Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 44

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiriksdóttir svei@simnet.is Björgin, Geðræktarmiðstöð Suð- urnesja, er athvarf og endurhæf- ingarúrræði fyrir fólk með geð- heilsuvanda. Miðstöðin hefur skipt sköpum fyrir þennan hóp fólks og þegar útlit var fyrir að henni yrði lokað um mitt ár í fyrra voru Hollvinasamstök Bjargarinnar stofnuð með það að markmiði að tryggja áframhaldandi rekstur. Tekist hefur að tryggja reksturinn út þetta ár þó róðurinn sé vita- skuld þungur og reiðir sig á fram- lög sveitarfélaga, ríkisins, fyr- irtækja, félagasamtaka og einstaklinga. Aðstoð til sjálfshjálpar Blaðamaður heimsótti miðstöð- ina og tók Díönu Hilmarsdóttur forstöðumann tali. Díana segir að á bilinu 25 til 45 manns komi dag- lega í Björgina en haldið er utan um fjöldann með skráningu í gestabók. Hún segir flesta vera á endurhæfingarlífeyri og örorku og ýmist í hlutastarfi eða óvinnufæra. „Endurhæfingin er einstaklings- bundin og helsta markmiðið með henni er að aðstoða einstaklinginn til sjálfshjálpar. Einstaklingar eru hér í endurhæfingu í skemmri eða lengri tíma, allt eftir því hvar þeir eru staddir. Frá okkur fara þeir svo í nám, út á vinnumarkaðinn eða á örorku ef heilsa þeirra er slík. Við undirrituðum nýverið þjónustusamning við Vinnu- málastofnun um starfsendurhæf- ingu fyrir fólk með geðraskanir, sem gildir til ársloka 2017.“ Díana segir markmið samnings- ins vera það að veita þeim, sem vísað er til þeirra, aðstoð með sér- tækum endurhæfingaraðgerðum og gefa þeim þannig færi á að komast aftur út á vinnumarkaðinn eða skipta um starfsvettvang, til dæmis að undangengnu frekara námi. Fjölbreytt starf í boði Boðið er upp á margvísleg nám- skeið hjá Björginni og endurhæf- ingu fyrir þá einstaklinga sem þurfa á þeirri þjónustu að halda. Pétur Hauksson geðlæknir kemur í Björgina einu sinni í viku en hann er eini geðlæknirinn sem starfar á Suðurnesjum og ásókn í tíma hans því mjög mikil. „Við bjóðum líka upp á ýmsar tómstundir, m.a. er prjóna- og gönguhópur starfandi, bingó, spilastundir ásamt því að tekist er á við fjölbreytt listform í vinnu- stofunni okkar. Félagar í Björg- inni eru virkir þátttakendur í alls kyns viðburðum sem samfélagið hér á Suðurnesjum býður upp á. Við setjum mánaðardagskrá inn á heimasíðuna okkar með öllum dagskrárliðum sem fólk getur kynnt sér,“ segir Díana en Björg- in er opin alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30. Sögu Bjargarinnar má rekja aftur til ársins 2005. Þann 4. febrúar það ár hófst starfsemi Bjargarinnar í húsnæði Sjálfsbjargar við Fitjabraut sem samstarfsverkefni Reykjanes- bæjar, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfs- bjargar á Suðurnesjum. Í byrjun árs 2008 samþykkti fé- lags- og tryggingamálaráðuneytið, nú velferðarráðuneytið, öll sveit- arfélögin á Suðurnesjum og Heil- brigðisstofnun Suðurnesja að koma að rekstri Bjargarinnar. Sama ár flutti Björgin einnig starfsemi sína í stærra húsnæði að Suðurgötu 12 og 15. Starfsem- in óx hratt og nú eru fjórir starfs- menn í 3,5 stöðugildum. Í dag er Björgin rekin af Reykjanesbæ með aðkomu ann- arra sveitarfélaga á Suðurnesjum, enda koma félagar í Björginni frá öllum Suðurnesjum. Starfsemin hefur frá upphafi notið víðtæks stuðnings frá fyrirtækjum, fé- lagasamtökum og einstaklingum. Sá stuðningur er afar mikilvægur í starfsemi Bjargarinnar að sögn Díönu og sérstaklega núna þar sem til stóð að loka Björginni þar sem hún er ekki lögbundið úr- ræði. Styrkirnir skipta höfuðmáli Nú er búið að tryggja rekstur Bjargarinnar út þetta ár. Það tókst með samstilltu átaki ein- staklinga, félagasamtaka, sveitar- félaga á Suðurnesjum og ríkisins en þar fremst í flokki fóru Holl- vinasamtök Bjargarinnar, undir forsvari Hannesar Friðrikssonar. „Myndarlegur styrkur kom frá Rauða krossinum í september á síðasta ári. Hluti af styrknum verður notaður í minningarsjóð Hafdísar Guðmundsdóttur, fyrr- verandi forstöðumanns, sem lést í júní 2016 og við munum í sam- starfi við Rauða krossinn útfæra hvernig úthlutun úr honum verð- ur háttað. Hann er hugsaður sem menntasjóður sem félagar úr Björginni geta sótt um í. Vonandi höldum við áfram að fá framlög í hann svo við getum stutt við bak- ið á fólkinu okkar,“ segir Díana. Hafdís Guðmundsdóttir var for- stöðumaður frá 2011 þar til hún lést og tók Díana við starfi henn- ar. Styrkir stórir sem smáir skipta höfuðmáli í rekstri Bjargarinnar og segist Díana vonast til þess að fyrirtæki, félagasamtök og ein- staklingar haldi áfram að styðja við bakið á rekstrinum. „Kvenfélag Keflavíkur hefur stutt okkur með framlagi ár hvert, Fjölbrautaskóli Suðurnesja styrkti okkur með framlagi sem var afrakstur þemadaga ársins 2016 sem voru haldnir undir kjör- orðinu „Sælla er að gefa en þiggja“. Soroptimistaklúbbur Keflavíkur horfði til okkar á ár- legu fjáröflunarkvöldi klúbbsins, Vinkonukvöldi og erum við þeim mjög þakklátar fyrir það. Odd- fellow-stúkan Njörður hér á Suð- urnesjum styrkti okkur einnig núna í lok árs 2016 á 40 ára af- mælisári sínu með veglegri pen- ingagjöf. Þessir styrkir hafa gert okkur í Björginni kleift að end- urnýja innanstokksmuni og tæki og tól sem voru komin til ára sinna. Þeir komu einnig og buðu fram krafta sína með því að mála fyrir okkur húsnæðið í Björginni laug- ardaginn 4. febrúar síðastliðinn, á afmælisdegi Bjargarinnar. Það eru margir sem hafa veitt okkur lið undanfarið og erum við mjög þakklátar fyrir það,“ segir Díana að lokum. Styrkir skipta sköpum í starfinu  Björgin, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, hefur verið starfandi í bráðum 12 ár  Áhersla lögð á að rjúfa félagslega einangrun og efla sjálfstæði þeirra sem þangað leita  Margvísleg námskeið í boði Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Forstöðumaður Díana Hilmarsdóttir veitir Björginni, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, forstöðu og er hér í vistlegu rými miðstöðvarinnar. Ljósmynd/Írena Guðlaugsdóttir Styrkir Díana Hilmarsdóttir tekur hér á móti styrk frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur úr hendi Kristínar Geirmundsdóttur, formanns klúbbsins. HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA 8. – 19. apríl ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðar fallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. VERÐ 299.950.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. PÁSKA- FERÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.