Orð og tunga - 26.04.2018, Side 17
6 Orð og tunga
sem þegar hófu orrustu.10 Hér er sprotinn notaður til að opna leið
gegn um veggi, áþekkt því þegar sprotar síðari sagna opna dyr á hól-
um og björgum. Því skyld er notkun sprota til að drepa á dyr, eins og
þegar söguhetjan í Vilhjálms sögu sjóðs „gengur til hurðar og sprettir
á sprota,“ án þess þó að dyrnar opnist sjálfkrafa, en fjölvís kona hafði
lagt á ráðin um ferð hans.
Tálknsprota ber væntanlega að skilja svo að hann sé gerður úr hval-
skíði.11 Slíkur sproti er líka nefndur í Hektors sögu, ekki sem töfra-
sproti heldur er hann ristur rúnum og þannig notaður til að koma
skilaboðum til riddara nokkurs í draumi.12
2.5 Veldissprotar
Konungar eru meðal þeirra sem bera sprota í fornmálstextum. Ódys-
seifur var í konunga tölu. Í Karlamagnús sögu er það keisarinn sjálfur
sem „hafði sér sprota einn í hendi og vildi ljósta í höfuð“ manni sem
hann hafði reiðst. Í öðrum þætti sögunnar fær Karlamagnús sendi-
manni „gullsprota [sinn] til jartegna“, og er það væntanlega að skilja
sem veldissprota. Berum orðum er það tekið fram í Dínus sögu
dramb láta þar sem indverskur konungssonur „bar sér í hendi einn
gull ligan sprota sem það væri nokkurs konar tignarmark“.
Sproti Guðs getur staðið fyrir hátign hans og almætti, auk refsi-
valdsins, og verið þannig allt í senn, refsivöndur, veldissproti og
töfra sproti. Í Stjórn er því á einum stað lýst sem drottinn gerir með
„sín um ríkissprota og refsingarvendi sinnar reiði“. Það er þá sami
hlut ur inn ríkissprotinn (þ.e. veldissproti, ríki í merkingunni ‘vald’)
og refs ingarvöndurinn.
Á sama hátt er ekki óeðlilegt að sprotinn, sem veldissproti og töfra-
sproti, sé tákn Óðins þegar hann er í senn æðstur heiðinna goða og
þeirra rammgöldróttastur.
Óðinn ber ekki sprota þar sem hann birtist undir eigin nafni í
eddukvæðum eða Snorra-Eddu, heldur er sprotinn tákn fyrir fulltrúa
10 Í þessari lýsingu hlýtur að lifa einhvers konar minning um sviðsettar sjóorrustur
í Colosseum í Róm og fleiri rómverskum hringleikahúsum. Slíkar skemmtanir
höfðu einkum tíðkast á seinni hluta 1. aldar e.Kr. en var lýst í rómverskum
sagnaritum sem miðaldamenn þekktu. Þannig hefur þett a minni tengst Mágusi
(Maugis d’Aigremont í frönskum kappakvæðum).
11 Sbr. Íslenskar þjóðsögur þar sem bæði kemur fyrir „tálknsproti“ (I 214) og „skíðis-
sproti“ (I 249), væntanlega í sömu merkingu.
12 Sbr. „launstafi na“ tíu sem Egill Skallagrímsson sá ristna „á tegldu tálkni“ (Ísl.s.:
482).
tunga_20.indb 6 12.4.2018 11:50:28