Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 62

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Plastviðgerðir Rafgeymar Dælur Varahlutir Hlíðarenda | 602 Akureyri | 462 3700 | baldurhalldorsson.is Vörur, vélbúnaður og þjónusta fyrir minni fiskibáta arins. Stjórnvöld þurfa einfaldlega að vinna heimavinnuna sína enda kemur það skýrt fram í frumvarp- inu með afnáminu að sjómenn eigi heldur að semja við atvinnurek- endur sína um greiðslur dagpen- inga í stað þess að vinna með eitt- hvert úrelt afsláttarkerfi. Þar til einhver getur sýnt mér fram á réttlæti þess að flugmenn og flug- liðar fái dagpeninga en sjómenn ekki, þá tel ég galið að þeir fái ekki einhvers konar dagpeninga. Sérstaklega þegar sömu stjórnvöld bera það alltaf fyrir sig að efna- hagslegur stöðugleiki þjóðarinnar allrar eigi svona mikið undir því að sjómenn vinni sína vinnu þegar þau setja lög á hverja einustu til- raun sjómanna til að ná fram leið- réttingu á sínum kjörum. Að halda því fram að dagpeningar sjómanna séu einhverskonar samningsatriði við ríkið er galið. Launþegi og at- vinnurekendur eiga að semja um það sín á milli án aðkomu ríkis þar sem reglurnar liggja fyrir og hafa sjómenn að mínu mati rétt á þeim rétt eins og annað launafólk,“ seg- ir hún. Auðvitað er vantraust Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og samningamaður sjómanna, hefur bent á að mikið vantraust ríki milli sjómanna og útgerðarmanna. Heiðveig tekur undir þetta og segir það fullkomlega skiljanlegt. „Það liggur fyrir að það verð sem sjómenn fá fyrir aflann er oft langt undir því sem gerist í lönd- unum við hliðina á okkur. Af hverju er það? Þetta er sami afli, jafnvel veiddur sitt hvorum megin við 200 mílurnar, sami fiskur sem landað er á sama tíma og íslensk- ir sjómenn fá brot af því sem afl- inn er seldur á erlendis. Svo leggja menn fram bókun um að skipuð verði nefnd til að eyða þessari óvissu og útskýra af hverju þetta stafar, og það spring- ur allt í loft upp hjá útgerð- armönnum. Af hverju má ekki yf- irfara gögn málsins ef menn hafa ekkert að fela? Ef útgerðarmenn treysta sér ekki í þetta er ekki skrýtið að sjómenn treysti þeim illa,“ segir hún. „Þess utan hefur borið á því að útgerðarmenn hafa aflað sér upp- lýsinga um það sem sjómenn ræða sín á milli inni á lokuðum sam- skiptasíðum á samfélagsmiðlum eftir krókaleiðum og notað það gegn sjómönnum í kjaraviðræðum. Mega sjómenn ekki bera saman bækur sínar? Hver getur láð þeim að bera ekki fullt traust til manna sem njósna um þeirra samtöl og neita að láta hlutlausan þriðja aðila yfirfara sölunótur til að sannreyna að það verð sem lífsviðurværi sjó- manna byggist á sé rétt? Ef þú hefur ekkert að fela ætti það ekki að vera nokkurt einasta mál,“ seg- ir Heiðveig. Launahlutfall sjómanna af aflaverðmæti afbakað „Samkvæmt fréttabréfi sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu á sína félagsmenn er því haldið fram að launahlutfall út- gerða sé 30-50%, og að í ákveðnum útgerðarflokkum sé launahlutfallið nær 50%,“ segir Heiðveig. „Framsetning þessara prósentu- talna er jafn ábyrgðarlaus og að nota tímaritið Frjálsa verslun sem heimild. Í opinberum gögnum Hag- stofunnar eru nægar upplýsingar til þess að kortleggja þennan kostnað. Úrtak Hagstofunnar í Hagveiðum og vinnslu tekur til 86% af heildinni og ætti því sam- anburður með notkun þeirra gagna að gefa raunverulega mynd af þess- um stærðum. Til upplýsingar til- heyra þessi gögn einungis útgerð- arhluta fyrirtækjanna og miðast tölur við aflaverðmæti upp úr skipi. Þá á eftir að vinna aflann í verð- mætari afurðir í þeim flokkum þar sem það er gert. Því eiga fyr- irtækin sem eiga bæði útgerð og fiskvinnslu enn meiri verðmæta- aukningu inni og fá því að lokum mun meira fyrir aflann þegar upp er staðið,“ heldur hún áfram og vís- ar til grafsins um launatölur sjó- manna máli sínu til stuðnings. „Þarna sést svart á hvítu hvers kyns afbökun er um að ræða. Sam- tök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga að vita betur en að setja fram svona rakalaust rugl.“ Heiðveig segir einu leiðina til að komast að þeirri niðurstöðu að launahlutfall sjómanna sé helm- ingur aflaverðmætis vera þá að reikna slíkt af því sem eftir stendur þegar búið er að taka 30% olíu- kostnað óskipt til útgerðarinnar. „Ef það er virkilega svo að menn reikna dæmið þannig, þá er það verulega ámælisvert. Mér er fyr- irmunað að sjá hvernig SFS getur sett fram þessar tölur þegar öll op- Samanburður á skilningi SFS og gögnum frá Hagstofu 2011 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2012 2013 2014 2015 Meðaltal Aflahlutir (laun sjómanna) Skilningur SFS, lægsta gildi Skilningur SFS,meðaltal Skilningur SFS, hæsta gildi 30% 33,35% 33,19% 33,20% 32,85% 32,78% 33,07% 30% 30% 30% 30% 30% 40% 40% 40% 40% 40% 40% 50% 50% 50% 50% 50% 50% Olía framhjá skiptum 2011 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 2012 2013 2014 2015 Meðaltal 11,8% 14,2% 11,2% 11,5% 9,6% 11,7% 27% 27% 27% 27% 27% 27% 30% 30% 30% 30% 30% 30%30% 30% 30% 30% 30% 30% Raun skv. Hagstofu Samkvæmt kröfum sjómanna Samkvæmt kröfum útgerðar Núverandi staða Launahlutfallið Samantekt Heiðveigar sem hún segir sýna samanburð á framsetningu SFS um launahlutfall sjómanna annars vegar og tölulegar upplýsingar frá Hagstofu Íslands hins vegar. Olíuverð Samantekt Heiðveigar sem hún segir sýna samanburð á framsetningu SFS um olíu- kostnað annars vegar og tölulegar upplýsingar frá Hagstofu Íslands hins vegar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.