Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 46

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 46
46 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Það er mikil umferð hérna og fleiri farþegar en í janúar í fyrra. Síðasta ár var stærsta ár í sögu Húsavíkurflugvallar og þá fluttum við 20.341 farþega. Nokkur hundr- uð farþegar töpuðust vegna þoku og dimmviðris, en það stendur til bóta því það á að fara að gefa út nýtt aðflugskort sem er með lægra lágmarki,“ segir Guðmundur Karl Sigríðarson flugvallarstjóri, sem nú er búinn að starfa á Húsavík- urflugvelli í nær 40 ár. „Það er í gangi áhættumat vegna þess að Flugfélagið Ernir var að fá sína fyrstu vél sem á að geta flogið þetta aðflug. Um er að ræða GPS- tæki sem er mjög dýrt og er stað- sett í flugvélinni sjálfri,“ segir Guð- mundur Karl, sem er mjög ánægð- ur með það að þetta skuli loksins vera að verða að veruleika. Hann segir að þessi búnaður sé vænt- anlegur í allar vélar félagsins, en búnaðurinn er settur í flugvélarnar í Danmörku og munu þær fara þangað hver af annarri, alls fjórar vélar. „Það er alveg magnað hvað Flugfélagið Ernir hefur þjónað okkur vel og það er almenn ánægja hér á svæðinu með þjónustuna. Í vetur hefur þetta gengið alveg eftir vonum og það eru ekki margir dag- ar sem hafa fallið úr,“ segir Guð- mundur Karl og hlakkar til þess þegar ekki þarf að aka farþegum til Akureyrar þegar þoka og dimm- viðri hamla flugi, og hægt verður að lenda á Húsavík þó að skyggnið sé ekki gott. Þegar vel viðrar tekur ferðin milli Húsavíkur og Reykja- víkur einungis 45-50 mínútur, en 19 sæta vélar félagsins henta ágæt- lega í þetta flug. Flugmiðar á magnafslætti „Ernir fóru að fljúga hingað 15. apríl 2012 og það ár voru 6.444 far- þegar, þannig að fjölgunin er mikil á milli ára. Félagið er mjög ánægt með þetta flug því farþegafjöldinn er mun meiri en reiknað var með í upphafi. Áætlunarflug til Húsavík- ur hafði legið niðri frá árinu 2000, en þá hætti Mýflug sem var síðast með fastar ferðir á völlinn. Við vor- um ákveðinn hópur sem var búinn að ýta á ýmsa aðila til þess að hefja flug að nýju, sem svo tókst þegar flugfélagið Ernir fékkst til að prófa þetta. Þetta voru einstaklingar á svæðinu, Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga og fleiri sem byrjuðu þessa vinnu með góðum árangri eins og ljóst er orðið,“ segir Guð- mundur Karl, sem er líka mjög ánægður með Framsýn stéttar- félag, sem hefur gert kraftaverk fyrir félagsmenn sína með miða- kaupum á magnafslætti. Félagar í Framsýn fá ferðir sínar ódýrari vegna þessa og þetta hvetur fólk til þess að ferðast. Guðmundur segir að fleiri stéttarfélög séu að koma inn í þetta og nefnir í því sambandi Kenn- arasamband Íslands og BHMR. Miklar framkvæmir sl. sumar Í sumar voru miklar framkvæmdir á Húsavíkurflugvelli og var skipt um slitlag og ljósabúnað. Þetta var stærsta verk Isavia á landsbyggðinni í sumar og segir Guðmundur að þetta sé allt annað líf og búið sé að ná miklum áfanga. Þá segir hann að búið sé að kaupa nýjan snjóblásara og gamla blásaranum hafi verið lagt enda hafi hann verið orðinn 64 ára. Húsið sem hýsir flugturninn og farþegasalinn er orðið 32 ára, en það lítur mjög vel út enda hefur alltaf verið hugsað vel um það. Hins vegar kemur, að sögn Guðmundar Karls, að því að húsið þurfi viðhald, en hann segir enn fremur að allir séu mjög sáttir við aðstöðuna á Húsavík- urflugvelli. Árin á flugvellinum orðin mörg Guðmundur Karl er enginn ný- græðingur í starfi. Hans fyrsta að- koma að flugvellinum var 1978 þegar hann byrjaði sem hlaðmaður í auka- starfi hjá Flugfélagi Íslands. 1980 var hann ráðinn starfsmaður Flug- málastjórnar, sem í dag heitir Isavia. Hann starfaði þar til ársins 1999 og fluttist þá til Vegagerðar ríkisins og sá þá m.a. um flugvöllinn. Þegar flugið hófst að nýju réði hann sig hjá Erni og var hjá þeim til 2015 er Isavia tók aftur við flugvellinum. Í dag er Guðmundur Karl flugvall- arstjóri á staðnum. Framtíð í flugi til Húsavíkur Á þessu ári eru liðin 60 ár frá því að fyrsta flugvélin lenti á Húsa- víkurflugvelli. Það var Gullfaxi sem lenti 1. desember 1957 á vellinum og þar með hófst áætlunarflug til Húsavíkur. Guðmundur Karl segist vera klár á því að það séu ekki mörg ár í að stærri vélar fari um völlinn og farþegum muni fjölga mikið ef að líkum lætur. Hann telur að Vaðlaheiðargöng muni ekki verða ógn við flugið og þessi sam- göngumannvirki í sýslunni muni styðja hvort annað. „Ég hef ólýsanlega mikinn áhuga á flugi,“ segir hann brosandi. „Flugið er alltaf skemmtilegt og ég á margar góðar minningar úr þessu starfi. Það var heillandi þegar áburðarflugið var hérna og þá flaug gamli Páll Sveinsson yfir þing- eyskar heiðar og sanda. Þetta voru góðir menn sem hér voru í þá daga og það myndaðist gott samfélag í kringum þetta,“ segir Guðmundur Karl Sigríðarson flugvallarstjóri, sem er mjög bjartsýnn á framtíð farþegaflugs til Húsavíkur. Síðasta ár það stærsta í 60 ár  Mikil aukning í farþegafluginu til Húsavíkur  Nýr aðflugsbúnaður í vélum Ernis skiptir sköpum  60 ár frá fyrsta flugi til Húsavíkur  Flugvallarstjórinn hefur staðið vaktina í bráðum 40 ár Morgunblaðið/Atli Vigfússon Flugvallarstjórinn Guðmundur Karl Sigríðarson hefur starfað á Húsavíkurflugvelli í bráðum fjörutíu ár. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Flugmenn Þeir voru kampakátir í fyrsta flugi Ernis til Húsavíkur sumarið 2012, Hálfdán Ingólfsson flugstjóri og Jónas Guðmundsson flugmaður. Árið 1955 hófst bygging flug- vallar í Aðaldal, vestan Laxár. Flugbrautin var í fyrstu fremur stutt og ófullkomin, en var síðan lengd og endurbætt. Lengi var farþegaskýli og önn- ur aðstaða mjög ófullnægjandi, en batnaði mjög með byggingu nýs flugstöðvarhúss 1984, en flatarmál þess er 483 fermetr- ar. Húsið er ein hæð og flug- turn. Biðsalur er rúmgóður og bjartur og góð aðstaða er fyrir skrifstofur, bílageymslu og af- greiðslu. Framkvæmdir hófust 1955 FLUGVÖLLUR Í AÐALDAL Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Samgöngur Flugvöllurinn aftur kominn í mikla notkun. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Húsavík Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis, lengst til hægri ásamt Jónínu Guðmundsdóttur, eiginkonu sinni, Ögmundi Jónassyni, þáv. samgönguráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Kristjáni L. Möller, fv. þingmanni Norðausturkjördæmis, á flugvellinum 2012. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.