fagna ég niðurstöðum rann- sóknarinnar, sem hreinsa Geirfinn af öllum slíkum gróusögum.“ Guðný Sigurðardóttir tók sér- staklega fram, er Morgunblaðið ósk- aði eftir viðtali við hana, að það væri eina blaðið sem hún vildi eða myndi ræða við „vegna réttlátra skrifa um málið“. Hún sagði: „Einhver erf- iðasti hjallinn, sem ég hef þurft að ganga í gegnum og hefur reynzt mér erfiðastur, eru sorpblaðaskrifin um hvarf Geirfinns, þar sem blöð hafa ekki skirrzt við að verzla með tilfinn- ingar annarra til þess eins að selja blaðið.“ „Martröð létt af þjóðinni“  Eiginkona Geirfinns fagnaði niðurstöðu rannsóknarinnar Ólafur Jóhannesson Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM Nýjar vörur Vor/Sumar 2017 Útsöluvörur 50-70% afsl. Kjóll kr 5.795 DimmalimmReykjavik.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.