Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 85
74 Orð og tunga
batnast glapnast klofnast rifnast sætnast
blánast gránast klökknast rofnast tognast
bognast grotnast koðnast rotnast trafnast
bráðnast grónast kólnast sárnast trénast
brotnast guggnast kroknast setnast trosnast
dafnast gulnast kroppnast sjatnast úfnast
dofnast harðnast kviknast skánast versnast
dragnast hálnast lagnast slagnast viknast
drukknast hitnast laknast slaknast vilnast
dvínast hjaðnast lasnast slitnast vöknast
fi tnast hjarnast lágnast slö/okknast þagnast
fl agnast hljóðnast lifnast sofnast14 þornast
fl osnast hlýðnast losnast staðnast þreknast
fl otnast hrörnast meyrnast stirðnast þrútnast
fúnast hvít(t)nast mjónast stífnast þykknast
fölnast hyggnast molnast storknast örvilnast15
geldnast hýrnast morknast svignast
gisnast kafnast raknast svínast
Tafla 1. Listi yfir fyrirliggjandi sagnir sem enda á -nast.
Í fjórum tilvikum finnast ekki dæmi um na-sögn við hlið nast-forms-
ins: geldnast, hyrnast, mjónast, örvilnast, ekki *geldna, *hyrna, *mjóna,
*örvilna. Það gæti verið tilviljun. Í öðrum tilvikum, eins og t.d. lasnast,
er til sögn, lasna, sem þó er vart eða ekki notuð.
3.2 Heimildir um sagnir sem enda á -na+st
Elstu dæmi sem hér hafa fundist í íslenskum heimildum um sagnir
sem enda á -na+st eru skv. ONP frá um 1200 og upphafi 13. aldar. 16 Þau
eru um sagnirnar örvilnast og rosknast. Í (6) er dæmið með rosknast:
(6) En er Þorfinnr iarll roscnaðiz. þa gerði hann boð til
Einars broðvr sins oc beiddi af honom rikis þess er hann
þottiz eiga i Orcneyiom. en þat var þriðivngr eyia.
(Óláfs saga helga 2367 [c1250−1300], Holm
perg 2 4°)
14 Myndunarlega séð á sofnast heima hér. Spurning er hins vegar um merkinguna.
15 Sögnin örvilnast er höfð hér. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:1229) segir að hún sé
líklega nafnleidd, sbr. nafnorðið vil og sögnina vilnast.
16 Í ONP eru dæmi úr elsta máli allt fram til 1540. Sagt er frá uppruna viðkomandi
handrits. Hér er upprunans því aðeins getið sé hann ekki íslenskur og hann tal-
inn skipta máli í fræðilegu samhengi. Mikilvægt er að taka fram að leitin í ONP
byggðist eingöngu á fyrirliggjandi gagnasafni en ekki heildarathugun á safninu.
tunga_20.indb 74 12.4.2018 11:50:41