Orð og tunga - 26.04.2018, Side 78
Orð og tunga 20 (2018), 67–89. © Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.
Margrét Jónsdóttir
„Glasið brotnaðist, amma.“
Viðskeyti eða ekki: Um sagnir sem
enda á -na+st
1 Inngangur1
1.1 na-sagnir og eðli þeirra
Í íslensku er hópur sagna með viðskeytinu -na, sagnir eins og t.d. brotna,
hitna, kólna, rifna og stirðna.2 Sagnirnar eru atburðarsagnir sem láta í
ljós breytingu á ástandi og eru því oft kallaðar breytingarsagnir; það
verður gert hér. Í nafni sagnahópsins er merkingin fólgin: Sagnirnar,
1 Greinina tileinka ég Jóni Rúnari Gunnarssyni (1940–2013), eiginmanni mínum, og
barnabarninu, Ásgrími Karli Gröndal, enda er yfirskrift frá honum komin. Með
þeim var einstaklega kært. Eitt sinn þegar ljósið á heimilinu, líklega sex ára, var
að eldhússtörfum með afa brotnaði glas. Ungi maðurinn taldi rétt að láta ömmu
vita af því sem gerst hafði. Ekkert skyldi fara á milli mála. Efnið sem hér er fj allað
um var fyrst kynnt á Hugvísindaþingi 2013. Þar komu fram margar gagnlegar
athugasemdir. Þær ber að þakka, líka þær sem komu frá óþekktum yfi rlesurum og
ritstjóra tímaritsins.
2 Ekki er ljóst hve margar na-sagnir málsins eru. Greinarhöfundar á sagnalista með
u.þ.b. 160 sögnum. Listinn hefur orðið til í tímans rás. Talan er vafasöm enda lengi
von á einum. Það er matsatriði hvort sagnahópurinn telst stór eða ekki. Honum
má í grófum drátt um skipta í tvennt. Í öðrum eru misgamlar sagnir sem sumar
eru nánast einungis orð á bók, t.d. sagnirnar bugna, strjálna og ætna. Einhverjar eru
jafnvel bundnar í föstum samböndum eins og t.d. skriðna, sbr. skriðna fótur o.fl . Í
hinum hópnum eru sagnir sem eru í notkun, mismikilli þó. Þetta eru sagnir eins
og t.d. brotna, gulna, klofna og roðna.
tunga_20.indb 67 12.4.2018 11:50:39