Orð og tunga - 26.04.2018, Page 32
Orð og tunga 20 (2018), 21– 38. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.
Katrín Axelsdótt ir
Þórarinn í þágufalli
1 Inngangur
Þórarinn er alþekkt nafn enda nokkuð algengt.1 Um þessar mundir
er það í hópi 100 algengustu eiginnafna karla.2 Það kemur víða
fyrir í fornsögum og virðist hafa átt sér óslitna hefð í málinu (Lind
1905–1915:1142, Hermann Pálsson 1960:167–168 og Guðrún Kvaran
og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni 1991:593). Nafnið er sett saman
úr tveimur liðum, forliðnum Þór- og viðliðnum -arinn. Um orðsifj ar
viðliðarins eru ekki allir á einu máli. Hann er ýmist talinn samsvara
samnafninu arinn ‘eldstæði’ eða álitinn skyldur fuglsheitinu ari ‘örn’.3
Merking nafnsins og vinsældir þess í aldanna rás eru ekki til
athug unar hér heldur beyging þess, nánar tiltekið beygingarmyndir
þágu falls. Hefðbundin þágufallsmynd er sem kunnugt er Þórarni.
Þett a er sú mynd sem einhöfð var í þágufalli í fornu máli, eft ir því
sem næst verður komist, og þett a er sú mynd sem fl estum er töm. En
dæmi eru um fj órar aðrar þágufallsmyndir frá síðari tímum, nú mis-
jafnlega þekktar: Þórarin, Þórarini, Þórarinum og Þórarininum. Engin
þessara nýjunga er nefnd í nafnabók Guðrúnar Kvaran og Sigurðar
Jónssonar frá Arnarvatni (1991:593) en í henni er stundum getið
1 Ég þakka öllum þeim sem hafa gefið sér tíma til að ræða við mig um þágu falls-
myndir nafnsins Þórarinn sem og þeim fjölmörgu sem vísuðu mér á vænlega
heimildarmenn.
2 1. janúar 2015 var Þórarinn í 78. sæti og fimm árum áður var það í 74. sæti (Hagstofa
Íslands). Miðað er við einnefni og fyrri nöfn tvínefna.
3 Hermann Pálsson (1960:157) hallast að fyrri skýringunni en Ásgeir Blöndal
Magnússon (1989:1187) og Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni
(1991:593) að þeirri síðari.
tunga_20.indb 21 12.4.2018 11:50:30