Orð og tunga - 26.04.2018, Page 28
Helgi Skúli Kjartansson: Sproti. Geta fornar skógarnytjar ... 17
5 Lokaorð
Hér hafa verið leiddar líkur að þeirri tilgátu að norræna orðið sproti
hafi í daglegu lífi einkum verið haft um teinunga þá sem vaxa upp,
grannir og beinir, af stofni stýfðra lauftrjáa. Þeir voru snar þáttur
skógarnytja, nýttir á margvíslegan hátt og hafa verið hverjum manni
tiltækir þar sem laufskógar voru nærri, t.d. sem gönguprik eða keyri
á stórgripi. Þeir sjást einnig nefndir teinar en síðar spírur.
Það er þó sjaldan sem heimildir nefna slíka sprota því nafni í raun-
sæilegu samhengi. Miklu oftar er samhengið táknrænt eða ævin týra-
legt, sprotinn meira eða minna í átt við veldissprota eða töfrasprota,
og þá stundum úr miklu fínni efnum en tré. Það ætti, samkvæmt til-
gátu minni, að vera útvíkkun á grunnmerkingunni. Önnur útvíkkun
felst í því að latneska orðið virga virðist almennt þýtt sem sproti í
kristi legum textum.
Tilgátan styðst við líkindi fremur en afgerandi rök. Hún virðist þó
gefa tækilega heildarmynd af merkingarþróun hugtaksins sem m.a.
dugir til að skýra samsetningarnar laufsproti og reyrsproti sem í heim-
ildum hafa oft goðsögulega skírskotun. Jafnvel bregður hún nokkurri
birtu á hið goðsögulega hugtak mistilteinn.
Heimildir
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók
Háskólans.
Biblían = Biblía [21. aldar]; Þýðing 1981; Viðeyjarbiblía; Guðbrandsbiblía.
http://www.biblian.is/Biblian/
Blöndal = Sigfús Blöndal o.fl. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.
Bragða-Mágus saga. Með tilheyrandi þáttum. 1858. Útg. Gunnlaugur Þórðarson.
Kaupmannahöfn: Páll Sveinsson.
Flateyjarbók = Flateyjarbok. En Samling af norske Konge-Sagaer med indskudte
mindre Fortællinger om Begivenheder i og udenfor Norge samt Annaler. II. 1862.
III. 1868. Útg. Guðbrandur Vigfússon og Carl Richard Unger. Christiania:
F.T. Mallings Forlagsboghandel.
Fritzner = Johan Fritzner o.fl. 1973. Ordbog over det gamle norske sprog. (4. útg.)
Osló: Universitetsforlaget. http://www.edd.uio.no/perl/search/search.
cgi?appid=86&tabid=1275
Gautreks saga = Die Gautrekssaga. In zwei Fassungen. 1900. Útg. Wilhelm
Ranisch (Palaestra 11). Berlín: Mayer & Müller.
Gylfaginning = Snorri Sturluson. 2005. Edda. Prologue and Gylfaginning. Útg.
Anthony Faulkes (2. útg.). London: Viking Society for Northern Research.
tunga_20.indb 17 12.4.2018 11:50:30