Orð og tunga - 26.04.2018, Page 45
34 Orð og tunga
5 Niðurlag
Hér hefur verið fjallað um fjórar óhefðbundnar þágufallsmyndir karl-
mannsnafnsins Þórarinn: Þórarin, Þórarini, Þórarinum og Þórarininum.
Reynt var eftir föngum að kanna aldur og útbreiðslu þessara nýjunga
á grundvelli ritaðra og munnlegra heimilda. Margir kannast við Þór-
arin og Þórarini en þessar myndir eru þó miklu sjaldgæfari en hin hefð-
bundna þágufallsmynd Þórarni. Þágufallsmyndin Þórarin á sér nokk-
uð langa sögu en um hana eru dæmi frá síðari hluta 18. aldar. Aldur
Þórarini er óljósari en dæmi er um myndina í máli manns sem fæddur
var 1850. Þriðja myndin, Þórarinum, er nýjung sem færri kannast við
enda að líkindum sárasjaldgæf í nútímamáli. Hún á sér nokkuð langa
sögu því að heimildir eru um hana frá því um 1700. Ýmislegt bendir
til Rangárvallasýslu sem kjörlendis eða ef til vill upphafsstaðar en
mynd in þekkist þó á ýmsum öðrum stöðum á landinu, jafnvel á mjög
fjar lægum svæðum á borð við Vestfirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Þór-
ar ininum er áþekk en enn sjaldgæfari nýjung. Heimildir eru um hana
í Rangárvallasýslu og Barðastrandarsýslu. Á síðarnefnda svæðinu
virðist myndin ekki hafa verið daglegt mál heldur aðeins notuð til
gamans.
Eldri heimildir um einstök nöfn eru jafnan af heldur skornum
skammti og því erfitt að draga upp skýra mynd af þróun þeirra.
Nafnið Þórarinn er hér engin undantekning. Af þessum sökum er
erfitt að segja til um hvenær nýjungarnar í beygingu nafnsins komu
upp. Aldur elstu dæma segir auðvitað ekki alla söguna. Af sömu
ástæðu er vitaskuld erfitt að meta hvernig útbreiðslu var háttað, þ.e.
hvort nýjung kom upp á einum stað og breiddist út frá honum eða
hvort hún kom upp sjálfstætt á fleiri en einum stað. Heimildir eru
um myndina Þórarinum mjög víða af landinu. Það kann að benda
til þess að nýjungin hafi komið upp sjálfstætt á ýmsum stöðum og
ekki sé um neina eiginlega útbreiðslu hennar af einu upphafssvæði
að ræða. En hér þarf að gæta að því að þessi tiltekna mynd er óvænt
(mannanöfn hafa ekki endinguna -um) og í ljósi þess er kannski ekki
ýkja sennilegt að hún hafi komið upp sjálfstætt á mörgum stöðum.18
Sama máli gegnir um Þórarininum. En Þórarin og Þórarini, myndir sem
18 Vissulega er til að óvæntar nýjungar komi upp víða. Sú virðist t.d. vera raunin
hvað varðar hina óvæntu nýjung hjöltu (nf./þf.ft. orðsins hjalt). Um hana, sjá
Katrínu Axelsdóttur 2015. Þar kemur fram að sumir nota nýjungina hjöltu og eldri
myndina hjölt jöfnum höndum og að í sumum fjölskyldum nota ekki allir sömu
myndina.
tunga_20.indb 34 12.4.2018 11:50:33