Orð og tunga - 26.04.2018, Page 8
Formáli ritstjóra
Þegar kallað var eft ir greinum í þennan árgang Orðs og tungu var efnið
ekki takmarkað við neitt sérstakt þema. Höfundar innsends efnis höfðu
því nokkuð frjálsar hendur, svo framarlega sem viðfangsefnið félli að
þeim fræðasviðum sem tímaritið sinnir. Allmörg handrit bárust.
Í heftinu eru að þessu sinni sjö fræðigreinar, um íslenska orða- og
nafnaforðann, beygingar, orðmyndun og merkingu og um viðhorf
málnotenda. Auk þess birtist hér einn ritdómur og ein grein í þeim
þætti tímaritsins sem ber yfirskriftina Málfregnir.
Helgi Skúli Kjartansson fjallar um merkingu og merkingarþróun
orðsins sproti og rökstyður að í fornu máli hafi orðið einkum verið
haft um teinunga lauftrjáa sem hefðu verið stýfð. Í greininni er litið til
orðsins sprota og samsetninga með -sproti í margs kyns texta tegundum
frá ýmsum skeiðum málsögunnar.
Í grein Katrínar Axelsdóttur um nafnið Þórarinn í þágufalli segir
frá því að auk hinnar hefðbundnu þágufallsmyndar, Þórarni, séu
aðrar fjórar myndir þekktar. Rannsókn Katrínar leiddi í ljós heimildir
um myndina Þórarinum frá um 1700, Þórarin frá síðari hluta 18. aldar,
Þórarini frá því um eða eftir miðja 19. öld og Þórarininum frá 20. öld.
Kendra Willson fjallar um tökuorðið atóm og margs konar orð með
það að forlið. Hún nálgast viðfangsefnið sérstaklega í ljósi andrúms-
loftsins upp úr síðari heimsstyrjöld þegar kalda stríðið og módern-
isminn í ljóðlist setti mark sitt á pólitík og menningu. Kendra sýnir
m.a. hvernig merkingarvísunin í atóm-samsetningum er frábrugðin
því sem tíðkast varðandi nýyrðið og samheitið frumeind.
Margrét Jónsdóttir greinir frá rannsókn sinni á sagnorðum með
viðskeytið -na sem jafnframt hafa fengið viðskeytið -st. Margrét
sýnir fjölda dæma úr ýmsum heimildum um slíkar sagnir og þróun
þeirra (t.d. brotnast, hlýðnast, meyrnast, molnast, þreknast) og skýrir
tunga_20.indb vii 12.4.2018 11:50:26