Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 108

Morgunblaðið - 09.02.2017, Qupperneq 108
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 40. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Ljóst að fjölmiðlar hafi séð... 2. Andlát: Ólöf Nordal 3. Andlát: Helgi Jóhannsson 4. Hringsólaði yfir Reykjanesi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Boðið verður upp á létta stemn- ingu í hádeginu dag í Fríkirkjunni í Reykjavík en þá verða flutt nokkur vel valin lög eftir tónskáldið Sigfús Halldórsson. Flytjendur eru Særún Harðardóttir sópran og Lilja Eggerts- dóttir píanóleikari. Tónleikarnir hefj- ast kl. 12 og verða um 30 mín. langir. Flytja valin lög eftir Sigfús Halldórsson  Stefán Boulter opnar myndlistar- sýninguna Stjörnuglópa í dag kl. 17 í Galleríi Gróttu. Stefán var um nokkurra ára skeið lærlingur og aðstoðarmaður norska listmál- arans Odds Nerdrum og bera verk hans þess merki. Meginuppistaða sýningarinnar er myndröð eða fjöl- skylda af verkum sem hafa verið unn- in á síðustu tveimur árum. Stjörnuglópar Stef- áns í Galleríi Gróttu  Grínistinn Ari Eldjárn kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í kvöld, annað kvöld og á laugardaginn og fer með gamanmál sem tengjast hljómsveitinni og kynnir vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfón- íutónleikum, t.d. úr vinsælum kvik- myndum síðustu áratuga. Hljómsveit- arstjóri er Bernharður Wilkinson og skal þess getið að upp- selt er á tónleikana í kvöld og annað kvöld en auka- tónleikum hefur verið bætt við 11. febrúar kl. 16. Ari spaugar með SÍ Á föstudag Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning austantil. Léttir til und- ir kvöld. Hægari framan af degi, rigning eða slydda undir kvöld. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-10 m/s og skúrir eða él vestantil á landinu í dag og hiti 0 til 5 stig, en 15-23 m/s og rigning eystra. VEÐUR „Þetta er dálítið skrýtin til- finning, sérstaklega þessa allra síðustu daga sem ég er hérna í starfi. Ég hef verið hérna samfleytt í tæplega 25 ár og það er einkennilegt að þetta skuli vera síðasta vikan,“ segir Geir Þor- steinsson, sem lætur af embætti formanns Knatt- spyrnusambands Íslands á ársþinginu í Vestmanna- eyjum á laugardaginn. »2-3 Dálítið skrýtin til- finning að hætta Undanúrslitin í bikarkeppni karla í körfuknattleik fara fram í Laugar- dalshöllinni í dag og kvöld en 1. deildar lið Vals mætir bik- armeisturum KR klukk- an 17 og síðan eigast við Grindavík og Þór úr Þorlákshöfn. „Þetta er stórt fyrir okkur, að fá svona risa- leik í Höllinni, og mjög gaman að vera að fara að spila þarna,“ segir Bene- dikt Blöndal úr Val en lið hans hefur komið hressilega á óvart. » 4 Hvað gerir Valur gegn bikarmeisturunum? Keflavík leikur til úrslita um Malt- bikar kvenna í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir 82:67 sigur liðsins á Hauk- um í undanúrslitum í Laugardalshöll í gær. Keflvíkingar mæta sigurveg- aranum úr leik Skallagríms og Snæfells en leikur liðanna fór fram í gærkvöldi. Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöll næstkomandi laugardag. »1 Keflavík í bikarúrslit enn eina ferðina ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kristján Logason, sjálfstætt starf- andi leiðsögumaður hjá Amazing Iceland, hefur nýtt sér snjallsíma- forrit sem þýðir ensku jafnóðum á öll helstu tungumál. Kristján hefur ver- ið að keyra um suðurströnd Íslands með ferðamenn í vetur og notar þýð- ingarforritið Microsoft Translator Live til að brjóta tungumálamúra sem koma upp í vinnunni. Hann komst í kynni við forritið í gegnum einn af höfundum þess. „Einn af höf- undum forritsins er gamall bréfavinur vinkonu okkar hjónanna, hefur skrifast á við hana í mörg ár. Hann kom til Íslands í ann- að skiptið í haust og kynntist ég hon- um þá. Hann kynnti mér þetta forrit og við prófuðum það,“ segir Kristján. Einstaklega auðvelt í notkun Forritið virkar þannig að tveir að- ilar tengja símana sína saman með strikamerki eða númeri. Þegar því er lokið geta þeir talað í sinn síma og hann þýðir á það tungumál sem hinn hefur valið. Þá geta fleiri en einn verið með í samræðunum. Kristján segir þó að það sé ekki ennþá hægt að tala íslensku en enskan virki vel. „Þú skráir þig inn á þínu tungumáli, því miður er ekki hægt að hafa ís- lenskuna ennþá þannig að ég nota enskuna. Þá getur viðmælandinn notað sitt tungumál hvort sem það er kínverska, þýska, spænska eða franska,“ segir Kristján. Þýðingar- vélar sem þessi byggjast á gamalli tækni en eru sífellt að verða betri. Hópspjall með mörgum tungumálum er hins vegar nýjung af hálfu Micro- soft. Þegar Kristján prufukeyrði forritið í fyrra talaði hópur saman á ensku, frönsku og þýsku. Kristján segir forritið hjálpa sér mikið þegar tungumálaerfiðleikar séu til staðar. „Þegar upp koma atriði sem þarf að útskýra og málskilningur er lítill fyrir, þá hjálpar þetta.“ Fjörur og fjöll flækjast fyrir Þá er forritið ekki fullkomið en jarðfræðiheiti ásamt íslenskum nöfnum á fjörum og fjöllum flækjast mikið fyrir því ennþá. „Þetta er ekki fullkomið, annars vegar þarf framburðurinn að vera skýr, getur verið mismunandi eftir því hver er að tala og síðan þýðast því miður ekki íslensk heiti. Forritið getur alveg farið í flækju,“ segir Kristján en búnaðurinn er gervi- greindarforrit og kemur til með að þróast jafnóðum í notkun. Tæknin brýtur tungumálamúr  Notar snjallsíma- forrit í samskiptum við ferðamenn Reykjanes Hér má sjá Kristján Logason, leiðsögumann, með hópi ferðamanna frá Hong Kong. Kristján Logason William Lewis, forritunarstjóri hjá Microsoft Research og einn þeirra sem þróuðu Microsoft Translator, segir í samtali við Morgunblaðið forritið henta ferðaþjónustunni einstaklega vel. „Við þróuðum í raun tæknina fyrir nokkrum árum. Fyrsta útgáf- an var gerð til að þýða símtal úr samskiptaforritinu Skype yfir í þýddan texta.“ Hugmyndin varð síðan að gera fólki kleift að nota forritið þegar það hittist opin- berlega. „Viðbótin sem Kristján notar heitir Microsoft Translator Live, það leyfir þér að tengja mörg tæki saman og þannig geturðu tal- að við hóp meðan þú ert á staðn- um,“ segir William. Spurður um líkurnar á að ís- lensku verði bætt við forritið segir William að unnið sé að því að bæta íslensku við í textaformi. „Það eru í raun tvær leiðir til að bæta við tungumáli, þ.e.a.s. talmál eða texti. Íslenska myndi alltaf koma í textaformi fyrst og erum við að vinna að því. Það er miklu meiri vinna að koma á talmáli og ég veit ekki hvort það verður gert.“ Vinna í að bæta við íslensku WILLIAM LEWIS SEGIR AÐ MICROSOFT VINNI Í ÍSLENSKU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.