Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 57
UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 E N N E M M / S ÍA TAKK FYRIR TRAUSTIÐ Vínbúðin fékk hæstu einkunn í flokki smávöruverslana frá ánægðum viðskiptavinum og var í þriðja sæti yfir öll fyrirtæki í Íslensku ánægjuvoginni. Starfsfólk í 50 Vínbúðum víðsvegar um landið er stolt af árangrinum og þakkar traustið. Við erum staðráðin í að halda áfram að gera okkar besta í þjónustu og samfélagslegri ábyrgð. VIÐSKIPTAVINIR OKKAR GÁFU VÍNBÚÐINNI TOPPEINKUNN Nú er sú sprengja sem ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sig- fússonar kokkaði um árið sprungin. Þetta fólk sem jarmað hefur alla sína hundstíð um jöfnuð allra lands- manna ákvað að fella niður skattaafslátt til sjómanna. Ekki gerðu þau skötuhjú hins vegar tilraun til að ná þeim sköttum sem farmenn hjá íslensku skipafélögunum greiða til Færeyja skiluðu sér inn í ís- lenskt samfélag. Farmenn á kaup- skipum íslensku útgerðanna greiða enga skatta til íslensks samfélags þó þeir séu með lögheimili á Íslandi og njóti allrar samfélagsþjónustu til jafns við aðra sem greiða þó fulla skatta á Íslandi. Sjómannaafslátt- urinn var veittur þeim aðilum sem lögskráðir voru á sjó og var ákveðin upphæð fyrir hvern lögskráning- ardag. Jóhönnu og Steingrími sem eiga „heiðurinn“ af því að fella úr gildi þetta ójafnræði milli sjómanna og landkrabba láðist hins vegar að fella úr gildi á sama tíma ójafnræði milli almennings annars vegar og embættismanna ásamt litlum sér- útvöldum hópum eins og flugliðum hins vegar. Síðast þegar sjómenn nutu sjómannafsláttar nam fjárhæð þeirra innan við eitt þúsund krón- um fyrir hvern lögskráningardag. Ferðadagpeningar geta hins vegar numið allt að 50.000 fyrir hvern ferðadag þeirra sem fá þá greidda. Lögum samkvæmt eru þeir frá- dráttarbærir frá tekjuskattstofni en aðeins að því leyti sem þeir eru nýttir til greiðslu ferðakostnaðar á vegum vinnuveitanda. Núverandi ríkisskattstjóri hefur staðið sig af- burðavel í að tryggja embætt- ismönnum og flugliðum í millilanda- flugi algjöra friðhelgi við að svíkja undan skatti mismun fenginna dag- peninga og raunverulegs ferða- kostnaðar. Ríkisskattstjóri, sem á þó að hafa það starf með höndum að tryggja að skattgreiðendur telji rétt fram og greiði skatta í sam- ræmi við það, hefur sem sagt lagst á árarnar með umræddum skatt- svikurum til að tryggja að þeir haldi ránsfeng sínum óskertum. Það gerir hann með því að gera ekki kröfu um að þeir sem fá greidda dagpeninga sanni að það sem þeir færa til frádráttar sé að sömu fjárhæð og varið er til greiðslu ferðakostnaðar. Reyndar gerir hann kröfu um að aðeins að- ilar í eigin rekstri sanni útgjöld sín, sem verður að teljast verulega vafasamt sé litið til jafnræðisreglu. Núverandi ríkisskattstjóri er eng- inn eftirbátur forvera sinna hvað þessa hluti varðar. Skattrannsókn- arstjóri hefur heldur ekki séð ástæðu til að taka á þessu misferli en kýs þess í stað að láta starfs- menn sína eltast við fé í felum á suðrænum slóðum erlendis sem væntanlega er svo vel falið að jafn- vel þefnæmustu kommahundar gætu ekki snuðrað það uppi. Vænt- anlega njóta starfs- menn hennar þá skatt- svikinna dagpeninga á ferðum sínum í þess- um erindagjörðum þó þar sé tæplega hægt að hafa upp á upp- hæðum sem nemur svo mikið sem hálfbaun í samanburði við þær upphæðir sem emb- ættismanna- og flugli- ðaelítan svíkur undan með þessum hætti. Í stað þess að gera kröfu um að fá sjómannaafsláttinn í gildi aftur ættu sjómenn að beina þeim kröfum að viðsemjendum sín- um að fá greidda ferðadagpeninga fyrir hvern lögskráðan dag en þar sem ríkisskattstjóri hefur nú þegar lagt blessun sína yfir að ákveðnir hópar fái óáreittir að svíkja þessar greiðslur undan skatti ættu sjó- menn að komast upp með það einn- ig á sama hátt. Á móti gætu þeir gefið örlítið eftir af skiptaprósent- unni, sem öll er tekjuskattskyld og því ekki eins verðmæt í launa- umslaginu. En hvers vegna skyldu ríkisskattstjóri og skattrannsókn- arstjóri ekki sinna embættis- skyldum sínum í að uppræta þenn- an þjófnað í stað þess að styðja svindlarana? Það er vel þekkt að jafnvel þó gisting og fæði sé greitt fyrir þingmenn og embættismenn á ferðalögum þá þiggja þeir jafn- framt fulla dagpeninga sem oftar en ekki eru verulega rangt fram taldir. Hvaða ferðakostnað bera flugliðar á ferðum sínum? Fyrir ut- an það þá eru flugliðar ekki utan venjulegs vinnustaðar þegar þeir eru í umræddum ferðum. Það skyldi þó ekki vera að ríkisskatt- stjóri sjálfur njóti einhverra vafa- samra hlunninda eins og skattsvik- inna ferðadagpeninga? Og hvað með yfirmann ríkisskattstjóra, fjár- málaráðherrann? Hvar í flokki sem hann hefur verið hverju sinni hefur hann ekki verið mjög ræðinn hvað þessa hluti snertir. Eftir Örn Gunnlaugsson »Nær væri að semja um dagpeninga frekar en að endurvekja sjómannaafsláttinn. Þá má svíkja undan skatti á sama hátt og flugliðar og embættismenn gera. Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi. Sjómannaafslátt eða skattsvikna dagpeninga? Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.