Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 105
MENNING 105
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Sváfnir Sigurðarson og drengirnir
af upptökuheimilinu halda útgáfu-
tónleika í Gamla bíói í kvöld kl.
20.30. Á þeim verður fagnað út-
gáfu fyrstu sólóplötu Sváfnis, Lof-
orð um nýjan dag, sem kom út í
desember í fyrra og hefur hlotið
prýðilegar viðtökur, m.a. hjá gagn-
rýnandanum Arnari Eggerti Thor-
oddsen.
Drengirnir af upptökuheimilinu
eru Eðvarð Lárusson, Kristján
Freyr Halldórsson, Pálmi Sig-
urhjartarson, Tómas M. Tómasson
og Haraldur V. Sveinbjörnsson en
einnig munu félagar í Drengjakór
íslenska lýðveldisins taka lagið.
Sváfnir gefur plötuna út sjálfur
og hefur hún að geyma níu lög þar
sem melódramatíkin er aldrei
langt undan og yrkisefnin jafn ólík
og lögin eru mörg, eins og því er
lýst í tilkynningu.
„Sváfnir hefur komið víða við í
tónlist, ýmist sem flytjandi eða höf-
undur. Fyrst með hljómsveitinni
KOL sem sendi frá sér geisladisk-
inn Klæðskeri keisarans árið 1994.
Sváfnir var um tíma meðlimur í
dönsku hljómsveitinni Quite
Frankly í og er annar söngvara og
lagahöfunda í hljómsveitinni Menn
ársins sem sendi frá sér geisladisk
árið 2008. Sváfnir hefur samið tón-
list við leiksýningar og stutt-
myndir svo fátt eitt sé nefnt,“ seg-
ir í tilkynningunni.
Sváfnir og drengirnir fagna útgáfu
Fögnuður Sváfnir og félagar halda
útgáfutónleika í kvöld í Gamla bíói.
Íblábyrjun þessarar aldarskrifaði ungskáld nokkurtbréf til austurríska ljóð-skáldsins Rainer Maria
Rilke og bað það um að ritrýna
ljóð sín og ráða sér heilt. Í svari
sínu ráðlagði Rilke skáldinu að líta
sér næst í leit að yrkisefni og ef
því virtist líf sitt hversdagslegt og
innihaldslítið, óhentugt til að yrkja
um, væri við engan annan en
skáldið sjálft að sakast. Alvöru
skáld þarf aldrei að skorta efnivið
því þau hafa hæfileika til að koma
auga á hið skáldlega og mikilfeng-
lega í hversdeginum.
Paterson fer að ráðum Rilkes
og nær að galdra fram fegurðina í
því lítilfjörlega. Paterson, að-
alpersóna þessarar samnefndu
myndar, vinnur sem strætóbíl-
stjóri og mætti segja að hann sé
eins konar holdgervingur þess
hversdagslega. Hann er samt gríð-
armikið ljóðskáld og sækir yrkis-
efni sín í sitt fáskrúðuga daglega
líf. Ljóðunum safnar hann í litla
stílabók og sýnir engum nema
sinni heittelskuðu Lauru.
Verkefni skáldsins Patersons og
kvikmyndarinnar Paterson er það
sama, að búa til listaverk úr því
ofurvenjulega: að fara í kvöld-
göngu með hundinn, að vakna á
morgnana eða að lesa utan á eld-
spýtnastokk yfir morgunkaffinu.
Myndin nýtir sér stílbrögð ljóðlist-
arinnar í þessu verkefni. Líkt og
ljóð, sem gjarnan fara í ákveðna
hringferð, er byrjað og endað á
sama stefinu. Þá eru endurtekn-
ingar mikið notaðar, bæði í sam-
tölum og í skotum, fólk endur-
tekur sömu setningarnar og sömu
rammarnir eru endurnýttir og
þannig skapast ljóðræn hrynjandi.
Persónugalleríið í myndinni er
sérlega litríkt, en eins og Jar-
musch-aðdáendur þekkja skarta
myndir hans gjarnan fjölbreyttum
og skemmtilegum aukapersónum
og ættu þeir því ekki að verða
sviknir. Samtöl aukapersónanna
eru oft ísmeygilega kímin, ég
hafði sérstaklega gaman af ungu
anarkistunum í strætisvagninum,
sem halda að þeir séu eina fólkið
með viti í gervöllum Paterson-bæ.
Þá sjáum við nokkrum þekktum
einstaklingum bregða fyrir, þar á
meðal rapparanum Method Man
og japanska leikaranum Masatoshi
Nagase, sem lék í Mystery Train
eftir Jarmusch og Íslendingar
ættu að þekkja úr mynd Friðriks
Þórs, Á köldum klaka.
Jarmusch er alræmdur fyrir að
vísa í eigin myndir en með því
skapar hann heildstæðan heim úr
verkum sínum. Hér er engin und-
antekning gerð, eygja má vísun í
nýlega heimildarmynd hans
Gimme Danger sem fjallar um
hljómsveitina The Stooges, auk
vísunar í The Limits of Control og
líklega mætti tína til fleiri.
Ég, líkt og margir sem á mót-
unarárunum þyrsti í góðar kvik-
myndir, hreifst snemma af verk-
um Jarmusch og að sjá hann á
RIFF 2010 var draumi líkast.
Maður gerir því ákveðnar kröfur
til hans en síðasta leikna mynd
hans, Only Lovers Left Alive, olli
mér ákveðnum vonbrigðum og var
engan veginn á pari við það betra
í höfundarverkinu. Sérgrein Jar-
musch er að gera listrænar kvik-
myndir um töffara og með þeirri
mynd fór hann helst til langt í
töffaraáttina en hér heldur hann
lengra í listrænu áttina.
Í myndinni er tíminn gerður að
umfjöllunarefni, sem sést meðal
annars í ljóði Patersons sem hefst
á þessum línum:
Þegar þú ert barn
lærirðu
að það eru þrjár víddir:
hæð, breidd og dýpt.
Eins og skókassi.
Seinna meir heyrirðu svo
af tilvist fjórðu víddarinnar:
tímans.
Reglulega er sýnt á armbandsúr
Patersons og þar með vísar Jar-
musch til úrsins í mynd Yasujiro
Ozu, A Tokyo Story. Án þess að
langyrða um gríðarflóknar kenn-
ingar Gilles Deleuze er Paterson
borðleggjandi dæmi um það sem
hann kallaði „tímamyndina“, þar
sem sérstök áhersla er lögð á
tímavídd kvikmyndamiðilsins og
tíminn er gerður áþreifanlegur.
Sagan sjálf er frekar einföld,
myndin gerist á einni viku í lífi
Patersons og segir frá honum
sjálfum og samferðarfólki hans.
Hann gerir nokkurn veginn það
sama á hverjum degi og er þessi
daglega hringrás hans endurtekin
með vissum tilbrigðum í hvert
sinn. Myndin fjallar ekki um neina
stóra viðburði heldur frekar um
hið fallega og ljóðræna í hversdeg-
inum og sýnir fram á að ekkert er
leiðinlegt eða venjulegt, nema við
ákveðum að svo sé. Þá eru það
frekar persónurnar og ferðalag
þeirra sem halda myndinni uppi
en atburðarásin sem slík.
Paterson er frábær kvikmynd,
hún er trú þeim stíl sem sést í
betri myndum Jarmusch en býður
jafnframt upp á eitthvað nýtt og
ferskt. Hún er ljóðræn (í orðsins
fyllstu merkingu), fyndin og falleg
og algjörlega ómissandi áhorf fyr-
ir aðdáendur leikstjórans silfur-
hærða.
Ómissandi Paterson er algjörlega ómissandi áhorf fyrir aðdáendur Jim Jarmusch, að mati gagnrýnanda.
Ást í eldspýtnastokki
Bíó Paradís
Paterson bbbbb
Leikstjóri: Jim Jarmusch. Handrit: Jim
Jarmusch. Ljóð: Ron Padgett. Stjórn
kvikmyndatöku: Frederick Elmes. Klipp-
ing: Alfonso Goncalves. Aðalhlutverk:
Adam Driver og Golshifteh Farahani. 118
mín. Bandaríkin, 2016.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 13. mars.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
Fermingarblað Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 17. mars
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 5.20
SÝND KL. 8, 10.10
SÝND KL. 10.40
SÝND KL. 8, 10.30
SÝND KL. 5.40 - ísl tal
SÝND KL. 6