Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 92

Morgunblaðið - 09.02.2017, Page 92
92 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Ég er fæddur og uppalinn vestur í Bolungarvík og hef ávallt veriðmikill sveita- og náttúruáhugamaður,“ segir Bjarni Benedikts-son, framkvæmdastjóri Iceland Seafood ehf., sem á 60 ára af- mæli í dag. „Ég var í sveit á Miðdal hjá föðurbróður mínum Birgi og Karitas konunni hans. Þar var mitt annað heimili. Fór svo í Bændaskól- ann á Hvanneyri, ætlaði að verða bóndi en flutti til Reykjavíkur og ílentist í störfum tengdum fiskútflutningi. Rak m.a. eigið fiskútflutningsfyrirtæki um árabil.“ Helstu áhugamál Bjarna eru tengd sveitinni og náttúrunni og eru hestamennska, veiði, fjallgöngur, skíði og lífið sjálft. „Svo fer ég árlega í göngur norður í Skagafjörð og er gangnamaður fyrir vin minn Agnar bónda og oddvita á Miklabæ.“ Sambýliskona Bjarna er Bjarnveig Eiríksdóttir lögmaður. „Við eigum samtals fjögur börn og stjúpbörn. Ég á Auðbjörgu og Benedikt og stjúp- soninn Hreggvið og Bjarnveig á Hólmfríði. Barnabörnin eru orðin 6. Við erum ásamt góðum vinum okkar með hesthús og nokkra hesta á Kjóavöllum í Kópavogi og búum þar rétt hjá. Ég nýt þess að fara í hest- húsið og fara á bak og í útreiðar eins oft og færi gefst. Ég veit fátt skemmtilegra en að vera vel ríðandi um landið í góðra vina hópi. Hef farið í lengri og skemmri hestaferðir árlega í 40 ár í góðum félagsskap. Ég stefni á að fagna afmælinu í áföngum á árinu. Ætla að byrja á skíðaferð með skíðahópnum okkar. Svo er í undirbúningi hestaferð á Löngufjörur í vor, einnig til að fagna afmælinu. Svo er aldrei að vita hvað fleira verður á dagskrá með hækkandi sól.“ Hjónin Bjarni og Bjarnveig í hestaferð í Borgarfirði. Fór í Bændaskólann en lenti í fiskinum Bjarni Benediktsson er sextugur í dag V aldimar Örnólfsson fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 9.2. 1932. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1953, íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni 1954, íþróttafræðiprófi frá Íþróttaháskólanum í Köln 1956, prófi í frönsku og frönskum bók- menntum frá Háskólanum í Gren- oble í Frakklandi 1957 að und- anförnu frönskunámi við HÍ og háskólana í Köln og Grenoble. Valdimar var íþróttakennari við MR 1957-67 og kenndi frönsku við sama skóla 1958-72. Hann stjórnaði og kenndi leikfimi í Ríkisútvarpinu á árunum 1957-82 og var íþróttastjóri Háskóla Íslands frá 1967 og þar til hann fór á eftirlaun. Valdimar stofnaði Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum 1961, ásamt Eiríki Haraldssyni, og stjórnaði honum meira og minna fram að aldamótum 2000, þegar loka varð skólanum vegna snjóleysis. Valdimar lék Harald í Skugga- Valdimar Örnólfsson, fyrrv. íþróttastjóri HÍ – 85 ára Í tilhugalífinu Valdimar og Kristín, ung að árum, stödd á Snækolli í Kerlingafjöllum á því herrans ári 1962. Vakti þjóðina með morgunleikfimi í 25 ár 80 ára afmælið Valdimar og fjölskylda í Hlíðarfjalli fyrir fimm árum. Hafnarfjörður Eva Noría Konstantinsdóttir, fæddist í Reykjavík 1. febrúar 2016. Hún vó 3.826 g og var 51,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Katrín Glóey Viktorsdóttir og Konstantin Tihomirov. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isLaugavegi 178, sími 540 8400. Viltu bæta tungumálakunnáttuna Enska v Danska v Norska v Sænska v Þýska v Franska v Spænska Við bjóðum upp á staðnám eða fjarnámi í tungumálum, þar sem nemendur fá vandað les- og hlustunarefni þar sem nemendur geta æft sig daglega. Þú hlustar, lest og talar og orðaforðinn í talmáli þínu eykst um allt að 75% meira en í hefðbundnu námi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.