Orð og tunga - 26.04.2018, Page 45

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 45
34 Orð og tunga 5 Niðurlag Hér hefur verið fjallað um fjórar óhefðbundnar þágufallsmyndir karl- mannsnafnsins Þórarinn: Þórarin, Þórarini, Þórarinum og Þórarininum. Reynt var eftir föngum að kanna aldur og útbreiðslu þessara nýjunga á grundvelli ritaðra og munnlegra heimilda. Margir kannast við Þór- arin og Þórarini en þessar myndir eru þó miklu sjaldgæfari en hin hefð- bundna þágufallsmynd Þórarni. Þágufallsmyndin Þórarin á sér nokk- uð langa sögu en um hana eru dæmi frá síðari hluta 18. aldar. Aldur Þórarini er óljósari en dæmi er um myndina í máli manns sem fæddur var 1850. Þriðja myndin, Þórarinum, er nýjung sem færri kannast við enda að líkindum sárasjaldgæf í nútímamáli. Hún á sér nokkuð langa sögu því að heimildir eru um hana frá því um 1700. Ýmislegt bendir til Rangárvallasýslu sem kjörlendis eða ef til vill upphafsstaðar en mynd in þekkist þó á ýmsum öðrum stöðum á landinu, jafnvel á mjög fjar lægum svæðum á borð við Vestfirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Þór- ar ininum er áþekk en enn sjaldgæfari nýjung. Heimildir eru um hana í Rangárvallasýslu og Barðastrandarsýslu. Á síðarnefnda svæðinu virðist myndin ekki hafa verið daglegt mál heldur aðeins notuð til gamans. Eldri heimildir um einstök nöfn eru jafnan af heldur skornum skammti og því erfitt að draga upp skýra mynd af þróun þeirra. Nafnið Þórarinn er hér engin undantekning. Af þessum sökum er erfitt að segja til um hvenær nýjungarnar í beygingu nafnsins komu upp. Aldur elstu dæma segir auðvitað ekki alla söguna. Af sömu ástæðu er vitaskuld erfitt að meta hvernig útbreiðslu var háttað, þ.e. hvort nýjung kom upp á einum stað og breiddist út frá honum eða hvort hún kom upp sjálfstætt á fleiri en einum stað. Heimildir eru um myndina Þórarinum mjög víða af landinu. Það kann að benda til þess að nýjungin hafi komið upp sjálfstætt á ýmsum stöðum og ekki sé um neina eiginlega útbreiðslu hennar af einu upphafssvæði að ræða. En hér þarf að gæta að því að þessi tiltekna mynd er óvænt (mannanöfn hafa ekki endinguna -um) og í ljósi þess er kannski ekki ýkja sennilegt að hún hafi komið upp sjálfstætt á mörgum stöðum.18 Sama máli gegnir um Þórarininum. En Þórarin og Þórarini, myndir sem 18 Vissulega er til að óvæntar nýjungar komi upp víða. Sú virðist t.d. vera raunin hvað varðar hina óvæntu nýjung hjöltu (nf./þf.ft. orðsins hjalt). Um hana, sjá Katrínu Axelsdóttur 2015. Þar kemur fram að sumir nota nýjungina hjöltu og eldri myndina hjölt jöfnum höndum og að í sumum fjölskyldum nota ekki allir sömu myndina. tunga_20.indb 34 12.4.2018 11:50:33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.