Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 98
98 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun
fara með stórt hlutverk í kvik-
myndinni Mortal Engines, sem
frumsýnd verður undir lok næsta
árs, en einn af handritshöfundum
hennar og framleiðendum er Peter
Jackson, leikstjórinn sem á m.a. að
baki Hringadróttinssögu-þríleik-
inn. Leikstjóri myndarinnar verður
Christian Rivers og verður hún sú
fyrsta í fullri lengd sem hann leik-
stýrir, ef marka má vefinn Internet
Movie Database.
Handritið verður byggt á fyrstu
bókinni í fjögurra bóka flokki rit-
höfundarins Philips Reeve, The
Hungry City Chronicles, en sú heit-
ir Mortal Engines. Hera mun fara
með aðalkvenhlutverk kvikmynd-
arinnar, hlutverk Hester Shaw.
Sögur Reeve gerast í framtíðinni
og eru dystópískar, jörðin hefur
verið lögð í eyði og þær fáu borgir
sem eftir standa heyja baráttu sín á
milli um takmarkaðar auðlindir.
Morgunblaðið hafði samband við
Heru í gær og sagðist hún lítið
mega tjá sig um verkefnið að svo
stöddu. Hún gæti þó staðfest frétt-
ina og að tökur á myndinni hefjist á
þessu ári. Hera sagði hlutverkið
frábært tækifæri fyrir sig og að
hún hlakkaði mikið til að vinna með
því virta hæfileikafólki sem að
myndinni kæmi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hæfilekarík Hera Hilmarsdóttir.
Frábært tækifæri
og mikil tilhlökkun
Andartök / Moments nefnist sýning
Árna Páls Jóhannssonar, mynd-
listarmanns og leikmyndahönnuðar,
sem verður opnuð í Gallery
GAMMA, Garðastræti 7, í dag klukk-
an 17.
Árni Páll Jóhannsson lærði ljós-
myndun og lauk meistaraprófi en
sneri sér snemma að myndlist. Hann
hélt fyrstu myndlistarsýningu sína í
Gallerí SÚM árið 1975 og hefur síð-
an haldið um tug einkasýninga og
tekið þátt í fjölmörgum samsýn-
ingum, á Íslandi og erlendis. Hann
kynntist ungur listamönnunum í
SÚM-hópnum sem fyrst kynntu
konseptlist og mínímalisma hér á
landi, og hefur sýnt með mörgum
þeirra. Á sýningunni má sjá gott yf-
irlit yfir efnistök og nálgun Árna
Páls – ljósmyndir og þrívíð verk – og
gefin er út vönduð sýningarskrá.
Listamaðurinn Árni Páll Jóhannsson í sýningarsal GAMMA.
Árni Páll sýnir í Gallery GAMMA
Málverkasýning er heiti sýningar sem verður opnuð í
i8 galleríi við Tryggvagötu í dag, fimmtudag, kl. 17. Á
sýningunni gefur að líta ný verk eftir sex erlenda sam-
tímalistarmenn sem hafa getið sér gott orð fyrir mál-
verk á undanförnum árum og er málverkið helsti mið-
ill þeirra allra. Listamennirnir eru Andreas Eriksson,
Mairead ÓhEocha, Silke Otto-Knapp, Melanie Smith,
Lara Viana og James White.
Að sögn Auðar Jörundsdóttur hjá i8 koma lista-
mennirnir úr ýmsum áttum en hafa þó einhvern sam-
eiginlegan tón. Íslenskir sýningargestir þekkja best til
sænska listamannsins Andreas Eriksson, sem hefur
meðal annars vakið athygli fyrir að vinna út frá mál-
verkum eftir Jóhannes Kjarval og setti fyrir þremur
árum upp rómaða sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem
hann stillti verkum þeirra upp saman. Hann hefur ver-
ið fulltrúi Svía á Feneyjatvíæringnum. Mairead
O’hEocha er írsk og starfar í Dyflini; Silke Otto-Knapp
er frá Þýskalandi, nam menningarfræði auk mynd-
listar og býr í Los Angeles; Melanie Smith og James
White eru Bretar, Smith býr í Mexíkóborg en White í
London; og þá er Lara Viana frá Brasilíu og býr og
starfar bæði í Salvador og London.
Verk samtíma-
málara sýnd í i8
Náttúrusýn Andreas Erikson er þekktur fyrir verk sín.
þætti frekar en smásögur og þótt
skilgreiningar á orðunum séu keim-
líkar og erfitt kannski að greina þar
á milli verður þó að viðurkennast að
orðið þættir kallar fram hugrenn-
ingatengsl við fornar íslenskar bók-
menntir og á afskaplega vel við sög-
urnar þrettán, sem eru einmitt
þættir eða frásagnir af mönnum.
Einhverjar sögurnar sem segja af
ungum drengjum eftir miðbik síð-
ustu aldar hafa á sér örlítið ævisögu-
legan blæ og hefur Þórarinn sagt í
viðtali við DV að bernska manna sé
yfirleitt áhugaverðasta lesning
minningarsagna af því að þar komi
til hið skapandi minni einstaklings.
Þótt sögumaður haldi jafnan ákveð-
inni fjarlægð frá viðfangsefninu,
sem gefur kómískri sýninni meira
svigrúm, er þó augljóst hversu
greiðan aðgang höfundur á að heimi
barnsins og tekst honum afskaplega
vel að blanda saman hinu hversdags-
lega og hinu ævintýralega eða jafn-
vel ótrúlega. Margar bestu sögurnar
leita í þennan brunn t.d. „Gifsbangs-
inn“, „Feilskotið“ og „Blöndukútur í
Sorpu“.
Stíllinn nýtur sín vel, hnyttnin,
gríðarlegt vald yfir tungumálinu og
óvænt útspil lygilegra hugmynda
(hér má t.d. nefna leynikryddið í
brauðum föður sögumanns í sögunni
„Brauðin hans pabba“). En úr-
vinnsla hugmyndanna er misjöfn,
sumar ná ekki öðru en að verða
skondinn texti og í einstaka tilvikum
dregur spaugilegur endapunktur
jafnvel úr vægi sögunnar. Oftar er
Nú fyrir jólin kom út sjö-unda smásagnasafn Þór-arins Eldjárns, Þættir afséra Þórarinum og fleir-
um. Á margan hátt njóta styrkleikar
Þórarins sem ljóðskálds einnig í
smásögunni – enda formin ekki
óskyld og smásagan stundum sögð
skyldari ljóðinu en skáldsögunni.
Hnyttni og hugmyndaauðgi sem
mætti kalla ákveðin höfundar-
einkenni Þór-
arins finnast hér
í ríkum mæli
enda hafa smá-
sagnasöfn Þór-
arins jafnan not-
ið mikilla vin-
sælda meðal
landsmanna.
Hin sér-
kennilega beyging nafnsins í titl-
inum á samkvæmt höfundi rætur að
rekja til 17. aldar, einkum á Suður-
landi, og vísar til langalangafa hans
sem var prófastur á Vatnsleysu-
strönd. Annað sem vekur athygli í
titli er að Þórarinn kallar formið
það þó einmitt kímnigáfa (sem vissu-
lega er gáfa) Þórarins sem lyftir
sögunum upp og gefur þeim tilgang
og lit. Í áðurnefndu viðtali segir Þór-
arinn að það hafi aldrei þótt mjög
fínt að vera fyndinn og hann hafi
jafnvel fundið fyrir kröfu um að
hætta að vera fyndinn – hann er
greinilega ekki að leitast við að upp-
fylla þær óskir með Þáttum af séra
Þórarinum og fleirum og er það vel.
Mögulega þykir ófínt að vera fynd-
inn en húmor Þórarins er vissulega
ein ástæðan fyrir langvarandi vin-
sældum hans hjá þjóðinni. Þeir eru í
raun fáir íslensku höfundarnir sem
þora að skrifa fyndnar bækur – ég
vona að Þórarinn hætti því aldrei.
Morgunblaðið/Golli
Hnyttinn Húmor Þórarins er ein ástæðan fyrir langvarandi vinsældum hans.
Höfundareinkennin eru
hnyttni og hugmyndaauðgi
Þættir
Þættir af séra Þórarinum og fleirum
bbbnn
Eftir Þórarinn Eldjárn.
Vaka-Helgafell, 2016. 147 bls. innb.
MARÍANNA CLARA
LÚTHERSDÓTTIR
BÆKUR
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma