Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 78

Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 HEIMILIÐ Hafsteinn Árnason, sölu- og mark- aðsstjóri hjá flísaversluninni Vídd, er manna fróðastur um allt sem við kemur flísum. Hann segir tískuna í flísum halda áfram að þróast í þá átt að fólk velji stærri flísar, og stundum svo stórar að þær eru orðnar tveggja manna tak. Stóru flísarnar gefa gólfinu stílhreinna yfirbragð og um leið og flísarnar stækka hafa fúgurnar minnkað, og helst að fúgan má varla sjást. „Flísarnar verða stærri og stærri. Fyrir tíu eða fimmtán ár- um voru vinsælustu flísarnar 30x60 cm og þær stærstu 60x60, en í dag þættu þetta frekar litlar flísar og algengt að sjá 80x80 og jafnvel allt upp í 120x120 cm flís- ar. Eru framleiðendurnir meira að segja farnir að gera flísar sem eru allt að 240 cm á lengdina.“ Velja dýrari flísar en áður Að sögn Hafsteins hefur salan gengið ágætlega undanfarin ár. Eftir því sem hagur landans vænkast á ný eftir bankahrun láta fleiri eftir sér að flísaleggja her- bergi á heimilinu upp á nýtt og einnig að uppgangur er í húsbygg- ingageira. „Við verðum vör við það að viðskiptavinirnir eru farnir að leita í dýrari og fínni flísar en áð- ur,“ segir hann en bætir við að framfarir í framleiðslu flísa hafi skapað möguleika á að búa til sér- deilis falleg gólf sem þurfa ekki að kosta mikið. „Það sem framleið- endurnir gera er að taka myndir af flísum úr náttúrusteini og prenta á verksmiðjuframleiddar flísar. Útkoman er mjög raunveru- leg og fæstir geta greint mun á t.d. ekta marmara og flísum gerð- um með þessari aðferð. Hafa þess- ar marmaraflísar eða kalksteins- flísar þó þann kost að vera ekki eins gjarnar á að rispast eða brotna, eða draga í sig raka. Er óhætt að sulla rauðvíni á þessar flísar, á meðan hætt væri við að húsráðandi fengi hjartaáfall ef óvænt helltist úr rauðvínsglasi á náttúrulegan marmara.“ Engar endurtekningar Er ekki nóg með að verk- smiðjuframleiddu flísarnar séu sterkari og ódýrari en náttúrulegi steinninn heldur er hægt að flísa- leggja stóra fleti án þess að tvær flísar líti eins út. „Það var einn gallinn við framleiðsluna áður fyrr að ekki var mikil fjölbreytni í munstrinu á prentuðu flísunum. Nú hefur þetta breyst og erfitt fyrir heimilismeðlimi að finna tvær flísar sem eru alveg eins.“ Flísarnar stækka og stækka  Tækniframfarir þýða að verksmiðjufram- leiddar flísar geta litið út alveg eins og nátt- úrusteinn en eru sterkari og þola betur slit og vökva  Parketflísar henta vel í opnum eldhúsum þar sem umgangur er mikill Morgunblaðið/Árni Sæberg Notagildi Hafsteinn segir erfitt að sjá muninn á alvöru marmaraflís og verksmiðjuframleiddri flís sem prentuð hef- ur verið með marmarayfirborði. Síðarnefnda flísin er þó ódýrari og sterkari og þolir það þó rauðvín hellist niður. Gaman er að skoða hvernig ólík- ar þjóðir velja mismunandi gólf- efni. Hafsteinn segir Íslendinga t.d. sjaldan flísaleggja svefn- herbergið en undantekningalítið setja flísar á bað, eldhús og and- dyri. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að teppaleggja heimili sín á meðan Ítalir eru hrifnir af flís- unum. „Þar er allt flísalagt; bæði stofur og svefnherbergi, og skemmtilegt að veita þessu at- hygli, t.d. á ítölsku hótelunum þar sem flísar eru á gólfum allra herbergja.“ Sinn er flísa- siður í landi hverju SJÓNMÆLINGAR Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.