Orð og tunga - 26.04.2018, Page 84
Margrét Jónsdóttir: „Glasið brotnaðist, amma.“ 73
orð verða þó ekki skilin öðruvísi en svo að fyrirliggjandi na-sögn hafi
af merkingarlegum ástæðum komið í veg fyrir myndun samsvarandi
st-sagnar.11
Jóhannes Gísli Jónsson (2005:396) hefur rætt um ýmsar hömlur á
miðmynd í þolmyndarmerkingu. Hann segir m.a. að orðasafnshöml-
ur (e. lexical blocking) hafi hugsanlega komið í veg fyrir myndun annars
orðs sömu merkingar. Hann tekur dæmi af veiku orsakarsögnunum
fjölga, bræða og sökkva og segir að ekki sé hægt að nota þessar sagnir
í miðmynd, væntanlega vegna þess að sagnirnar tjá þá merkingu á
annan hátt, þ.e. með sögnunum fjölga (antikásatív), bráðna og (sterku
sögninni) sökkva. Þetta má sjá í (4).
(4) a. Íbúunum fjölgaði. Ekki: *Íbúarnir fjölgaðist.
b. Ísinn bráðnaði. Ekki: *Ísinn bráðnaðist.
c. Skipið sökk. Ekki: *Skipið sökktist.
Skýringin á orðasafnshömlunum dugir þó skammt því að merk ingar-
lega eins orðapör eru alls ekki fá í málinu eins og Jóhannes (2005)
bendir á. Og í ljós hefur komið að úr yngra máli má t.d. finna dæmi
um bráðnast. Dæmið í (5) er af Netinu.12
(5) Best að leifa þessu að bíða í svona 2-3 tíma í ísskáp þá
bráðnast þetta allt saman …
(bland.is 2007)
Til er mikill fjöldi dæma um sagnir sem enda á -nast, jafnvel úr elsta
máli. Orðmyndunin hefur hins vegar ekki orðið mjög virk fyrr en á
seinni árum. Í tímans rás hafa na-sagnir ekki verið einar á ferð þar
sem sagnir með viðskeytunum -ga og -ka hafa verið þar með í hóp; um
það verður rætt lítillega í 4.2.
Á Töflu 1 má sjá lista yfir þær 88 sagnir sem enda á -nast og fundist
hafa.13
11 Ekki verður séð að Kjartan (1992) víki nokkurs staðar að na-sögnum í doktors-
ritgerð sinni.
12 Öll dæmi, hér höfð orðrétt og stafrétt, voru síðast skoðuð í desember 2013 nema
annað sé tekið fram.
13 Leitin byggðist fyrst og fremst á því safni na-sagna sem vísað var til í neðan-
máls grein 2. Tölur geta verið vafasamar, líka hér. Hvað t.d. um ryðnast? Um hana
hafa engin dæmi fundist en BÍN gerir ráð fyrir henni. Og hugnast? Bæði Heusler
(1950:138) og Iversen (1937:163) nefna hana, sbr. hugna. Vafasamt er þó að sögnin
teljist breytingarsögn merkingarinnar vegna. Alexander Jóhannesson (1924:307)
hefur sögnina metnask með na-sögnum. Þessi sögn á heldur ekki heima hér enda
upphafl ega áhrifssögn og notuð í aft urbeygðri merkingu.
tunga_20.indb 73 12.4.2018 11:50:41