Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 98

Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun fara með stórt hlutverk í kvik- myndinni Mortal Engines, sem frumsýnd verður undir lok næsta árs, en einn af handritshöfundum hennar og framleiðendum er Peter Jackson, leikstjórinn sem á m.a. að baki Hringadróttinssögu-þríleik- inn. Leikstjóri myndarinnar verður Christian Rivers og verður hún sú fyrsta í fullri lengd sem hann leik- stýrir, ef marka má vefinn Internet Movie Database. Handritið verður byggt á fyrstu bókinni í fjögurra bóka flokki rit- höfundarins Philips Reeve, The Hungry City Chronicles, en sú heit- ir Mortal Engines. Hera mun fara með aðalkvenhlutverk kvikmynd- arinnar, hlutverk Hester Shaw. Sögur Reeve gerast í framtíðinni og eru dystópískar, jörðin hefur verið lögð í eyði og þær fáu borgir sem eftir standa heyja baráttu sín á milli um takmarkaðar auðlindir. Morgunblaðið hafði samband við Heru í gær og sagðist hún lítið mega tjá sig um verkefnið að svo stöddu. Hún gæti þó staðfest frétt- ina og að tökur á myndinni hefjist á þessu ári. Hera sagði hlutverkið frábært tækifæri fyrir sig og að hún hlakkaði mikið til að vinna með því virta hæfileikafólki sem að myndinni kæmi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hæfilekarík Hera Hilmarsdóttir. Frábært tækifæri og mikil tilhlökkun Andartök / Moments nefnist sýning Árna Páls Jóhannssonar, mynd- listarmanns og leikmyndahönnuðar, sem verður opnuð í Gallery GAMMA, Garðastræti 7, í dag klukk- an 17. Árni Páll Jóhannsson lærði ljós- myndun og lauk meistaraprófi en sneri sér snemma að myndlist. Hann hélt fyrstu myndlistarsýningu sína í Gallerí SÚM árið 1975 og hefur síð- an haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum, á Íslandi og erlendis. Hann kynntist ungur listamönnunum í SÚM-hópnum sem fyrst kynntu konseptlist og mínímalisma hér á landi, og hefur sýnt með mörgum þeirra. Á sýningunni má sjá gott yf- irlit yfir efnistök og nálgun Árna Páls – ljósmyndir og þrívíð verk – og gefin er út vönduð sýningarskrá. Listamaðurinn Árni Páll Jóhannsson í sýningarsal GAMMA. Árni Páll sýnir í Gallery GAMMA Málverkasýning er heiti sýningar sem verður opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu í dag, fimmtudag, kl. 17. Á sýningunni gefur að líta ný verk eftir sex erlenda sam- tímalistarmenn sem hafa getið sér gott orð fyrir mál- verk á undanförnum árum og er málverkið helsti mið- ill þeirra allra. Listamennirnir eru Andreas Eriksson, Mairead ÓhEocha, Silke Otto-Knapp, Melanie Smith, Lara Viana og James White. Að sögn Auðar Jörundsdóttur hjá i8 koma lista- mennirnir úr ýmsum áttum en hafa þó einhvern sam- eiginlegan tón. Íslenskir sýningargestir þekkja best til sænska listamannsins Andreas Eriksson, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að vinna út frá mál- verkum eftir Jóhannes Kjarval og setti fyrir þremur árum upp rómaða sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem hann stillti verkum þeirra upp saman. Hann hefur ver- ið fulltrúi Svía á Feneyjatvíæringnum. Mairead O’hEocha er írsk og starfar í Dyflini; Silke Otto-Knapp er frá Þýskalandi, nam menningarfræði auk mynd- listar og býr í Los Angeles; Melanie Smith og James White eru Bretar, Smith býr í Mexíkóborg en White í London; og þá er Lara Viana frá Brasilíu og býr og starfar bæði í Salvador og London. Verk samtíma- málara sýnd í i8 Náttúrusýn Andreas Erikson er þekktur fyrir verk sín. þætti frekar en smásögur og þótt skilgreiningar á orðunum séu keim- líkar og erfitt kannski að greina þar á milli verður þó að viðurkennast að orðið þættir kallar fram hugrenn- ingatengsl við fornar íslenskar bók- menntir og á afskaplega vel við sög- urnar þrettán, sem eru einmitt þættir eða frásagnir af mönnum. Einhverjar sögurnar sem segja af ungum drengjum eftir miðbik síð- ustu aldar hafa á sér örlítið ævisögu- legan blæ og hefur Þórarinn sagt í viðtali við DV að bernska manna sé yfirleitt áhugaverðasta lesning minningarsagna af því að þar komi til hið skapandi minni einstaklings. Þótt sögumaður haldi jafnan ákveð- inni fjarlægð frá viðfangsefninu, sem gefur kómískri sýninni meira svigrúm, er þó augljóst hversu greiðan aðgang höfundur á að heimi barnsins og tekst honum afskaplega vel að blanda saman hinu hversdags- lega og hinu ævintýralega eða jafn- vel ótrúlega. Margar bestu sögurnar leita í þennan brunn t.d. „Gifsbangs- inn“, „Feilskotið“ og „Blöndukútur í Sorpu“. Stíllinn nýtur sín vel, hnyttnin, gríðarlegt vald yfir tungumálinu og óvænt útspil lygilegra hugmynda (hér má t.d. nefna leynikryddið í brauðum föður sögumanns í sögunni „Brauðin hans pabba“). En úr- vinnsla hugmyndanna er misjöfn, sumar ná ekki öðru en að verða skondinn texti og í einstaka tilvikum dregur spaugilegur endapunktur jafnvel úr vægi sögunnar. Oftar er Nú fyrir jólin kom út sjö-unda smásagnasafn Þór-arins Eldjárns, Þættir afséra Þórarinum og fleir- um. Á margan hátt njóta styrkleikar Þórarins sem ljóðskálds einnig í smásögunni – enda formin ekki óskyld og smásagan stundum sögð skyldari ljóðinu en skáldsögunni. Hnyttni og hugmyndaauðgi sem mætti kalla ákveðin höfundar- einkenni Þór- arins finnast hér í ríkum mæli enda hafa smá- sagnasöfn Þór- arins jafnan not- ið mikilla vin- sælda meðal landsmanna. Hin sér- kennilega beyging nafnsins í titl- inum á samkvæmt höfundi rætur að rekja til 17. aldar, einkum á Suður- landi, og vísar til langalangafa hans sem var prófastur á Vatnsleysu- strönd. Annað sem vekur athygli í titli er að Þórarinn kallar formið það þó einmitt kímnigáfa (sem vissu- lega er gáfa) Þórarins sem lyftir sögunum upp og gefur þeim tilgang og lit. Í áðurnefndu viðtali segir Þór- arinn að það hafi aldrei þótt mjög fínt að vera fyndinn og hann hafi jafnvel fundið fyrir kröfu um að hætta að vera fyndinn – hann er greinilega ekki að leitast við að upp- fylla þær óskir með Þáttum af séra Þórarinum og fleirum og er það vel. Mögulega þykir ófínt að vera fynd- inn en húmor Þórarins er vissulega ein ástæðan fyrir langvarandi vin- sældum hans hjá þjóðinni. Þeir eru í raun fáir íslensku höfundarnir sem þora að skrifa fyndnar bækur – ég vona að Þórarinn hætti því aldrei. Morgunblaðið/Golli Hnyttinn Húmor Þórarins er ein ástæðan fyrir langvarandi vinsældum hans. Höfundareinkennin eru hnyttni og hugmyndaauðgi Þættir Þættir af séra Þórarinum og fleirum bbbnn Eftir Þórarinn Eldjárn. Vaka-Helgafell, 2016. 147 bls. innb. MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR BÆKUR Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.