Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 68

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 68
2 dl rauðar linsubaunir (leggja í bleyti í 2 klst. og skola vel) 1½ 1 vatn 1-2 tsk. kókosolía eða önnur góð olía 1 rauðlaukur 3 hvítlauksgeirar 1 blaðlaukur 1 rautt chilli 1 stór sæt kartafla 2 sellerýstilkar 1 glerkrukka tómatgrunnur frá íslenskt grænmeti 1 msk. grænmetiskraftur 2 tsk. kúmmin 2 tsk. oregano 2 tsk. paprika salt og pipar Kasjúhneuur lúka af ferskri steinselju sett yfir í lokin „Allur laukur fer í mat- vinnsluvél, steikt á pönnu með góðri olíu, vatni bætt út í ásamt tómatgrunni og krafti. Linsubaunun og sætri kartöflu í teningum bætt út í og soðið í 20-25 mín. Til þess að gera þetta enn fljótlegra set ég þetta allt saman í sérstakan Tupperware-örbylgjupott sem fer í örbylgju í 15 mínútur og bíður í 5 mínútur og útkoman er æði. Um leið og hún er bor- in fram er hún toppuð með steinselju og nokkrum kasjú- hnetum.“ Grænmetissúpa með rauðum linsubaunum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Þorbjörg Marinósdóttir tobba@mbl.is „Ég stofnaði G fit heilsurækt og þar kenni ég bæði lífsstílsnámskeið sem er fjölbreytt þjálfun sem hver og einn nær að sníða eftir sínum þörfum og hins vegar vellíðunartímar þar sem má segja að grunnurinn sé djúpvöðvaæfingar, æfingar sem sjúkraþjálfarar mæla með en búið að poppa upp með ljúfri tón- list,“ segir Guðbjörg, en margir þekkja hana frá Hreyfingu þar sem hún kenndi við góðan orðstír um árabil. „Ég kenni ansi marga tíma á viku, hætti að telja þegar þeir eru komnir yfir 20, en á meðan ég hef gaman að grúska og liggja yfir æfingum, finna góða tónlist og sinna tímunum mínum vel held ég ótrauð áfram. Mætingin í G fit er frábær og það er eins gott að ég haldi þeim vel við efnið.“ Spurð um ráðleggingar til að borða heilsusamlegar á Guðbjörg nokkur skotheld ráð. „Ef þú þarft að bæta mataræði þitt mæli ég með að þú bætir við hollum venjum smátt og smátt, t.d. sendi ég á námskeiðunum mínum mikið af góðum og auðveldum uppskriftum sem ég er búin að elda og nota. Ég hvet fólkið mitt til að prófa eina nýja á viku, það safnar með því móti uppáhalds hollum réttum sínum. Allt sem fólk venur sig á verður einfalt, það er einfalt að undirbúa græna drykkinn á kvöldin og hafa hann kláran um morguninn.“ Ís með dýfu frekar en skyndibiti Guðbjörg er í hrikalega góðu formi en lætur hún þá aldrei neitt eftir sér? „Ég er sælkeri og held að allir sem hreyfa sig mikið finni þörf til að fá sér stundum sætt. Ís í brauðformi með dýfu klikkar aldrei en skyndibitamatur heillar mig engan veginn. Þeim sem eru heilsumegin finnst heilsusamlegur matur bestur.“ Hollustan er því í fyrirrúmi og Guðbjörg elskar að grúska í eldhúsinu og prufukeyra nýjar uppskriftir. „Ég á mikið af hollustu- uppskriftabókum og finnst gaman að skoða þær og fá hugmyndir þótt ég fari sjaldnast nákvæmlega eftir þeim,“ segir kroppurinn knái, en hún heldur mest upp á bækur frá Sollu á Gló enda er hún sannkölluð rokkstjarna í holl- meti. Guðdómlegt eldhús frá 1985 „Ég sé um að elda matinn á heimilinu en stundum þegar ég er að vinna á matartíma er heimilisfólkið búið að fá skýr fyrirmæli um hvað á að gera og stendur sig vel í því,“ segir Guðbjörg, en eldhúsið er er einn af uppáhalds- stöðum hennar á heimilinu. „Eldhúsið er í uppáhaldi hjá mér, mér finnst æðislegt að nota bestu græj- urnar við eldamennskuna og fer sjaldan í háttinn nema það sé hreint og fínt í eldhúsinu. Eldhúsið er nánast upprunalegt frá 1985 enda hannað af miklu smekkfólki sem bjó hér áður en við fluttum hér inn 2010,“ segir Guðbjörg og skellir í holla og góða vetrarsúpu sem hún mælir með fyrir þá sem vilja nær- ingarríkan og bragðgóðan kvöldverð sem virkar einnig vel í hádeginu daginn eftir. Heilsugaldrar Guðbjargar í Garðabæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðbjörg Finnsdóttir er einn öflugasti líkams- ræktarkennari landsins. Hún íþróttakennari að mennt og á og rekur líkamsræktarstöðina G fit í Garðabæ þar sem hún býr og galdrar gjarnan fram guðdómlega holla rétti í einstaklega fallegu eldhúsi. Heilsubomba Guðbjörg undirbýr morgundrykkinn alltaf kvöldið áður. Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið The Twist® Sous Vide Handhægt grip Snertiskjár LED ljós logar þegar tækið er í notkun Öryggisskynjari - tækið slekkur á sér þegar það er ekki í vatni Auðvelt í notkun Ryðfrír stálhólkur sem auðvelt er að taka af og einfaldar þrif Hringrás vatns 8 lítrar á mínútu Hiti og tími stilltur með snúningi Öflugur 800 W mótor Leikur einn að hægelda mat Vorum að fá nýja sendingu af The Twist Sous Vide síðasta sending seldist upp á nokkrum d ögum Verð 24.500,-kr m/vsk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.