Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 95

Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 95
DÆGRADVÖL 95 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Við leitum að listaverkum Síðustu forvöð að koma með listaverk á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, louisu matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu tryggvadóttur. ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Sýning í Gallerí Fold Síðasta sýningarhelgi sveitungar magnús Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér líður vel og berð það með þér. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á langþráða lausn. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er mögulegt að snúa göllum þínum upp í kosti. Misjafnar skoðanir munu takast á í dag. Bíddu í nokkra daga með að ræða það sem er mikilvægt fyrir þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki bíða eftir fullkomnum að- stæðum til að halda áfram. Komdu jafn- vægi á málin svo þú getir komið einhverju í verk. Nú er rétti tíminn til að hreyfa sig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýndu skilning þegar náinn vinur færist undan að svara spurningum þínum. Fyrir því liggja vissar ástæður sem þú munt fá að vita í fyllingu tímans. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur ástæðu til að vera hikandi varðandi eitthvað í vinnunni eða prívatlíf- inu. Stuttar ferðir, samræður við ættingja, lestur og skriftir, verslun og viðskipti taka tíma þinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að vera reiðubúinn að beita þínum innri styrk gegn tilfinningum og ásókn annarra. Hluta af þér líður eins og barni, og sá hluti vill koma út. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er gott að þiggja aðstoð annarra þegar mikið liggur við en gleymdu ekki að þakka hana þegar allt er afstaðið. Vertu því sanngjarn og réttsýnn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert þreyttur og áhugalaus á öllum sviðum og þarft að gera eitthvað til að breyta því. Gangi þér vel. Vinnan göfgar manninn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gættu þess vel sem þú vilt ekki að aðrir komist yfir. Orkan sem þú leggur í það sem þú fæst við er líf þitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Varaðu þig á því að festast í einhverju leiðindafari. Reyndu að forðast árekstra og láttu mikilvægar samræður bíða betri tíma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert engu bættari þótt þú hafir síðasta orðið í deilum við kunningja þína. Breyttu um aðferð og vertu ögn þol- inmóðari í framsetningu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Yfirmaður þinn eða yfirboðari er til- búinn að ræða ýmis óvissuatriði. Hafðu því jafnan borð fyrir báru. Kristján Eiríksson Skagfirð-ingur og íslenskufræðingur sendi mér skemmtilegan tölvupóst: „Hér á eftir fara nokkrar kosn- ingavísur frá ýmsum tímum kveðn- ar undir hætti þeim er sauðsháttur nefnist. Eru megineinkenni hans þau að þegar skáldið hefur ort fyrripart vísu þrýtur það andríkið og verður að grípa til seinniparts (eða fyrriparts) sem einhver annar hefur áður kveðið. Elstu vísurnar eru ortar fyrir alþingiskosningarn- ar 2007 en tvær þær síðustu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Í vísunum er(u) kjósandi (kjós- endur) að reyna að átta sig á eigin- leikum og stefnumálum flokkanna og sjá hver býður best og hefur þekkilegasta stefnuskrá. Eftir fyrstu könnun hallast höfundur (höfundar) helst að eftirtöldum flokkum og eru niðurstöðurnar settar hér fram í eftirfarandi vís- um: Hjá vinstri grænum bið um brauð, bregst ei listugt smjaður. „Svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður.“ Þótt framsókn missi fé og hold finn ég mitt skjólið þarna „meðan gróa grös í mold og glóir nokkur stjarna.“ Og íhaldið kýs ég, elskan mín, ó, hve það fagurt syngur: „hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, tittlingur.“ Styð ég þig sæla samfylking, síst er það út í bláinn „þegar allt er komið í kring kyssir torfa náinn.“ Frjálslyndra ég fylli hjörð frækn í snörpum brýnum. „Því er alltaf einhver hörð arða í skónum mínum?“ Framtíð björt mót sumri og sól seiðir líkt og guðinn Bragi. „Engir hemlar ónýt hjól, allt í þessu fína lagi.“ Pírata er geðið grand, gott hjá þeim að dreyma. „Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima.“ Skemmtilegt væri að fá sendar fleiri vísur undir sauðshætti. Páll Imsland hefur áhyggjur af „sunnudagsheilsunni“ og biður Leirlið að vera kátt í messulokin: Það er fiskur í fljótinu Kálfá, sem Friðmundur búandi hálfá á. Á mótı́ honum býr einn makalaus fýr og helming sá bölvaður bjálfı́ á. Halldór Blöndal halldórblondal@simnet.is Vísnahorn Kosningavísur undir sauðshætti Í klípu „ÉG LÝSI YKKUR ÞÁ HJÓN. ÞÚ MÁTT SENDA SMS Á KONUNA ÞÍNA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VIÐ VORUM Á SAFNINU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... full af von HVERSDAGS FÖSTUDAGUR HEPPNI EDDI… HVAÐ ER ÞÉR EFST Í HUGA Í DAG? BARA SAMI HATTURINN OG ÉG ER ALLTAF MEÐ, STJÓRI… VONA AÐ ÉG SJÁI ÞIG FLJÓTT! Víkverji rakst á „gamlan vin“ umdaginn í formi tölvuleiksins Minesweeper. Víkverji eyddi ófáum dauðum stundum í æsku sinni í þeim leik, sem gengur í stuttu máli út á það að hreinsa jarðsprengjusvæði án þess að springa sjálfur. Einu vís- bendingarnar sem spilarinn fær eru í formi tölustafa frá 1-8 sem segja hon- um hversu margar sprengjur eru í nánd. x x x Ekki leið á löngu áður en Víkverjivar enn á ný kominn á fullt í „hreinsunina“, að vinstrismella þar sem hann hélt að engin sprengja leyndist og merkja meintar sprengj- ur með hægri. Víkverji er greinilega kominn vel úr æfingu, því að enn sem komið er hefur ekkert gengið hjá honum að hreinsa öll þessi „jarð- sprengjusvæði“. Alltaf nær Víkverji að ýta á rangan blett. Game over. x x x Þegar leikurinn er spilaður á erfið-asta stigi er auðvelt að komast í hann krappan. Þegar Víkverji var kominn á fullt í enn eina baráttuna tók hann eftir því að honum mættu ekkert nema 3 eða 4, og stöku fimma hér og þar. Til þess að endurorða þetta á mannamáli var Víkverji kom- inn í töluverð vandræði. Hið ofvirka ímyndunarafl hans sá síðan til þess að í huganum var Víkverji að þræða einhvern frumskóginn í Víetnam að leita að þessum „Charlie“. Það var í það minnsta skárra en raunveruleik- inn; fölleitur þybbinn karlmaður að sóa tímanum fyrir framan tölvuskjá. x x x Það versta við Minesweeper er ein-faldlega það hvað hann er ávana- bindandi. Fyrir tölvuleik með enga grafík og ófjölbreytta spilun hefur Minesweeper reynst merkilega lang- lífur. Á netinu er meira að segja hægt að sjá heilu og hálfu heimasíðurnar sem tileinkaðar eru þessum leik, þar sem menn keppast við að leysa þraut- irnar sem sneggst. Það er meira að segja til heimsmeistari í þessari „göf- ugu íþrótt“! Sú staðreynd fær Vík- verja til þess að íhuga enn og aftur hvað hafi eiginlega farið úrskeiðis í lífi sínu. Af hverju þarf hann að vera svona normal? vikverji@mbl.is Víkverji Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Matt. 7:7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.