Orð og tunga - 26.04.2018, Page 40
Katrín Axelsdóttir: Þórarinn í þágufalli 29
og sögusviðið er Vestfirðir. Aðspurður kveðst Þórarinn Eldjárn ekki
alinn upp við þessa beygingarmynd heldur nota hana að gamni sínu
í sögunni án nokkurra tengsla við sögusviðið. Myndina þekkir hann
úr frásögn föður síns, Kristjáns Eldjárn, af heimsókn á bæ nokkurn
í Eyjafirði, einhvers staðar milli Akureyrar og Svarfaðardals. Þetta
var um 1930 og Kristján á leið í foreldrahús í Svarfaðardal. Á bænum
bjó gamall maður sem vildi að Kristján bæri föður sínum vísnagátu
sem öldungurinn kunni eða hafði samið. Gátan var ætluð „honum
Þórarinum mínum á Tjörn“. Orðalagið varð Kristjáni minnisstætt
og síðar Þórarni sem var unglingur þegar hann heyrði frásögnina.
Myndin Þórarinum hefur þá þekkst í Eyjafirði á fyrri hluta síðustu
aldar. En hún var líklega fágæt á þessum slóðum, annars hefði Kristján
varla höggvið eftir henni.
Á vefnum Íslenskt mál á 19. öld er aðgengilegt safn einkabréfa Ís-
lend inga fæddra á 19. öld en í því eru nú um 2000 bréf. Þar er eitt dæmi
um myndina Þórarinum, í bréfi Sigríðar Pálsdóttur (1809–1871):14
(12) annars hef eg heirt ad Sigr. þessi hafi ætlad systurson-
um sínum Þorarinum og Steffani Jónssonum þor arins-
sonar allan arf eptir sig (Sigríður Pálsdóttir 1865)
Sigríður var fædd og uppalin í Norður-Múlasýslu svo að fljótt á litið
virðist hér um að ræða austfirska heimild um myndina Þórarinum.
En hér er þess að gæta að Sigríður var í stöðugum samskiptum við
Rangæinga frá því að hún var tvítug; hún var m.a. um tíma í þjónustu
biskupsfrúar ættaðrar úr Rangárvallasýslu, báðir eiginmenn hennar
voru Rangæingar og síðustu æviárin bjó hún í sýslunni (Erla Hulda
Halldórsdóttir 2013:80–82, munnl. heimild). Umrætt bréf skrifaði Sig-
ríður þegar hún var búsett þar.
Á vefnum Tímarit.is eru nokkur dæmi um Þórarinum, sýnd hér í
aldursröð höfunda:
(13) a. Kjarnagóð frá konu og mér/kveðjan ástarríka/sendist
kæru þinni og þér/og Þórarinum líka (Jón Hjaltalín
1930–1931:91)
b. Halldórs–stóra–Stað er léð/stjórn af Þórarinum/sér
hann rór um fólk og féð,/fylgir stjóra önnum með. (Sig-
ur björn Jóhannsson 1913:7)
14 Í safninu eru ekki mörg dæmi um nafnið Þórarinn í þágufalli. Auk dæmisins í (12)
eru ekki nema þrjú dæmi, öll um hina hefðbundnu mynd Þórarni. Bréfritarar eru
ættaðir úr Skagafjarðarsýslu og Suður-Múlasýslu.
tunga_20.indb 29 12.4.2018 11:50:32