Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 59

Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 59
UMRÆÐAN 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is Baðvörur fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl. bl ek ho nn un .is Fylgstu með Hlíðarfjall Akureyri á Öll helstu merkin í skíðabúnaði. Pantaðu á netinu áður en þú kemur í fjallið, á hlidarfjall.is Skíðabúnaður til leigu Skíða– og brettaskólinn allt vetrarfríið! Skíða– og brettaskólinn er fyrir alla krakka 5-12 ára, jafnt byrjendur sem lengra komna. Á miðopnu Morgunblaðsins fimmtudaginn 2. febrúar sl. gat að líta grein undir fyr- irsögninni „Er fá- keppni til farsæld- ar?“ Höfundar tala þar fyrir hönd Sam- taka heilbrigðis- fyrirtækja og er margt í þeim mál- flutningi sem vekur furðu. 1. Heilbrigðisþjónusta stenst ekki kröfur til samkeppnismark- aðar. Því veldur m.a. ójöfn staða neytenda og veitenda. Veitandinn er um leið ráðgjafi neytandans og sjúklingar eru í eðli sínu veikur neytendahópur. Þessu til viðbótar er þriðja aðila, samfélaginu, send- ur reikningur fyrir bróðurparti „viðskiptanna“. Þar sem þetta markaðsmódel hefur verið ástund- að er afleiðingin meiri kostnaður, misskipting þjónustunnar á kostn- að hinna veikar settu og stjórn- unarmöguleikar þeirra sem borga brúsann eru litlir (Læknablaðið 2/ 2017 bls. 94-96). 2. Mannauður heilbrigðisþjón- ustunnar verður ekki bættur með því að heimila fleiri læknum að ráða sínum málum sjálfir og velja sér viðfangsefni, sérsvið og sjúk- lingahóp, en um leið að vera fríir frá þeirri samfélagslegu ábyrgð að vera hlekkur í samstilltri þjón- ustukeðju þjóðarinnar. 3. Á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum er fólki á öllum aldri sinnt árið um kring án tillits til þess hvað sé að. Sjúklingum með fjölvandamál er sinnt þarna og sá hópur verður hið stóra við- fangsefni framtíðar. Mannauðsmál þessara lykilstofnana verða ekki bætt með því að auka á hina ójöfnu samkeppni um mannafla sem ríkir milli þeirra og einka- reksturs með minni þjóðfélagsskyldum allt í boði hins opinbera. Þegar for- stjóri Landspítalans bendir á þetta leggja greinahöfundar það út á versta veg og skín eiginhags- munagæslan þar pínlega í gegn. 4. Þá er í greininni reynt að draga upp fegraða mynd af ástandinu þegar þrjú sjúkrahús voru rekin í Reykjavík, „það gaf möguleika á valfrelsi sjúklinga“. Þessi glansmynd er ekki sönn. Sem læknanemi og kandídat á þessum spítölum varð undirrit- aður iðulega vitni að því að þeir sem ekki nutu persónutengsla voru lagðir inn á sjúkrahúsin sitt á hvað eftir því hvert þeirra var á vakt. Fengu þeir engu um það ráðið hvar þeir lentu. Þetta var einkum hlutskipti hinna langveiku og þeirra sem minna máttu sín, oftar en ekki þvert á hagsmuni þeirra. Það er þakkarvert að Birgir landlæknir og Páll sjúkra- húsforstjóri skuli hafa stigið fram og réttilega bent á að hinn stóri og óháði sérfræðingarekstur í Reykjavík hefur vaxið upp í það að vera skipulagslegt vandamál í heilbrigðiskerfinu eins og erlend- ir ráðgjafar hafa endurtekið bent á. Það skortir á að þetta kerfi sé nægur þátttakandi í eðlilegu flæði milli þjónustustiga í heilbrigð- iskerfinu. Innan þess ríkir mis- vægi í framboði einstakra sér- greina og torvelt reynist að koma á þjónustu sérfræðilækna utan höfuðborgarinnar. Þetta ástand mismunar íbúum landsins, bitnar á þróun heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna og torveldar stýr- ingu kostnaðar og samhæfingu heilbrigðiskerfisins sem heildar. Það er vandræðalegt hve læknasamtökunum sem og ein- stökum læknum reynist erfitt að taka þennan „bleika fíl“ til yf- irvegaðrar umræðu og leita í sameiningu raunhæfra úrbóta með þjóðarhag í huga. Talað úr maga fíls Eftir Stefán Þórarinsson »Mannauðsmál þess- ara lykilstofnana verða ekki bætt með því að auka á hina ójöfnu samkeppni um mannafla sem ríkir milli þeirra og einkareksturs með minni þjóðfélags- skyldum allt í boði hins opinbera. Stefán Þórarinsson Höfundur er heimilislæknir og fv. stjórnandi í heilbrigðiskerfinu. Það merkilegasta við hugmyndina um al- þjóðleg mannréttindi er að hún felur í sér að allar manneskjur njóti sambærilegra réttinda, óháð stétt og stöðu, uppruna, litarafti, bú- setu, kyni og svo má áfram telja. Alþjóðleg mannréttindi tryggja okkur m.a. rétt til að leita griða í öðru landi en okkar eigin og sanngjarna málsmeðferð þegar við erum þangað komin. Á þessum grunni hafa þjóðir heims byggt upp kerfi þar sem fólk í neyð getur leitað sér skjóls gegn hörmungum, ýmist af náttúru eða manna völdum. Því miður er enn langur vegur frá því að allar manneskjur njóti mann- réttinda sinna til hins ýtrasta. Í fá- tækum ríkjum og þar sem vopnuð átök geisa er ástandið verst og á slík- um stöðum skiptir mestu sú vörn sem mannréttindi veita borgurunum gagnvart ríkisvaldinu, gegn pynd- ingum, handahófskenndum hand- tökum og ómannúðlegri meðferð. Margt hefur áunnist á þessu sviði á undanförnum árum og það er gleði- legt að á síðustu árum hefur þeim fjölgað verulega sem hafa þurft að svara fyrir gjörðir sínar eftir að hafa brotið mannréttindi á fólki. Víga- menn, herforingjar, harðstjórar og jafnvel æðstu yfirmenn ríkja hafa verið sóttir til saka og dæmdir fyrir brot á mannréttindum. Fjölmörg dæmi eru enn um það, víðsvegar í heiminum, að mannrétt- indi séu brotin á tilteknum hópum, þjóðum eða þjóðflokkum án þess að þeir fái varist. Þá skiptir miklu stuðn- ingur okkar hinna sem enn njótum réttindanna því án stuðnings mega minnihlutahópar síns lítils og á end- anum geta allir lent í þeim hópi. Fræg er hin ljóðræna yfirlýsing þýska prestsins Martin Niemöllers þar sem hann lýsti hlutskipti Þjóð- verja þegar nasistar komust til valda og hófu að ofsækja hvern hópinn á fætur öðrum. Þegar þeir tóku kommúnistana þagði ég. Ég var ekki kommúnisti. Þegar þeir handtóku jafn- aðarmenn þagði ég. Ég var ekki jafn- aðarmaður. Þegar þeir tóku verkamennina mótmælti ég ekki. Ég var ekki verka- maður. Þegar þeir tóku gyðingana þagði ég. Ég var ekki gyðingur. Þegar þeir sóttu mig þá var enginn eftir til að mótmæla. Aldrei má gleyma þeirri baráttu og þeim fórnum sem færðar hafa verið til að tryggja öllum almenningi þau réttindi sem hann nýtur í dag og okk- ur þykja sjálfsögð. Vörumst að taka einstaka þjóðir, hópa eða einstaklinga út fyrir sviga því mannréttindi eru al- menn og allra. Um þann skilning verðum við öll að standa vörð. Skipta mann- réttindi máli? Eftir Kristínu S. Hjálmtýsdóttur og Atla Viðar Thorstensen Kristín S. Hjálmtýsdóttir » Vörumst að taka ein- staka þjóðir, hópa eða einstaklinga út fyrir sviga því mannréttindi eru almenn og allra. Kristín er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Atli Viðar er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Atli Viðar Thorstensen ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.