Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 83
MINNINGAR 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Minn kæri vinur Eiður er lát-
inn. Það var mikið áfall þegar
sonur hans Halli hringdi til mín
með þessar fréttir. Við Eiður
höfðum talað saman á gamlárs-
kvöld eins og ævinlega, en það
var fastur siður okkar að hringja
um tólfleytið. Hann hress að
vanda.
Við Eiður kynntumst í skáta-
hreyfingunni sem ungir menn.
Eiður þá 15 ára og ég 18 ára og
vorum við frá þeim tíma ætíð
bestu vinir.
Eiður var alinn upp af ein-
stæðri móður sem seldi verka-
mönnum fæði. Hann hafði því
ekki úr miklu að spila á þeim
tíma. Faðir hans hafði látist þeg-
ar Eiður var 10 ára að mig
minnir.
Þar sem Eiður var mjög vel
gefinn var honum umhugað um
að menntast. Hann fór í Mennta-
skólann í Reykjavík, þar sem
hann kynntist góðum vinum sem
áttu eftir að fylgja honum alla
ævi. Síðar nam hann stjórnmála-
fræði í Bandaríkjunum. Sem vin-
ur Eiðs var ég svo lánsamur að
kynnast vinum hans líka og var
það mér til mikils happs.
Einn vina Eiðs var Pétur Axel
Jónsson, sonur Jóns Axel Péturs-
sonar, bankastjóra Landsbank-
ans. Jón Axel reyndist okkur vel
og gerðist velgjörðarmaður okk-
ar Eiðs.
Eftir að Eiður varð fullorðinn
vann hann hin merkustu störf
ætíð með þeirra alúð og um-
hyggju sem einkenndi hann. Það
er of langt mál að telja upp öll
störf sem Eiður leysti af hendi en
þau voru t.d. sjónvarpsmaður,
ráðherra og margfaldur sendi-
herra.
Þrátt fyrir sínar annir brást
aldrei að Eiður hringdi í mig og
við heimsóttum Jón Axel ætíð á
aðfangadag allt þar til hann lést.
Svo tryggur var Eiður vinum sín-
um.
Eiður vissi að mig langaði að
einnig að læra og hann var mér
alltaf innan handar ef ég þurfti
aðstoð og hvatti mig til dáða.
Hann lét vini sína kenna mér fyr-
ir gagnfræðaprófið. Eiður var
alltaf sá sem hægt var að reiða
sig á. Eiður bar sennilega traust
til mín þar sem hann bað mig að
kenna tveim börnum sínum að
aka bíl og var það mér ánægja.
Eiður kynntist Eygló Haralds-
dóttur, þá bæði kornung, og hún
var honum besta eiginkona sem
nokkur getur óskað sér.
Við vorum í skátaflokki sem
nefndist Refir og þrátt fyrir hans
miklu annir alltaf hafði hann tíma
til að sinna þeim hópi vina sinna
og gegndi hann trúnaðarstörfum
fyrir skátahreyfinguna um skeið.
Ábyrgðarfullur var hann með
eindæmum og þegar við t.d. vor-
um að þvælast um sveitir Suður-
lands og bíllinn bilaði, sem gerð-
ist nokkrum sinnum, var Eiður
ekki í rónni fyrr en hann gat látið
vita að hann yrði seinn heim.
Nú þegar Eiður er allur og
þegar Halli hringdi í mig varð
mér svo mikið um að ég gleymdi
að votta samúð mína, en sagði að-
eins nú fá þau Eygló að vera sam-
an á ný.
Ég samhryggist innilega börn-
um hans sem ég hef þekkt frá
fæðingu og öllum ættingjum og
vinum.
Blessuð sé minning Eiðs.
Baldur Oddsson.
Vinur minn Eiður Guðnason
var sannur eðalkrati sem alla tíð
bar loga gamla Alþýðuflokksins í
sálu sinni.
Hann barðist alla tíð af einurð
fyrir sterku velferðarsamfélagi
en þreyttist aldrei á að prédika
að hin hliðin á klassískri jafnað-
arstefnu var sterkt og heilbrigt
atvinnulíf. Sú arfleifð sígildrar
jafnaðarstefnu einkenndi einmitt
Samfylkinguna fyrsta áratuginn
þegar hún varð stærsti flokkur
þjóðarinnar og naut ráða, reynslu
og atfylgis manna eins og Eiðs.
Eiður var til æviloka í þeim til-
tölulega þrönga hópi sem ég leit-
aði jafnan ráða hjá í flóknum póli-
tískum stöðum. Í júní 1993 varð
ég arftaki hans sem umhverfis-
ráðherra þegar hann hvarf úr
virkum stjórnmálum og við tók
glæsilegur ferill í utanríkis-
þjónustunni. Á þeim örstutta
tíma sem til stefnu var setti hann
mig af mikilli kostgæfni inn í
vandasömustu mál ráðuneytisins,
varaði mig við torfærum fram
undan og sýndi mér einstaka
hlýju og örlæti. Löngu síðar
hvatti hann mig eindregið til að
verða utanríkisráðherra og jós þá
ótæpilega úr djúpum sjóðum
reynslu sinnar. Á erfiðum dögum
bankahrunsins þegar ég var í
hópi fjögurra ráðherra sem
stýrðu landinu um örmjótt ein-
stigi var hann trúnaðarmaður
minn. Síðar komst ég að því að
póstar millum okkar voru mikil-
vægt gagn rannsóknarnefndar
Alþingis við að búa til tímalínu at-
burðarásar í hraðskák nokkurra
örlagaríkustu daganna.
Ég naut þess að Eiður var vin-
ur foreldra minna beggja úr
hreyfingum frímúrara og skáta.
Uppi á vegg yfir skrifborði föður
míns hékk jafnan mynd af honum
og nokkrum glæsilegum ungum
mönnum í kjól og hvítu eftir fund
í stúkunni Glitni. Í þeim hópi var
Eiður. Stundum komu þeir heim í
Bólstaðarhlíðina eftir fundi, betri
stofan var opnuð, og nóttin ómaði
af söng og gleði. Menn gengu
ekki endilega hægt um gleðinnar
dyr á þeim nóttum.
Fyrstu pólitísku samskipti
okkar voru þó ekki farsæl. Ég var
ritstjóri Þjóðviljans og lenti í
harðri blaðadeilu sem tengdist
Eiði. Af tilviljun mætti ég þá Eiði
í fyrsta sinn fullorðinn í Alþing-
ishúsinu. Hann nam staðar, hristi
vísifingurinn eins og þegar hon-
um varð heitt í hamsi og sagði:
„Mundu hverjir foreldrar þínir
eru.“ Það fundust mér giska
þung orð.
Vinátta okkar bast svo þegar
ég varð þingmaður 1991 og varð
formaður í þingflokki sem líklega
var best mannaða sveitin sem
jafnaðarmenn sendu á Alþingi
fyrr og síðar. Þar urðu oft sjóð-
heitar umræður, enda var það
einkenni Alþýðuflokksins að þar
tókust menn harkalega á um mál-
efni án þess að persónuleg sam-
skipti biðu hnekki. Oft naut ég þá
ráðsnilldar Eiðs við að leiða erfið
og umdeild mál til lykta. Þar birt-
ist önnur hlið á hinum heitfengna
stjórnmálamanni, sáttfýsi, hjálp-
semi og diplómatía. Leiðir okkar
skildu aldrei eftir þetta og urðu
því sterkari sem báðir eltust.
Í leiðarlok þakka ég mínum
góða félaga fyrir liðsinni hans við
mig, við jafnaðarstefnuna og fyr-
ir að vera alltaf trúr sínum hug-
sjónum. Guð blessi minningu
góðs drengs og þá góðu fjöl-
skyldu sem hann lætur eftir.
Össur Skarphéðinsson,
fv. utanríkisráðherra.
„Mínir vinir fara fjöld …“ Sú
er sameiginleg lífsreynsla allra
minna jafnaldra. Vinir okkar fara
fjöld. Við hverja brottför slitnar
strengur. Römm taug, sem hnýt-
ir okkur ekki bara við þann sem
fór heldur við alla þá daga þegar
við vorum enn virkir þátttakend-
ur. Sterk taug sem tengir okkur
við minninguna um liðin ævi-
skeið. Þegar við enn áttum er-
indi.
Leiðir okkar Eiðs Guðnasonar
lágu fyrst saman á vordögum árið
1978. Árin áður og lengi síðan var
Alþýðublaðið blaðamannaskóli til
uppeldis á fréttamönnum, sem
síðan létu að sér kveða á öðrum
og stærri fjölmiðlum. Eiður var
einn þessara stjörnufréttamanna
sem ólust upp á Alþýðublaðinu en
var kominn til starfa hjá sjón-
varpinu þegar ég mætti til leiks.
Annar stjörnufréttamaður af Al-
þýðublaðinu, Árni Gunnarsson,
vann þá hjá Ríkisútvarpinu,
hljóðvarpi. Aðrir úr skóla Al-
þýðublaðsins voru áberandi í
störfum fyrir aðra fjölmiðla. Allir
nutu þeir mikillar virðingar í
sinni stétt. Örfáum árum síðar, á
vordögum 1978, lágu leiðir okkar
þriggja saman. Þegar þeir Eiður
og Árni, ásamt Vilmundi heitnum
Gylfasyni og fleiri ungum körlum
og konum gengu opinberlega til
liðs við íslenska jafnaðarstefnu
og áttu stóran hlut í þeim sigur-
vinningi sem vannst í Alþingis-
kosningunum árið 1978. Síðan
hefur varla liðið sá dagur að við
höfum ekki átt sameiginlega veg-
ferð, sameiginleg baráttumál og
sameiginleg tjáskipti. Hvort sem
Eiður Guðnason var nálægur eða
fjarri í viðfangsefnum sínum sem
alþingismaður, ráðherra og
sendiherra voru öll okkar sam-
skipti jafn traust og jafn náin.
Þegar baráttan stóð um samein-
ingu jafnaðarmanna, sem okkur
tókst að ljúka farsællega þó við-
takendur hafi glutrað því niður,
og úrslitum réði að fjárhagur
okkar gamla flokks, Alþýðu-
flokksins, yrði farsællega leystur,
þá kom enginn einn einstaklingur
til meiri aðstoðar en Eiður
Guðnason. Var hann þó löngu
hættur opinberum afskiptum.
Þannig var Eiður. Traustur, vin-
fastur, drenglyndur.
Fjörutíu ára vinátta. Fjörutíu
ára sameiginleg vegferð. Þegar
svo sterkur strengur brestur er
ekkert eitt né heldur eitthvað fátt
sem kemur upp í hugann. Hálft
æviskeiðið með öllum sínum at-
burðum, ánægjustundum og
áföllum lifnar við. Örmyndirnar
kvikna í heimi hugans. Ein af
annarri. Koma og fara – en geta
aldrei orðið nákvæmlega eins aft-
ur. Því strengur er slitinn. Okkar
hlutverk, sem eftir lifum, er hlut-
verk áhorfandans. Okkar veru-
leiki er myndirnar sem birtast á
þili hugans.
Síðustu ár Eiðs og Eyglóar
voru erfið. Eiginkona Eiðs, hún
Eygló, greindist með erfiðan
sjúkdóm. Sá sjúkdómur var ekki
síður erfiður eiginmanninum.
Eftir að Eygló lést hlaut Eiður
stundarhvíld en bar ávallt þunga
byrði söknuðar. Andlát Eiðs bar
brátt að. Engin veiklun né vanlíð-
an. Maðurinn með ljáinn kvaddi
ekki einu sinni dyra. Hann bara
birtist – og tók. Allir þeir vinir
mínir, sem farið hafa fjöld, hafa
hver um sig kvatt tilveruna með
sínum hætti. Að fá að fara eins og
Eiður hygg ég að sé sá besti kost-
ur sem boðist getur. Því trúi ég.
Lífsdögum Eiðs er nú lokið. Svo
tekur aftur einn dagurinn við af
öðrum hjá okkur, vinum hans.
Löng eða stutt röð daga þar sem
hver um sig líkist öllum hinum.
Uns kvöldar og sól sest.
Sighvatur Björgvinsson.
Fregnin sem barst í liðinni
viku, að Eiður Guðnason hefði
orðið bráðkvaddur á heimili sínu,
minnti okkur enn á það að líf
mannlegt endar skjótt. En minn-
ingin um Eið lifir – um dugnað
hans, einlægni og ríka réttlætis-
kennd sem einkenndi öll hans
störf.
Kornungur gerðist Eiður
blaðamaður við Alþýðublaðið en
réðst að loknu háskólanámi – sem
hann stundaði samhliða blaða-
mennskunni og öðrum ritstörfum
– sem fréttamaður til hins ný-
stofnaða íslenska sjónvarps árið
1967. Í því starfi varð hann brátt
þjóðþekktur – vinsæll og vel met-
inn gestur í stofum landsmanna.
Á miklum umbrotatímum í ís-
lenskum stjórnmálum árið 1978
kvaddi Eiður fréttamennskuna
og bauð sig fram fyrir Alþýðu-
flokkinn í Vesturlandskjördæmi.
Framboð hans fékk þegar mikinn
stuðning, og hann var kosinn á
þing þá um vorið. Hann átti síðan
sæti á Alþingi við góðan orðstír í
15 ár.
Þótt leiðir okkar Eiðs lægju
oft saman á þeim árum sem hann
starfaði við fjölmiðla kynntumst
við ekki persónulega fyrr en ég
fór í framboð til Alþingis fyrir Al-
þýðuflokkinn árið 1987. Atvikin
réðu því að við unnum saman í að-
draganda kosninganna það ár að
gerð kynningarefnis fyrir fram-
boð flokksins. Þá kynntist ég því
vel hversu orðvís og ritfær hann
var og jafnframt vel skipulagður
og afkastamikill til ritstarfa. Þar
naut hann reynslu sinnar sem
blaðamaður og sjónvarpsmaður.
Með honum var gott að starfa.
Ég met það mikils að ég fékk
að ferðast með Eiði um kjördæmi
hans í kosningabaráttunni árið
1987 og fór með honum á fundi,
heimili og vinnustaði. Þá kynntist
ég því vel hversu vinsæll og virt-
ur hann var í kjördæminu um leið
og ég naut frábærrar leiðsagnar
hans um land og sögu Vestur-
lands.
Eiður var starfsamur þing-
maður og einkar laginn að koma
vandasömum málum fram. Gott
dæmi um þetta er lagasetningin
um stjórn fiskveiða á árunum
1988 til 1990. Þá beitti Eiður sér
ásamt öðrum þingmönnum Al-
þýðuflokksins fyrir því að sam-
komulag náðist um þá grundvall-
arreglu laganna að nytjastofnar á
Íslandsmiðum eru sameign ís-
lensku þjóðarinnar og úthlutun
veiðiheimilda samkvæmt þeim
myndar ekki eignarrétt. Þrátt
fyrir langvarandi ágreining um
framkvæmd þessarar löggjafar
stendur þessi meginregla óhögg-
uð.
Á þeim árum sem Eiður starf-
aði sem blaðamaður og sjón-
varpsmaður vakti vandað málfar
hans og flutningur efnis verð-
skuldaða athygli. Hann hlaut í
viðurkenningarskyni verðlaun úr
Móðurmálssjóði Björns Jónsson-
ar 1974. Til hinstu stundar hafði
hann vakandi auga á málfari og
málsmeðferð í fjölmiðlum og
sendi frá sér mola um það efni
daginn sem hann féll frá.
1991 varð Eiður umhverfisráð-
herra og norrænn samstarfsráð-
herra í ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks. Undir
forystu hans markaði hún fyrst
íslenskra ríkisstjórna heildar-
stefnu í umhverfismálum þar
sem mið var tekið af sjálfbærri
þróun. Um mitt ár 1993 sagði
Eiður af sér þingmennsku og
ráðherrastörfum og gekk til liðs
við utanríkisþjónustuna, þar sem
hann starfaði með ágætum víða
um lönd. Við Laufey vorum svo
lánsöm að geta sótt þau Eið og
Eygló heim bæði í Ósló og Pek-
ing. Við hittum á heimilum þeirra
fjölmarga kollega Eiðs frá ýms-
um löndum. Á þeim fundum kom
glöggt fram hversu góðir fulltrú-
ar Íslands og Norðurlanda þau
hjónin voru – hvar sem var í
heiminum.
Þessum orðum fylgja innilegar
samúðarkveðjur frá okkur Lauf-
eyju til barna Eiðs og fjölskyldna
þeirra. Við minnumst hans með
þakklæti og virðingu.
Jón Sigurðsson.
Með nokkrum orðum minnist
ég míns góða vinar, Eiðs Guðna-
sonar. Margs er að minnast við
svo óvænt og ótímabært fráfall
hans.
Við höfðum vitað hvor af öðr-
um en kynntumst ekki fyrr en við
áttum saman setu á Alþingi á ár-
unum 1978-1993. Samstarf okkar
hlaut að verða nokkuð. Við vorum
formenn þingflokka okkar sam-
tímis um átta ára skeið, vorum
fulltrúar Íslandsdeildar Norður-
landaráðs, sátum saman í ríkis-
stjórn árin 1991-1993.
Þar gegndi Eiður stöðu um-
hverfisráðherra af áhuga og
festu. Umhverfismál snertu mig
mjög. Því var það að við ræddum
oft saman um þann málaflokk.
Barátta okkar, og margra ann-
arra, gegn tiltekinni framkvæmd
hins opinbera er minnisstæð, þótt
ekki hefðum við sigur þar.
Þá hittumst við oft á Hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni þar sem
eiginkonur okkar voru vistmenn
síðustu ár þeirra. Þær létust báð-
ar árið 2015 með fárra mánaða
bili. Svo vorum við grannar í
Garðabæ síðustu árin.
Við vorum ekki alltaf sammála
í pólitíkinni. Það vissum við fyrir.
En við höfðum margt að ræða og
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
HJÖRDÍS ÞÓRUNN
HJÖRLEIFSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn
28. janúar.
Jarðarförin var frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 7. febrúar.
Starfsfólki Hrafnistu er þökkuð góð aðhlynning.
Skúli Guðmundsson Sigríður Guðný Jóhannesd.
María Skúladóttir
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GERÐA T. GARÐARSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Hólabraut 15,
lést föstudaginn 3. febrúar. Við þökkum
starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun og
hlýju í hennar garð.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10.
febrúar klukkan 15.
Elsa Aðalsteinsdóttir
Björn Árnason
Auðunn Gísli Árnason Fríða J. Jónsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FRÚ RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn
5. febrúar. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 13. febrúar klukkan 13.30.
Snorri Jóhannsson Maureen Patricia Clark
Þórólfur Jóhannsson
Guðrún Birgisdóttir Heimir Bragason
Ragnhildur D. Hannesdóttir
Birgir Rafn Snorrason
Ragnheiður Thelma Snorradóttir
Viktor Már Snorrason Marín Jacobsen
Kara Lind Snorradóttir
Hannes Heiðar Þórólfsson
Eva María Þórólfsdóttir
Magnea Rún Thelmudóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR JÓNSSON,
Hánefsstöðum,
Svarfaðardal,
lést á heimili sínu 1. febrúar.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju
mánudaginn 13. febrúar klukkan 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á dagdeild göngudeildar Sjúkrahússins á
Akureyri.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorbjörg Alfreðsdóttir
Ástkær dóttir, móðir og systir okkar,
ERLA LÓA ÁSTVALDSDÓTTIR,
lést á sjúkrahúsi á Ítalíu 7. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Ástvaldur Eiríksson
Linda og Carlo
Marco og Veronica
Erika og Edo
Ólafur og Lára
Lárus og Kristín
Helga og Ágúst
og fjölskyldur