Orð og tunga - 26.04.2018, Qupperneq 13
2 Orð og tunga
steinum eða standbergi.1 Stundum er sprotinn svo nettur að ekki ber
á honum fyrr en töframaðurinn tekur hann fram eða „dregur upp hjá
sér“. Þó sjást menn á gangi með „sprota í hendi“ líkt og göngustaf, og
oft er sprotanum „slegið“ eða „lostið“ á það sem opna skal, því líkast
sem hann sé ekki laufléttur.
Veldissprotar spilakónganna eru varla meira en álnarlangir enda
myndflöturinn takmarkaður. Í annars konar myndlist má sjá bæði
klassísk goð og seinni tíma kónga og keisara bera misjafnlega langa
veldissprota, jafnvel mannhæðarháa. Eitthvað slíkt sér Jónas fyrir
sér þegar hann kveður um konung sinn: „Stóð hann upp af stóli, /
studdist við gullsprota.“
Hitt mun þó hinn almenni skilningur að sproti sé stuttur. Þegar
sálmaskáldið lofar Guð og segir: „Sproti þinn og stafur hugga mig,“
þá er eðlilegt að sjá fyrir sér stafinn lengri og veigameiri, sprotann
stuttan og léttan.
2.2 Sprotar jurtaríkisins
Önnur algeng tegund sprota er vaxtarsprotar á gróðri, notað um nýja
og vaxandi stilka eða greinar. Hefur sú merking í seinni tíð öðlast
tákn ræna útvíkkun í „sprotafyrirtækjum“. Þessi merking er sam-
germönsk eins og sjá má af samstofna orðum í ensku – sprout (nafnorð
og sögn) ‘spíra’ (um jurt eða fræ) – og þýsku – spross ‘vaxtarsproti’2
(einnig um ungmenni sem „sprota“ af ætt sinni eða fjölskyldu). Í
Íslenskri orðsifjabók skýrir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:942–943)
þessa merkingu sem ‘frjóangi, trjágrein, teinungur’ og sé hún „upp-
haflegust, hinar afleiddar“.
Hinar merkingarnar eru ekki aðeins sú sem nær yfir veldissprot-
ana og töfrasprotana og heitir hjá Ásgeiri Blöndal Magnússyni
(1989) einfaldlega ‘lítill stafur’, heldur ýmsar fleiri sem lítið fer fyrir
í nú tíma máli (aðalheimildir hér: ROH; Blöndal). Sprota mátti þannig
nefna lausan enda eða lafandi ól, eða skreyttan enda eða jaðar, bæði
á reið tygjum, axlaböndum og alveg sérstaklega á belti sem tilheyrir
íslenskum kvenbúningi: beltissprotann. Fisk af ýmsu tagi mátti kalla
1 Íslenskar þjóðsögur I 56, 79, 249, 502, 514; II 45; III 156, 247, 549; V 228. Skáletruð
blaðsíðutöl sýna hvert tilvitnað orðalag er sótt . Einnig var stuðst við orðaleit á
vefnum Þjóðsögur.
2 Bæði á þýsku og íslensku tíðkast nokkru víðari merking í grasafræði, sbr.
kennslubókardæmi í ROH: „Sproti. Svo nefnist ógreindur stöngull með þeim
blöðum, er á honum standa.“
tunga_20.indb 2 12.4.2018 11:50:27