Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 100

Morgunblaðið - 09.02.2017, Side 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Þjóðminjar fjalla um söguÞjóðminjasafns, innviðiþess, safnkostinn, fyr-irkomulag hans og miðlun, rannsóknir, samvinnu við önnur söfn, svo nokkuð sé nefnt. Þetta er falleg bók í stóru broti, ríkulega myndskreytt og mikið borið í útlit; saurblöð t.d. fagurlega mynstruð og bandið fallegt. Víða fylla myndir heila síðu eða opnu, aðrar eru minni og rúmast margar á síðu; allar valdar af smekkvísi. Bókin er fallegur prentgripur. Fræðileg verkfæri svo sem tilvísanir eru að jafnaði á hverri síðu, en höfundar mynda eru í sér- stakri skrá í bókarlok. Prófarka- lestur er til fyrirmyndar. Forngripasafn Íslands var stofnað 1863, en hefur heitið Þjóðminjasafn síðan 1911 þegar það heiti skaust inn í fjárlög. Fyrstu gripirnir voru af- hentir 1863 og litlu fyrr fór fram uppgröftur á kumli norður í Mývatnssveit þar sem fundust merk- ir munir sem nú eru varðveittir. Safnið var á hálfgerðum hrakhólum þangað til það fékk núverandi hús- næði við Suðurgötu árið 1950, form- lega afhent 1952; var áður á Dóm- kirkjuloftinu, í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, í Landsbankahúsinu og Safnahúsinu við Hverfisgötu 1908-50 ásamt fleiri söfnum í þrengslum. Starfsemin hefur gjör- breyst þótt rauði þráðurinn sé verndun og varsla þjóðminja; með nokkrum sanni má segja að grund- völlurinn hafi breikkað. Lög um safnið frá 2013 marka því ramma og nú er það höfuðsafn á sínu sviði eins og Náttúruminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Það er öðrum söfnum til stuðnings og ráð- gjafar og er nú skilgreint sem há- skólastofnun; starfsmenn koma að kennslu í fornleifa- og safnafræði. Nokkurt hringl hefur verið á stjórnsýslu sem varðar safnið, en nú er það aftur komið þangað sem það á heima, í mennta- og menn- ingarmálaráðu- neyti; það er ómögulegt að stofnanir flytjist milli ráðuneyta eftir duttlungum stjórnmálamanna, söfn þurfa að búa við festu. Forn- leifarannsóknir voru lengi eitt meginviðfangsefni starfsmanna, en sú iðja er nú á fleiri höndum. Deilur risu um safnið og innan þess á síð- asta áratug aldarinnar sem leið. Margir voru ósáttir við lokun safns- ins til þess að endurnýja húsnæðið, en líklega var það skynsamlegasta úrræðið úr því sem komið var. Innan safns urðu undarlegar deilur um Miðhúsasilfrið svonefnda, þar sem þessum skrifara fannst ómaklega vegið að starfsheiðri Þórs Magn- ússonar og Kristjáns Eldjárn. Ein- ungis lauslega er vísað til þessa í rit- inu (bls. 36). Deilurnar um lokunina sýndu hins vegar að mönnum var annt um Þjóðminjasafnið. Myndir sérstakt augnayndi Lengi vel voru starfsmenn fáir og höfuðviðfangsefni þeirra var upp- gröftur og söfnun, bæði jarðfundinna muna og annarra; síðan hefur for- vörslu fleygt fram. Sýningarrými var takmarkað þangað til safnið fékk sitt eigið hús, en þó höfðu menn ríka við- leitni til þess að gera þennan menn- ingararf aðgengilegan. Nú er staðan gjörbreytt. Þjóðminjasafnið er lif- andi safn og samkomustaður. Ný grunnsýning var opnuð 2004 eftir endurbyggingu safnsins, Þjóð verður til, og hönnun hennar og val safn- gripa til sýningarinnar heppnaðist vel þótt jafnan þurfi að huga að end- urnýjun. Safnið hefur tekið snjall- tæki í þjónustu sína til þess að víkka sjónsvið safngesta og tengja þá bet- ur við liðna tíð – í ljósi samtímans, ef svo má segja, auk þess eru sérsýn- ingar á vegum safnsins, bæði um einstök þemu sem og á ljósmyndum. Söfnun manna- mynda hófst 1908 og safnið á nú milljónir ljós- mynda sem eru fjársjóður; bókin sjálf ber því vitni, en sumar mynd- irnar í henni eru sérstakt augna- yndi, aðrar hafa sjálfstætt heim- ildagildi (sjá t.d. bls. 28-29, 165, 312). Þjóðháttadeild safnsins hefur safnað upplýsingum frá landsmönnum með skipulegum hætti síðan 1960 og eru það stór- merkilegar heimildir um liðna tíð sem. m.a. lýsa því hvernig sumir safngripir voru notaðir í daglegu lífi fólks. Allur safnkostur er síðan skráður rafrænt í Sarp, menningar- sögulegt gagnasafn. Ekki má gleyma því að Þjóðminjasafnið er að hluta til listasafn, þar eru elstu málverkin sem varðveist hafa, fágætir kirkju- gripir, útskurður í tré, silfursmíði, svo nokkuð sé nefnt. Örnefnadeild, síðar Örnefnastofnun, var sameinuð Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum. Þróttmikið rannsóknarstarf Hús eru hluti af menningararfinum og á vegum Þjóðminjasafns eru fjöl- mörg hús varðveitt og þeim gert til góða; í nokkrum þeirra eru byggða- söfn til húsa. Frumkvöðlar húsafrið- unar mættu ekki alltaf skilningi, en þjóðin á þeim margt að þakka; nefna má Víðimýrarkirkju og Bernhöfts- torfuna sem sérstök dæmi og er þó af mörgu að taka. Eitt er að safna og verja muni og hús, annað er að rannsaka safnkost- inn og miðla niðurstöðunum til al- mennings; mörgum eru í minni þætt- ir Kristjáns Eldjárn í svarthvítu sjónvarpi. Rannsóknir á menningar- arfinum hafa eflst að miklum mun. Nýtt varðveislu- og rannsóknahús styrkir þennan starfsþátt safnsins. Skrá um útgefin rit sýnir að þar er unnið þróttmikið rannsóknastarf auk þess sem starfsmenn Þjóðminjasafns eiga vænan skerf í tímariti fornleifa- félagsins sem kemur út ár hvert. Safnahúsið við Hverfisgötu er nú hluti Þjóðminjasafns og þar er sér- stök sýning með gripum þaðan og úr fleiri þjóðsöfnum landsins, Sjón- arhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Safnahúsið er gersemi og einhvern veginn finnst mér að mistekist hafi að finna því nýtt hlut- verk þótt þessi sýning sé í sjálfu sér falleg og metnaðarfull. Hún orkar á mig sem eins konar „minibus“ sem menn aka greitt í gegnum sýnishorn af íslenskri menningu og náttúru. Líklega er þorri gesta erlendir ferða- menn – sem sleppa því að fara í höf- uðsöfnin (Náttúruminjasafnið að vísu enn í kössum). Merkileg saga Í Þjóðminjum er rakin saga safnsins frá fyrstu tíð til samtímans, starf- semi og viðfangsefnum lýst náið og viðruð framtíðarsýn. Þessum skrif- ara finnst jafnan orka tvímælis að forstöðumaður stofnunar skrifi sögu hennar, einkum þó um þann tíma sem viðkomandi er sjálfur við stjórn- völinn. Að sönnu hefur forstöðu- maður þekkingu og forsendur sem enginn annar hefur, en ný augu sjá jafnan hlutina af öðrum sjónarhóli og enginn er dómari í eigin ranni. Það breytir ekki því að Þjóðminjasafnið á sér merkilega sögu sem hér er sögð, allt frá því að Sigurður málari orðaði hugmyndir sínar og fram til nú- tímans þegar safnið er gildur þáttur í vörslu menningararfleifðarinnar og þangað kemur fjöldi manns viku hverja, á sýningu, í safnbúðina, í kaffistofuna eða á fyrirlestur. Kafla- skipting bókarinnar veldur því að svolítið verður um endurtekningar sem óhjákvæmilegt er og ekki til lýta. Skrifari man þá tíð þegar safnið var lokað og var ósáttur við þá fram- vindu. Að sama skapi var ánægju- legt að ganga um sali eftir endur- bygginguna. Grunnsýningin er frábær og þær sérsýningar á safns- ins vegum sem skrifari hefur sótt hafa allar verið áhrifaríkar og metn- aðarfullar og fyrirlestrar til ánægju og fróðleiks. Þessi bók sýnir að safn- ið er einn af hornsteinum þjóðmenn- ingarinnar og rannsóknir starfs- manna og miðlun þeirra eiga gildan þátt í ræktun hennar. Þjóðminjar á öld snjalltækja Fræði Þjóðminjar bbbbn Eftir Margréti Hallgrímsdóttur. Þjóðminjasafn, meðútgefandi Crymo- gea 2016. Innbundin 351 bls., með heimildaskrá, myndaskrá og skrá um útgáfu Þjóðminjasafns Íslands. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðminjavörður „Þjóðminjasafnið á sér merkilega sögu sem hér er sögð,“ segir rýnir um viðamikla bók Margrétar Hallgrímsdóttur, Þjóðminjar. Sögustaður Frá fornleifarannsókn á Bergþórshvoli. Matthías Þórðarson til vinstri. Matthías var Þjóðminjavörður á árunum 1907 til 1947. Frá heiðni Hnefinn og taflmenn úr Baldursheimskumlinu. Eftir fund þess hófst undirbúningur að stofnun safns til að tryggja varðveislu forngripa. Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson Miðlun Færibandið með gripum frá 20. öld á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. „Grunnsýningin er frábær og þær sérsýningar á safnsins vegum sem skrifari hefur sótt hafa allar verið áhrifaríkar og metnaðarfullar,“ segir rýnir. Ljósmynd/Ólafur Magnússon Ljósmynd/Ívar Brynjólfsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.