Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 06.04.2017, Síða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2017 lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is P P Góð gæði Betra verð ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727 Páskasprengja 30-50%afsláttur Skíðafatnaður og skíðabúnaður Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í nýrri fjármálaáætlun ríkisins fyr- ir árin 2018 til 2022 er boðað að keyptar verði þrjár björgunarþyrl- ur fyrir Landhelgisgæsluna. Stefnt er að því að bjóða þyrlukaupin út á næsta ári, 2018, en „búið að byggja inn í út- gjaldaramma málefnasviðsins fyrir árin 2019- 2022 framlög til kaupa á nýjum þyrlum sem nema samtals ríf- lega 14 milljörðum króna,“ eins og segir orðrétt í fjármálaáætluninni. Starfshópur sem skilaði skýrslu til innanríkisráðherra í fyrra taldi það skynsamlegasta kostinn að Landhelgisgæslan hefði yfir að ráða þremur þyrlum sem væru all- ar hliðstæðar að stærð og getu og þær þyrlur sem LHG hefur yfir að ráða í dag. Halldór B. Nellett, einn reynd- asti skipherra Landhelgisgæslunn- ar, segist fagna þessari ákvörðun. En hann vill að farið verði í útboð strax en ekki beðið fram á næsta ár. Halldór segir að vegna olíu- kreppunnar sem reið yfir heiminn sé verð á þyrlum hagstætt um þess- ar mundir og gengisþróunin hafi einnig verið hagstæð. Það viti eng- inn hve lengi krónan verði eins sterk og hún er núna. „Það er grátlegt að ekki skuli vera búið að kaupa þyrlur fyrir löngu. Við erum búnir að borga allt- of mikla peninga í leigu á þyrlum síðan Varnarliðið fór 2006,“ segir Halldór. Landhelgisgæslan hefur nú yfir að ráða þremur þyrlum, þar af eru tvær leiguþyrlur. „Þetta eru orðnar gamlar og þreyttar vélar sem við erum með þótt þær hafi auðvitað fengið gott viðhald,“ segir Halldór. Þá bendir hann á að leiguvélarn- ar tvær séu að sumu leyti vanbún- ar. Þær geti til dæmis ekki tekið eldsneyti frá varðskipunum, hvorki þeim íslensku né dönsku, sem oft eru Íslandsmiðum. Þetta sé afleitt því ein þyrla geti lítið gert þegar fara þarf í verkefni langt út á haf. Hún þurfi stuðning frá annarri þyrlu í slík verkefni. Þyrla LHG, TF-LIF, var smíðuð 1986 og er því orðin rúmlega 30 ára gömul auk þess sem kominn er tími á endurnýjun á hluta búnaðar hennar. Stefnt er að því að end- urnýja blindflugsbúnað vélarinnar fyrir 150 milljónir á næsta ári. Leigusamningar vegna leiguvél- anna tveggja, TF-GNA og TF- SYN, renna út á árunum 2017 og 2018. Þá kemur fram í greinargerð með fjármálaáætluninni að úthalds- dögum varðskipa hefur fækkað undanfarin ár og það getur tekið varðskip allt að 48 klukkustundir að komast á vettvang slysa eða óhappa innan efnahagslögsögunnar. Tvær varðskipsáhafnir séu á varðskipun- um Þór og Tý. Þau séu því úti til skiptis, hvort skip um helming árs- ins, en varðskipið Ægir er ekki haf- fært. Árið 2016 var ekkert útkalls- hæft skip til reiðu 165 daga ársins. Fram kemur að kostnaður við að bæta við áhöfn sé áætlaður um 330 milljónir króna en til að halda skipi í fullri nýtingu þurfi tvær áhafnir. „Til þess að stytta viðbragðstíma niður í 24 klst. þarf að fjölga skip- um í notkun og áhöfnum en ekki er svigrúm til þess í fjármálaáætlun 2018–2022,“ segir orðrétt í grein- argerðinni. Ekkert varðskip á sjó „Ég harma að ekki sé svigrúm til að fjölga í áhöfnum varðskipa,“ seg- ir Halldór. Staðan er sú núna að tvö skip eru starfhæf og eitt með út- runnið haffæri, Ægir. Varðskipin Þór og Týr séu nú gerð út með tæp- lega tveimur áhöfnum. Stóran hluta ársins sé ekkert varðskip á sjó sem sé ótækt. Halldór bendir á að ná- grannþjóðir okkar við Atlantshafið leggi alla áherslu á að vera með öfl- uga gæslu og björgunargetu á sjó. „Með fullri virðingu fyrir þyrlum þá geta þær ekki gert allt sem varð- skipin geta gert. Ég er gamall þyrl- umaður og spilmaður, var í því starfi meira og minna í áratug, frá 1986 til 1996, og er því með mikla reynslu. Þyrlurnar geta gert marga frábæra hluti. En sumt ráða þær ekki við og þá þurfa varðskipin að koma til sögunnar,“ segir Halldór. Þyrlurnar verði keyptar strax  Skipherra hjá Landhelgisgæslunni segir að nú sé lag til að kaupa þyrlur  Kjörin séu hagstæð og krónan sterk  Harmar að ekki eigi að fjölga skipum í notkun og áhöfnum allt til ársins 2022 Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunarþyrla Stefnt er að því að Gæslan fái þrjár nýjar þyrlur á næstu árum. Halldór Nellett vill flýta kaupunum. Halldór B. Nellett
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.