Orð og tunga - 26.04.2018, Page 43
32 Orð og tunga
1935, í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu tilheyrir þeim hópi. Þór-
arinsnafnið er algengt í Kelduhverfi og það er sérlega algengt í ætt
Þórarins. Tveir aðrir í þessum hópi eru Sveinn Þórarinsson, f. 1940,
og Stefán Þórarinsson, f. 1947, báðir búsettir á Egilsstöðum, en í fjöl-
skyldum þeirra eru allmargir Þórarnar. Í hópnum er einnig Björn Þór-
ar inn Birgisson, f. 1966, á Höfn í Hornafirði. Ætla má að þeir sem
heita Þórarinn, eða tengjast Þórörnum, séu líklegri en aðrir til að taka
eftir óvenjulegum beygingarmyndum nafnsins. Hugsanlegt er að
Þór ar in um hafi aldrei þekkst í Norður-Þingeyjarsýslu, Múlasýslum
og Austur-Skaftafellssýslu.15
Ýmislegt bendir til Rangárvallasýslu sem e.k. kjörlendis eða jafnvel
upphafsstaðar myndarinnar Þórarinum: dæmið í Fóstbræðrasögu-
hand ritinu, dreifing dæma í Jarðabók Árna og Páls og svo vitnisburður
nokk urra heimildarmanna (undan Eyjafjöllum og af Rangárvöllum).
Beyg inguna kunna Jón Steingrímsson, Gísli Gíslason og Sigríður
Páls dóttir (sjá (6b–c) og (12)) einnig að hafa lært af fólki á þessu svæði.
Það er á hinn bóginn alveg ljóst að Þórarinum hefur borist út fyrir
Rangárvallasýslu (eða komið upp sjálfstætt utan hennar) því að heim-
ildir eru um myndina víða utan sýslunnar, jafnvel í fjarlægum sýslum
(Barðastrandarsýslu, Ísafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þing-
eyjarsýslu).
4 Nýjungin Þórarininum
Um síðustu þágufallsmyndina sem hér verður fjallað um, Þórarinin-
um, eru fátæklegri heimildir en um aðrar myndir. Í TOH er ekki nema
einn seðill:
(14) Kona í Fróðholti, Bakkabæjum, Rangárvöllum, notaði
alltaf þgf. Þórarininum (með inin), en sonur hennar hét
Þórarinn.
Heimildarmaður hér er Jón Þ. Sveinsson tæknifræðingur (áður nefnd-
ur í 3. kafla). Um hann segir síðan á seðlinum: „sem einnig heitir
Þórarinn og var kallaður það meðan hann átti heima á Bakkabæjum“.
Jón Þ. Sveinsson er fæddur 1925. Aðspurður kveðst hann muna vel
eftir myndinni Þórarininum16 og segir að hún hafi ekki verið bundin
15 Heimildir eru hins vegar um Þórarinum í Suður-Þingeyjarsýslu, sbr. (8d) og (13b).
16 Þess má geta að Jón leggur nokkuð mikla áherslu á þriðja atkvæði orðmyndarinnar,
ÞórarINinum.
tunga_20.indb 32 12.4.2018 11:50:33